Sagði sína menn hafa þurft að þjást og hrósaði varamarkverðinum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. maí 2024 22:31 Pep Guardiola hrósaði Stefan Ortega í hástert. Justin Setterfield/Getty Images „Það eru miklar tilfinningar til staðar í svona leikjum og því getur maður oft ekki spilað sinn besta leik,“ sagði Pep Guardiola, þjálfari Englandsmeistara Manchester City, eftir 2-0 sigur liðsins á Tottenham Hotspur í kvöld. Sá sigur skilar liðinu á topp deildarinnar þegar ein umferð er eftir af tímabilinu. Varðandi spennustigið þá sagði Pep að ákafi mótherjans spilaði inn í sem og gæðin sem þeir kæmu með. Tottenham hafði einnig að öllu að keppa en liðið þurfti sigur til að halda draumi sínum um að spila í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð á lífi. Það gekk ekki og Aston Villa er komið aftur í deild þeirra bestu eftir langa bið. Aston Villa Football Club.Back on Europe’s biggest stage.#UCL // @ChampionsLeague pic.twitter.com/axW43889au— Aston Villa (@AVFCOfficial) May 14, 2024 „Þeir eru með frábært lið. Líkamlega sterkir, spila af miklum ákafa, vel þjálfaðir, góðir með og án bolta,“ sagði Pep um lið Tottenham og hélt áfram. „Við vissum að þetta yrði erfiður leikur en við héldum haus á erfiðum augnablikum og markverðirnir okkar gerðu sitt. Á endanum þá refsuðum við þeim á réttu augnabliki.“ Stefan Ortega kom inn af bekknum þegar Ederson meiddist um miðjan síðari hálfleik og átti einfaldlega stórlek í markinu. Hann varði til að mynda meistaralega þegar Son Heung-min slapp einn í gegn. „Hann hefur gert þetta síðan hann kom fyrst til okkar. Við höfum séð gæðin sem hann býr yfir. Hann hefur svo oft átt ótrúlegar markvörslur. Spurs er svo fljótt fram á við með Dejan Kulusevski, James Maddison, Son, Ben Johnson ásamt Pedro Porro og Pape Sarr. Þeir búa yfir gríðarlega mörgum vopnum.“ What a performance from #Ortega!It is never easy coming off the bench as a goalkeeper & #Ortega stepped up in 3 big moments & made 3 big saves, all when the score was 1-0!Saves: 3Expected Saves: 1.93Goals Prevented: +1.07A title winning performance for #MCFC!#TOTMCI pic.twitter.com/FpEL6viCPL— John Harrison (@Jhdharrison1) May 14, 2024 „Við vissum að við þyrftum að þjást en það gefur okkur líf að fá að spila einn leik til viðbótar á heimavelli á sunnudaginn.“ Man City mætir West Ham United á sunnudaginn kemur. Pep segir ekkert nema sigur koma til greina og að leikmenn séu alls ekki byrjaðir að fagna. „Leikmenn vita að þetta er ekki búið, fagnaðarlætin eru ekki hafin. Við erum glaðir og okkur er létt því við vildum vera á toppnum fyrir lokaumferðina. Við vitum að við höfum verk að vinna og stuðningsfólkið mun styðja við okkur. Við þurfum að undirbúa okkur vel, einbeita okkur og gera okkar besta,“ sagði Pep að lokum. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið Sjá meira
Varðandi spennustigið þá sagði Pep að ákafi mótherjans spilaði inn í sem og gæðin sem þeir kæmu með. Tottenham hafði einnig að öllu að keppa en liðið þurfti sigur til að halda draumi sínum um að spila í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð á lífi. Það gekk ekki og Aston Villa er komið aftur í deild þeirra bestu eftir langa bið. Aston Villa Football Club.Back on Europe’s biggest stage.#UCL // @ChampionsLeague pic.twitter.com/axW43889au— Aston Villa (@AVFCOfficial) May 14, 2024 „Þeir eru með frábært lið. Líkamlega sterkir, spila af miklum ákafa, vel þjálfaðir, góðir með og án bolta,“ sagði Pep um lið Tottenham og hélt áfram. „Við vissum að þetta yrði erfiður leikur en við héldum haus á erfiðum augnablikum og markverðirnir okkar gerðu sitt. Á endanum þá refsuðum við þeim á réttu augnabliki.“ Stefan Ortega kom inn af bekknum þegar Ederson meiddist um miðjan síðari hálfleik og átti einfaldlega stórlek í markinu. Hann varði til að mynda meistaralega þegar Son Heung-min slapp einn í gegn. „Hann hefur gert þetta síðan hann kom fyrst til okkar. Við höfum séð gæðin sem hann býr yfir. Hann hefur svo oft átt ótrúlegar markvörslur. Spurs er svo fljótt fram á við með Dejan Kulusevski, James Maddison, Son, Ben Johnson ásamt Pedro Porro og Pape Sarr. Þeir búa yfir gríðarlega mörgum vopnum.“ What a performance from #Ortega!It is never easy coming off the bench as a goalkeeper & #Ortega stepped up in 3 big moments & made 3 big saves, all when the score was 1-0!Saves: 3Expected Saves: 1.93Goals Prevented: +1.07A title winning performance for #MCFC!#TOTMCI pic.twitter.com/FpEL6viCPL— John Harrison (@Jhdharrison1) May 14, 2024 „Við vissum að við þyrftum að þjást en það gefur okkur líf að fá að spila einn leik til viðbótar á heimavelli á sunnudaginn.“ Man City mætir West Ham United á sunnudaginn kemur. Pep segir ekkert nema sigur koma til greina og að leikmenn séu alls ekki byrjaðir að fagna. „Leikmenn vita að þetta er ekki búið, fagnaðarlætin eru ekki hafin. Við erum glaðir og okkur er létt því við vildum vera á toppnum fyrir lokaumferðina. Við vitum að við höfum verk að vinna og stuðningsfólkið mun styðja við okkur. Við þurfum að undirbúa okkur vel, einbeita okkur og gera okkar besta,“ sagði Pep að lokum.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið Sjá meira