Má ég taka þátt … í lífinu? Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar 14. maí 2024 07:00 Heilbrigðishópur ÖBÍ réttindasamtaka stendur fyrir hádegisfundi um endurskoðun á hjálpartækjahugtakinu 14. maí á Hótel Grand, milli 12:00 og 13:30. Þar mun Alma Ýr Ingólfsdóttir, formaður ÖBÍ réttindasamtaka, flytja erindi um hjálpartækjahugtakið og samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Samningurinn snýr að einstaklingum sem eru með skerðingu af einhverju tagi sem haft getur áhrif á daglegt líf viðkomandi og rétti hvers og eins til sjálfstæðs lífs. En hver ræður hvaða lífsgæði eru nauðsynleg? Hvernig getum við skilgreint hvaða hjálpartækum fatlað fólk hefur aðgang að og þar með í hvaða þáttum lífsins fatlað fólk fær yfir höfuð að taka þátt í? Í september 2019 skilaði starfshópur á vegum heilbrigðisráðuneytis skýrslu um stöðu mála. Megin niðurstaðan var að endurskoða þyrfti reglugerðir er lúta að hjálpartækjum og skilgreiningu á hugtakinu hjálpartæki í samræmi við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Síðan þá hefur lítið breyst. Undanfarin tvö ár hefur vinnuhópur innan ráðuneytisins lagt drög að minniháttar breytingum, sem að mestu snúast um viðbrögð við álitsgerðum frá Umboðsmanni Alþingis. Nokkuð sem í daglegu tali kallast plástrar, fremur en framfarir í raun. Betur má ef duga skal. Heilbrigðishópur ÖBÍ, sem ég er nú formaður í, hefur allan þennan tíma þrýst á frekari breytingar, ekki síst að sjálft hugtakið hjálpartæki sé tekið til gagngerrar endurskoðunar. Og þá um leið íhuga hvort málaflokkurinn eigi nánast eingöngu að heyra undir heilbrigðisráðuneytið eða hvort ekki sé rétt og nauðsynlegt að fleiri opinberir aðilar komi sterkar að málum. Í mörg horn þarf að líta, taka nýjan kúrs og sigla fleyinu heilu í höfn. Það þarf einfaldlega að taka á málum af festu og í samræmi við einróma niðurstöðu starfshópsins sem skilað var fyrir hálfum áratug. Eflaust þarf plástra hér og þar til að halda sjó. En látum það ekki byrgja sýn. Fötlun má aldrei vera fyrirstaða þess að þú fáir að taka fullan þátt í lífinu. Í erindi sínu á hádegisfundinum mun Alma Ýr reifa málin og í framhaldinu gefst færi á frekari umræðum. Fyrir hönd heilbrigðishóps ÖBÍ, býð ég öll velkominn, á staðinn eða fylgjast með í streymi. Í boði verður táknmáls- og rittúlkun. Höfundur er formaður ADHD samtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein ADHD Félagasamtök Málefni fatlaðs fólks Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Heilbrigðismál Vilhjálmur Hjálmarsson Mest lesið Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Heilbrigðishópur ÖBÍ réttindasamtaka stendur fyrir hádegisfundi um endurskoðun á hjálpartækjahugtakinu 14. maí á Hótel Grand, milli 12:00 og 13:30. Þar mun Alma Ýr Ingólfsdóttir, formaður ÖBÍ réttindasamtaka, flytja erindi um hjálpartækjahugtakið og samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Samningurinn snýr að einstaklingum sem eru með skerðingu af einhverju tagi sem haft getur áhrif á daglegt líf viðkomandi og rétti hvers og eins til sjálfstæðs lífs. En hver ræður hvaða lífsgæði eru nauðsynleg? Hvernig getum við skilgreint hvaða hjálpartækum fatlað fólk hefur aðgang að og þar með í hvaða þáttum lífsins fatlað fólk fær yfir höfuð að taka þátt í? Í september 2019 skilaði starfshópur á vegum heilbrigðisráðuneytis skýrslu um stöðu mála. Megin niðurstaðan var að endurskoða þyrfti reglugerðir er lúta að hjálpartækjum og skilgreiningu á hugtakinu hjálpartæki í samræmi við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Síðan þá hefur lítið breyst. Undanfarin tvö ár hefur vinnuhópur innan ráðuneytisins lagt drög að minniháttar breytingum, sem að mestu snúast um viðbrögð við álitsgerðum frá Umboðsmanni Alþingis. Nokkuð sem í daglegu tali kallast plástrar, fremur en framfarir í raun. Betur má ef duga skal. Heilbrigðishópur ÖBÍ, sem ég er nú formaður í, hefur allan þennan tíma þrýst á frekari breytingar, ekki síst að sjálft hugtakið hjálpartæki sé tekið til gagngerrar endurskoðunar. Og þá um leið íhuga hvort málaflokkurinn eigi nánast eingöngu að heyra undir heilbrigðisráðuneytið eða hvort ekki sé rétt og nauðsynlegt að fleiri opinberir aðilar komi sterkar að málum. Í mörg horn þarf að líta, taka nýjan kúrs og sigla fleyinu heilu í höfn. Það þarf einfaldlega að taka á málum af festu og í samræmi við einróma niðurstöðu starfshópsins sem skilað var fyrir hálfum áratug. Eflaust þarf plástra hér og þar til að halda sjó. En látum það ekki byrgja sýn. Fötlun má aldrei vera fyrirstaða þess að þú fáir að taka fullan þátt í lífinu. Í erindi sínu á hádegisfundinum mun Alma Ýr reifa málin og í framhaldinu gefst færi á frekari umræðum. Fyrir hönd heilbrigðishóps ÖBÍ, býð ég öll velkominn, á staðinn eða fylgjast með í streymi. Í boði verður táknmáls- og rittúlkun. Höfundur er formaður ADHD samtakanna.
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar