Hugrekki Vilborg Gunnarsdóttir skrifar 15. maí 2024 15:00 Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi skrifaði bók sem gefin var út sl. haust og fjallaði um hugrekki. Því hefur lengi verið haldið fram að við séum hugrökk þjóð en ég velti fyrir mér hvort okkur sé farið að förlast; séum jafnvel orðin leiðitöm. Ég held að ástæðan sé sú að við höfum leyft samfélagsmiðlunum að ná tökum á okkur og gera okkur upp skoðanir á öllu og engu. Þeir svipta okkur hugrekkinu til að vera við sjálf og standa með því sem við trúum á og teljum rétt. Svo eru það skoðanakannanirnar. Við erum mötuð af upplýsingum sem eru mjög misjafnlega vel túlkaðar og fram settar. Það kemur t.d. sjaldnast fram hvernig könnunin var framkvæmd, hvernig úrtakið var fengið og hversu margir höfðu gert um hug sinn. Þessar “niðurstöður” eru svo notaðar þegar sjónvarpsstöðvarnar og ljósvakamiðlarnir velja til sín viðmælendur meðal frambjóðenda. Við teljum okkur í dag búa í lýðræðisþjóðfélagi þar sem pláss er fyrir allar skoðanir, ekki síst á miðlum landsins. Yfirstandandi kosningabarátta hefur leitt annað í ljós og rótgrónir fjölmiðlar hafa sýnt ótrúlega hlutdrægni – meiri en ég hef séð lengi. En þeir hafa snúð við blaðinu sem er gott. Það er auðvelt að detta í þá gryfju að láta þetta allt fara í taugarnar á sér og sjá ekki ljósið. Ég veit að næst þegar ég hitti Höllu Tómasdóttir mun hún breiða, brosandi út faðminn og biðja mig um að líta upp og vera bjartsýn. Hún mun hvetja mig til að horfa á það jákvæða. Hvetja mig til að vera hugrökk og sjá glasið hálf fullt. Þannig forseti verður hún. Hún mun hvetja okkur áfram til góðra verka og taka á dagskrá mikilvæg mál. Halla mun leggja sitt á vogaskálarnar varðandi mál sem snerta jafnrétti, umhverfismál og velferð komandi kynslóða og koma þeim á dagskrá. Á erfiðum stundum mun hún á sinn einstaka, hlýja og heillandi hátt stappa í okkur stálinu og þjappa þjóðinni saman. Þessa dagana finnum við sem styðjum Höllu Tómasdóttur mikinn meðbyr og með honum eykst áhugi fjölmiðla – sem betur fer. Ég hlakka til að fylgjast með málefnalegri umræðu þessar síðustu vikur fram að kosningum og halda áfram að leggja mitt á vogarskálarnar svo Íslendingar fái þann forseta sem þeir eiga skilið. Höfundur er stuðningsmaður Höllu Tómasdóttur forsetaframbjóðanda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi skrifaði bók sem gefin var út sl. haust og fjallaði um hugrekki. Því hefur lengi verið haldið fram að við séum hugrökk þjóð en ég velti fyrir mér hvort okkur sé farið að förlast; séum jafnvel orðin leiðitöm. Ég held að ástæðan sé sú að við höfum leyft samfélagsmiðlunum að ná tökum á okkur og gera okkur upp skoðanir á öllu og engu. Þeir svipta okkur hugrekkinu til að vera við sjálf og standa með því sem við trúum á og teljum rétt. Svo eru það skoðanakannanirnar. Við erum mötuð af upplýsingum sem eru mjög misjafnlega vel túlkaðar og fram settar. Það kemur t.d. sjaldnast fram hvernig könnunin var framkvæmd, hvernig úrtakið var fengið og hversu margir höfðu gert um hug sinn. Þessar “niðurstöður” eru svo notaðar þegar sjónvarpsstöðvarnar og ljósvakamiðlarnir velja til sín viðmælendur meðal frambjóðenda. Við teljum okkur í dag búa í lýðræðisþjóðfélagi þar sem pláss er fyrir allar skoðanir, ekki síst á miðlum landsins. Yfirstandandi kosningabarátta hefur leitt annað í ljós og rótgrónir fjölmiðlar hafa sýnt ótrúlega hlutdrægni – meiri en ég hef séð lengi. En þeir hafa snúð við blaðinu sem er gott. Það er auðvelt að detta í þá gryfju að láta þetta allt fara í taugarnar á sér og sjá ekki ljósið. Ég veit að næst þegar ég hitti Höllu Tómasdóttir mun hún breiða, brosandi út faðminn og biðja mig um að líta upp og vera bjartsýn. Hún mun hvetja mig til að horfa á það jákvæða. Hvetja mig til að vera hugrökk og sjá glasið hálf fullt. Þannig forseti verður hún. Hún mun hvetja okkur áfram til góðra verka og taka á dagskrá mikilvæg mál. Halla mun leggja sitt á vogaskálarnar varðandi mál sem snerta jafnrétti, umhverfismál og velferð komandi kynslóða og koma þeim á dagskrá. Á erfiðum stundum mun hún á sinn einstaka, hlýja og heillandi hátt stappa í okkur stálinu og þjappa þjóðinni saman. Þessa dagana finnum við sem styðjum Höllu Tómasdóttur mikinn meðbyr og með honum eykst áhugi fjölmiðla – sem betur fer. Ég hlakka til að fylgjast með málefnalegri umræðu þessar síðustu vikur fram að kosningum og halda áfram að leggja mitt á vogarskálarnar svo Íslendingar fái þann forseta sem þeir eiga skilið. Höfundur er stuðningsmaður Höllu Tómasdóttur forsetaframbjóðanda.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar