Við unga fólkið viljum fá sæti við borðið Selma Rós Axelsdóttir skrifar 15. maí 2024 11:01 Lýðræði er ekki sjálfsagt og er mikilvægt að við minnumst forfeðra okkar sem börðust til fjölda ára fyrir þeim réttindum sem við njótum í dag. Það er svo mikil fegurð í því að á kosningardag fá allar raddir að heyrast til jafns og þó að við hökum í ólíka reiti á kjörseðlinum þá eigum við það sameiginlegt að við eigum öll eitt atkvæði. Þess vegna er svo mikilvægt að við nýtum lýðræðið okkar, kjósum með hjartanu og leyfum ekki utanaðkomandi öflum að hafa áhrif á val okkar hvort sem það eru ólýðræðislegar skoðanakannanir eða skoðanir annarra. Fyrir hverjar kosningar frá því ég öðlaðist kosningarrétt fyrir 9 árum, hef ég lagt mikið kapp á að sinna lýðræðislegum skyldum mínum og kynnt mér vel þau framboð sem hafa verð í boði hverju sinni. Hins vegar hef ég orðið fyrir miklum vonbrigðum með hvað málefni ungs fólks hafa oft fallið milli hluta. Mikið er rætt um börn og ungmenni, heimilin í landinu og eldri borgara. Ég verandi í kringum tvítugt, fann mig hvergi innan þessara hópa. Þá var ég ekki lengur barn eða unglingur heldur fullorðin í skilgreiningi laga og það sem mig dreymdi um að geta eignast mitt eigið heimili. Ég held ég þurfi ekki að útskýra ástandið á fasteignamarkaðnum, þið vitið hvað ég meina. Hlutir sem ég í barnæsku áleit bara eðlilegan gang lífsins og hlakkaði til virðist á köflum ómögulegt í nútíma samfélagi. Afhverju er andleg heilsa ungs fólks í molum? Afhverju eru ekki að fæðast jafn mörg börn og áður? Afhverju er fólk ekki að flytja að heiman fyrr en í kringum þrítugt? Afhverju er sprenging í geðlyfjanotkun á Íslandi? Afhverju eru strákar hættir að mennta sig? o.s.frv. En hafið þið prófað að spyrja unga fólkið af hverju þetta hefur þróast svona? Við unga fólkið höfum nefnilega ýmislegt til málanna að leggja en oft er eins og við tölum fyrir daufum eyrum. Okkur skortir vettvanginn til að hafa áhrif og eyru til að hlusta á okkur. Þess vegna er mikið fagnaðarefni hvernig Halla Tómasdóttir hefur ljáð okkur eyra. Ég varð smá klökk þegar ég heyrði Höllu Tómasdóttur tala um málefni ungs fólks og mikilvægi þess að gefa okkur sæti við borðið og skapa vettvang fyrir ungt fólk til að hafa rödd. Uppfull af þakklæti og auðmýkt upplifði ég í fyrsta sinn frá því ég öðlaðist kosningarétt ákveðna viðurkenningu. Viðurkenningu á því að við unga fólkið skiptum líka máli núna, en ekki bara þegar við tökum við keflinu þegar að því kemur. En svo því sé haldið til haga, þá ber ég ómælda virðingu fyrir eldri kynslóðinni okkar, visku þeirra og reynslu sem við þurfum að meta að verðleikum. Þar kemur Halla Tómasdóttir með þetta dásamlega hugtak sem mér þykir alveg einstaklega fallegt og mikilvægt - kynslóða jafnrétti. Kynslóða jafnrétti snýr að því að allar kynslóðir samfélagsins hljóti þá virðingu sem þær eiga skilið og fái sæti við borðið til að eiga samtal um hvernig við sem þjóð viljum móta framtíð Íslands. Halla Tómasdóttir er hugrökk og óhrædd við að láta til sín taka en framar öllu hlustar hún á þjóðina. Hún hefur sýnt það síðustu vikur að hún vill eiga samtal við þjóðina svo við sem þjóð getum myndað okkar langtímasýn og virkjað þannig lýðræðið. Þannig fáum við að móta áttavita sem leiðir stjórnvöld í þá átt sem endurspeglar vilja þjóðarinnar. En með því fáum við, þjóðin, tækifæri til að hafa áhrif á örlög okkar svo þau liggi ekki einungis í höndum stjórnvalda. Á meðan aðrir frambjóðendur keppast við að fullyrða um hvað „forsetinn eigi að vera“ þá er Halla Tómasdóttir nú þegar nákvæmlega það sem „forsetinn á að vera“. Þess vegna treysti ég henni best til að vera forseti allra kynslóða og leiða okkur saman í áttina að bjartari framtíð. En eins og Halla Tómasdóttir sagði svo rétttilega „Við eigum ekki að skipa okkur í lið. Því það er bara eitt lið, - Áfram Ísland“. Höfundur er háskólanemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Lýðræði er ekki sjálfsagt og er mikilvægt að við minnumst forfeðra okkar sem börðust til fjölda ára fyrir þeim réttindum sem við njótum í dag. Það er svo mikil fegurð í því að á kosningardag fá allar raddir að heyrast til jafns og þó að við hökum í ólíka reiti á kjörseðlinum þá eigum við það sameiginlegt að við eigum öll eitt atkvæði. Þess vegna er svo mikilvægt að við nýtum lýðræðið okkar, kjósum með hjartanu og leyfum ekki utanaðkomandi öflum að hafa áhrif á val okkar hvort sem það eru ólýðræðislegar skoðanakannanir eða skoðanir annarra. Fyrir hverjar kosningar frá því ég öðlaðist kosningarrétt fyrir 9 árum, hef ég lagt mikið kapp á að sinna lýðræðislegum skyldum mínum og kynnt mér vel þau framboð sem hafa verð í boði hverju sinni. Hins vegar hef ég orðið fyrir miklum vonbrigðum með hvað málefni ungs fólks hafa oft fallið milli hluta. Mikið er rætt um börn og ungmenni, heimilin í landinu og eldri borgara. Ég verandi í kringum tvítugt, fann mig hvergi innan þessara hópa. Þá var ég ekki lengur barn eða unglingur heldur fullorðin í skilgreiningi laga og það sem mig dreymdi um að geta eignast mitt eigið heimili. Ég held ég þurfi ekki að útskýra ástandið á fasteignamarkaðnum, þið vitið hvað ég meina. Hlutir sem ég í barnæsku áleit bara eðlilegan gang lífsins og hlakkaði til virðist á köflum ómögulegt í nútíma samfélagi. Afhverju er andleg heilsa ungs fólks í molum? Afhverju eru ekki að fæðast jafn mörg börn og áður? Afhverju er fólk ekki að flytja að heiman fyrr en í kringum þrítugt? Afhverju er sprenging í geðlyfjanotkun á Íslandi? Afhverju eru strákar hættir að mennta sig? o.s.frv. En hafið þið prófað að spyrja unga fólkið af hverju þetta hefur þróast svona? Við unga fólkið höfum nefnilega ýmislegt til málanna að leggja en oft er eins og við tölum fyrir daufum eyrum. Okkur skortir vettvanginn til að hafa áhrif og eyru til að hlusta á okkur. Þess vegna er mikið fagnaðarefni hvernig Halla Tómasdóttir hefur ljáð okkur eyra. Ég varð smá klökk þegar ég heyrði Höllu Tómasdóttur tala um málefni ungs fólks og mikilvægi þess að gefa okkur sæti við borðið og skapa vettvang fyrir ungt fólk til að hafa rödd. Uppfull af þakklæti og auðmýkt upplifði ég í fyrsta sinn frá því ég öðlaðist kosningarétt ákveðna viðurkenningu. Viðurkenningu á því að við unga fólkið skiptum líka máli núna, en ekki bara þegar við tökum við keflinu þegar að því kemur. En svo því sé haldið til haga, þá ber ég ómælda virðingu fyrir eldri kynslóðinni okkar, visku þeirra og reynslu sem við þurfum að meta að verðleikum. Þar kemur Halla Tómasdóttir með þetta dásamlega hugtak sem mér þykir alveg einstaklega fallegt og mikilvægt - kynslóða jafnrétti. Kynslóða jafnrétti snýr að því að allar kynslóðir samfélagsins hljóti þá virðingu sem þær eiga skilið og fái sæti við borðið til að eiga samtal um hvernig við sem þjóð viljum móta framtíð Íslands. Halla Tómasdóttir er hugrökk og óhrædd við að láta til sín taka en framar öllu hlustar hún á þjóðina. Hún hefur sýnt það síðustu vikur að hún vill eiga samtal við þjóðina svo við sem þjóð getum myndað okkar langtímasýn og virkjað þannig lýðræðið. Þannig fáum við að móta áttavita sem leiðir stjórnvöld í þá átt sem endurspeglar vilja þjóðarinnar. En með því fáum við, þjóðin, tækifæri til að hafa áhrif á örlög okkar svo þau liggi ekki einungis í höndum stjórnvalda. Á meðan aðrir frambjóðendur keppast við að fullyrða um hvað „forsetinn eigi að vera“ þá er Halla Tómasdóttir nú þegar nákvæmlega það sem „forsetinn á að vera“. Þess vegna treysti ég henni best til að vera forseti allra kynslóða og leiða okkur saman í áttina að bjartari framtíð. En eins og Halla Tómasdóttir sagði svo rétttilega „Við eigum ekki að skipa okkur í lið. Því það er bara eitt lið, - Áfram Ísland“. Höfundur er háskólanemi.
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun