Vill ekki lengur íslenzkan her? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 17. maí 2024 08:45 „Ég hef aldrei lagt til að við eigum að stofna her. Ég er persónulega algjörlega á móti því að við eigum að stofna her,“ sagði Baldur Þórhallsson í þættinum Pressa á Heimildinni 26. apríl spurður til að mynda út í ummæli sem hann lét falla í hlaðvarpi Harmageddon í marz 2022 þess efnis að Ísland þyrfti á hundrað manna varnarliði að halda til þess að verja landið. Hafnaði hann því í Pressu-þættinum að hann hefði lagt til að stofnaður yrði íslenzkur her. Hann hefði einungis verið að svara spurningum sem fræðimaður. Fram kom í máli Baldurs í hlaðvarpi Harmageddon að loftrýmisgæzlan, sem sinnt væri á Íslandi af NATO-ríkjum, dygði skammt ef ráðist yrði á landið. „Þessar sveitir sem eru að verja lofthelgina og fylgjast með óvinaflugvélum og kafbátum, þær verja okkur ekki. Þær verða ekki kallaðar til taks ef að eitthvað gerist hér í Reykjavík eða annars staðar á landinu, þær eru ekki til þess.“ Inntur eftir því hversu fjölmennu liði hann teldi þörf á til þess að tryggja lágmarksvarnir landsins sagði Baldur það fara eftir aðstæðum hverju sinni. „Við þurfum að geta varið Keflavíkurflugvöll“ „Að mínu mati er mjög mikilvægt að geta brugðizt við lítilli, takmarkaðri árás þannig að hægt sé að verjast þangað til að liðsafli berst frá bandalagsþjóðum okkar í NATO,“ sagði hann og bætti við: „Við þurfum að geta varið Keflavíkurflugvöll, við þurfum að geta varið helztu stjórnsýslustofnanir í Reykjavík þangað til liðsafli berst. Ég sé fyrir mér ef þú vilt nefna einhverja tölu, hundrað manna sérsveit myndi jafnvel vera nóg,“ sagði hann. Þáttarstjórnendur höfðu þá á orði að líklega yrði erfitt fyrir Íslendinga að kyngja því. „Já, en við erum náttúrulega að tala um varnarlið eða herlið. Hér voru á tímabili 5.000 hermenn í kalda stríðinu en við vitum hvað það þýðir fyrir átökin í íslenzkum stjórnmálum. En að mínu mati kalla þessir skelfilegu atburðir í Úkraínu á þetta,“ sagði Baldur. Erfitt er vitaskuld að skilja orðalagið um að við þyrftum að verjast þar til liðsafli bærist frá bandalagsþjóðum í NATO öðruvísi en sem svo að verið sé að tala um innlendan her. Miðað við orð hans vill fræðimaðurinn Baldur íslenzkan her þó hann sé samt persónulega á móti honum. Hafnaði allavega ekki Icesave-samningunum Mögulega vill Baldur ekki lengur íslenzkan her en ljóst er að þau sinnaskipti urðu þá í kjölfar þess að hann fór í forsetaframboð. Baldur hefur að sama skapi sagt að hann hafi einungis sem fræðimaður gagnrýnt þá ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, þáverandi forseta Íslands, að leggja Icesave-samningana í þjóðaratkvæði og sem kunnugt er man ekki hvernig hann sjálfur greiddi atkvæði um þá. Það nýjasta er reyndar að hann hafi annað hvort kosið með samningunum eða skilað auðu. Sem sagt allavega ekki á móti þeim. Hið sama á við um Evrópusambandið. Baldur hefur um langt árabil verið einhver ötulasti talsmaður þess að Ísland gengi í sambandið. Eftir að hann fór í forsetaframboð hefur hann hins vegar tónað þá afstöðu nokkuð niður og talað á talsvert óljósari nótum í þeim efnum en hann gerði áður. Auðvitað er hugsanlegt að hann hafi einungis kallað eftir inngöngu í Evrópusambandið í gegnum tíðina sem fræðimaður. Mögulega einnig þegar hann kallaði eftir henni úr ræðustól Alþingis sem varaþingmaður Samfylkingarinnar. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
„Ég hef aldrei lagt til að við eigum að stofna her. Ég er persónulega algjörlega á móti því að við eigum að stofna her,“ sagði Baldur Þórhallsson í þættinum Pressa á Heimildinni 26. apríl spurður til að mynda út í ummæli sem hann lét falla í hlaðvarpi Harmageddon í marz 2022 þess efnis að Ísland þyrfti á hundrað manna varnarliði að halda til þess að verja landið. Hafnaði hann því í Pressu-þættinum að hann hefði lagt til að stofnaður yrði íslenzkur her. Hann hefði einungis verið að svara spurningum sem fræðimaður. Fram kom í máli Baldurs í hlaðvarpi Harmageddon að loftrýmisgæzlan, sem sinnt væri á Íslandi af NATO-ríkjum, dygði skammt ef ráðist yrði á landið. „Þessar sveitir sem eru að verja lofthelgina og fylgjast með óvinaflugvélum og kafbátum, þær verja okkur ekki. Þær verða ekki kallaðar til taks ef að eitthvað gerist hér í Reykjavík eða annars staðar á landinu, þær eru ekki til þess.“ Inntur eftir því hversu fjölmennu liði hann teldi þörf á til þess að tryggja lágmarksvarnir landsins sagði Baldur það fara eftir aðstæðum hverju sinni. „Við þurfum að geta varið Keflavíkurflugvöll“ „Að mínu mati er mjög mikilvægt að geta brugðizt við lítilli, takmarkaðri árás þannig að hægt sé að verjast þangað til að liðsafli berst frá bandalagsþjóðum okkar í NATO,“ sagði hann og bætti við: „Við þurfum að geta varið Keflavíkurflugvöll, við þurfum að geta varið helztu stjórnsýslustofnanir í Reykjavík þangað til liðsafli berst. Ég sé fyrir mér ef þú vilt nefna einhverja tölu, hundrað manna sérsveit myndi jafnvel vera nóg,“ sagði hann. Þáttarstjórnendur höfðu þá á orði að líklega yrði erfitt fyrir Íslendinga að kyngja því. „Já, en við erum náttúrulega að tala um varnarlið eða herlið. Hér voru á tímabili 5.000 hermenn í kalda stríðinu en við vitum hvað það þýðir fyrir átökin í íslenzkum stjórnmálum. En að mínu mati kalla þessir skelfilegu atburðir í Úkraínu á þetta,“ sagði Baldur. Erfitt er vitaskuld að skilja orðalagið um að við þyrftum að verjast þar til liðsafli bærist frá bandalagsþjóðum í NATO öðruvísi en sem svo að verið sé að tala um innlendan her. Miðað við orð hans vill fræðimaðurinn Baldur íslenzkan her þó hann sé samt persónulega á móti honum. Hafnaði allavega ekki Icesave-samningunum Mögulega vill Baldur ekki lengur íslenzkan her en ljóst er að þau sinnaskipti urðu þá í kjölfar þess að hann fór í forsetaframboð. Baldur hefur að sama skapi sagt að hann hafi einungis sem fræðimaður gagnrýnt þá ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, þáverandi forseta Íslands, að leggja Icesave-samningana í þjóðaratkvæði og sem kunnugt er man ekki hvernig hann sjálfur greiddi atkvæði um þá. Það nýjasta er reyndar að hann hafi annað hvort kosið með samningunum eða skilað auðu. Sem sagt allavega ekki á móti þeim. Hið sama á við um Evrópusambandið. Baldur hefur um langt árabil verið einhver ötulasti talsmaður þess að Ísland gengi í sambandið. Eftir að hann fór í forsetaframboð hefur hann hins vegar tónað þá afstöðu nokkuð niður og talað á talsvert óljósari nótum í þeim efnum en hann gerði áður. Auðvitað er hugsanlegt að hann hafi einungis kallað eftir inngöngu í Evrópusambandið í gegnum tíðina sem fræðimaður. Mögulega einnig þegar hann kallaði eftir henni úr ræðustól Alþingis sem varaþingmaður Samfylkingarinnar. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun