Segir að Play sé og verði áfram með höfuðstöðvar á Íslandi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. maí 2024 13:34 Einar Örn Ólafsson, forstjóri flugfélagsins Play. Einar Árnason Forstjóri Play vill árétta að flugfélagið sé ekki á förum frá Íslandi. Kjarnastarfsemin sé hér á landi og verði það áfram. Í tengslum við stækkunarfasa félagsins séu hins vegar uppi hugmyndir um að tvær til þrjár flugvélar verði staðsettar í öðru landi. Í gær birtist viðtal við Einar Örn Ólafsson, forstjóra Play, í flugfréttamiðlinum Flightglobal þar sem fram komu ýmsar hugmyndir um framtíð félagsins í tengslum við stækkun flugflotans. Einari finnst þó ýmislegt hafa misfarist í túlkun blaðamannsins og sumt tekið of bókstaflega. „Það sem ég segi við hann er að við höfum gefið það út að við ætlum að tvöfalda flugflotann okkar á næstu fjórum til fimm árum og fara með þetta upp í átján til tuttugu vélar, og okkur finnst ekkert ótrúlegt - þó engin ákvörðun hafi verið tekin um slíkt - að tvær til þrjár þeirra verði staðsettar annars staðar en á Íslandi og fljúgi þá frekar til Íslands frekar en frá Íslandi. Við erum nú þegar með nokkur flug daglega, að jafnaði, til Spánar og til hinna ýmsu staða; Barcelona, Madrid, Alicante, Tenerife, Malaga, Mallorca, þetta er út um allt. Við erum þegar með nokkur flug á dag til Spánar og það er ekkert sem kemur í veg fyrir að við snúum þessu við og fljúgum frekar frá Spáni til Íslands.“ Ýmsir kostir geti verið fólgnir í því að hafa tvær til þrjár flugvélar á Spáni. „Þetta myndi þá hugsanlega þýða að við værum þá að fljúga frá þessum stöðum líka til annarra staða í Evrópu heldur en til Íslands en ennþá eru þetta nú bara svona fabúleringar um hvert vöxturinn gæti leitt okkur. Þetta hefði auðvitað ekki áhrif á þá starfsemi sem fer fram á Íslandi því auðvitað myndu vélar sem eru staðsettar á Spáni ekki fljúga milli Íslands og Kaupmannahafnar eða Íslands og Bandaríkjanna, þannig að þetta hefur ekki áhrif á þá starfsemi sem fer fram hér. Hún mun eftir sem áður vaxa en hluti af vexti félagsins kann að fara fram með þeim hætti að við staðsetjum vélar utan Íslands.“ Félagið sé íslenskt og verði með sínar höfuðstöðvar hér. „Kjarni félagsins er að fljúga með ferðamenn til og frá Íslandi og reyndar yfir Atlantshafið með viðkomu á Íslandi. Það er kjarninn í starfseminni og þessu verður ekki sinnt öðruvísi en með því að aðalstarfsemin verði á Íslandi.“ Fréttir af flugi Play Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Forstjóri Play íhugar að fljúga frekar til Íslands en frá Forstjóri Play hefur velt upp möguleikanum á því að koma á fót heimavelli annars staðar en á Íslandi, til dæmis á Spáni. Þannig væri hægt að fljúga frá Spáni til Íslands með spænska áhöfn. 15. maí 2024 18:00 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Þröstur tekur við Bændablaðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Sjá meira
Í gær birtist viðtal við Einar Örn Ólafsson, forstjóra Play, í flugfréttamiðlinum Flightglobal þar sem fram komu ýmsar hugmyndir um framtíð félagsins í tengslum við stækkun flugflotans. Einari finnst þó ýmislegt hafa misfarist í túlkun blaðamannsins og sumt tekið of bókstaflega. „Það sem ég segi við hann er að við höfum gefið það út að við ætlum að tvöfalda flugflotann okkar á næstu fjórum til fimm árum og fara með þetta upp í átján til tuttugu vélar, og okkur finnst ekkert ótrúlegt - þó engin ákvörðun hafi verið tekin um slíkt - að tvær til þrjár þeirra verði staðsettar annars staðar en á Íslandi og fljúgi þá frekar til Íslands frekar en frá Íslandi. Við erum nú þegar með nokkur flug daglega, að jafnaði, til Spánar og til hinna ýmsu staða; Barcelona, Madrid, Alicante, Tenerife, Malaga, Mallorca, þetta er út um allt. Við erum þegar með nokkur flug á dag til Spánar og það er ekkert sem kemur í veg fyrir að við snúum þessu við og fljúgum frekar frá Spáni til Íslands.“ Ýmsir kostir geti verið fólgnir í því að hafa tvær til þrjár flugvélar á Spáni. „Þetta myndi þá hugsanlega þýða að við værum þá að fljúga frá þessum stöðum líka til annarra staða í Evrópu heldur en til Íslands en ennþá eru þetta nú bara svona fabúleringar um hvert vöxturinn gæti leitt okkur. Þetta hefði auðvitað ekki áhrif á þá starfsemi sem fer fram á Íslandi því auðvitað myndu vélar sem eru staðsettar á Spáni ekki fljúga milli Íslands og Kaupmannahafnar eða Íslands og Bandaríkjanna, þannig að þetta hefur ekki áhrif á þá starfsemi sem fer fram hér. Hún mun eftir sem áður vaxa en hluti af vexti félagsins kann að fara fram með þeim hætti að við staðsetjum vélar utan Íslands.“ Félagið sé íslenskt og verði með sínar höfuðstöðvar hér. „Kjarni félagsins er að fljúga með ferðamenn til og frá Íslandi og reyndar yfir Atlantshafið með viðkomu á Íslandi. Það er kjarninn í starfseminni og þessu verður ekki sinnt öðruvísi en með því að aðalstarfsemin verði á Íslandi.“
Fréttir af flugi Play Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Forstjóri Play íhugar að fljúga frekar til Íslands en frá Forstjóri Play hefur velt upp möguleikanum á því að koma á fót heimavelli annars staðar en á Íslandi, til dæmis á Spáni. Þannig væri hægt að fljúga frá Spáni til Íslands með spænska áhöfn. 15. maí 2024 18:00 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Þröstur tekur við Bændablaðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Sjá meira
Forstjóri Play íhugar að fljúga frekar til Íslands en frá Forstjóri Play hefur velt upp möguleikanum á því að koma á fót heimavelli annars staðar en á Íslandi, til dæmis á Spáni. Þannig væri hægt að fljúga frá Spáni til Íslands með spænska áhöfn. 15. maí 2024 18:00