Fury eldri blóðugur í aðdraganda sögulegs bardaga Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. maí 2024 22:01 John Fury elskar athygli. Getty Images/@MichaelBensonn John Fury, faðir hnefaleikakappans Tyson Fury, stal senunni í aðdraganda sögulegs hnefaleikabardaga Tyson og Oleksandr Usyk frá Úkraínu á laugardaginn kemur. Bardaginn er sögulegur fyrir þær sakir að í fyrsta skipti verður keppt um öll fjögur beltin - WBC, WBA, IBF og WBO - í þungavigtinni. Þá er ljóst að báðir fara heim með sand af seðlum en ekki hefur verið staðfest hversu háar upphæðir eru í spilinu. Fury hafði þó lagt hanskana á hilluan og gaf opinberlega út að hann myndi ekki keppa aftur nema fyrir dágóða summu. Bardaginn fer fram í Riyadh í Sádi-Arabíu á laugardaginn en fram að því þurfa báðir að mæta í fjölda viðtala og svo vigtun skömmu fyrir helgi. Í dag, mánudag, voru kapparnir í viðtölum þegar allt fór fjandans til. Ekki á milli Usyk og Tyson heldur á milli Fury eldri, John, og eins úr starfsliði Usyk. Í frétt Sky Sports segir að Fury eldri hafi skallað undirmann Usyk með þeim afleiðingum að það blæddi úr enni Fury eldri. Tyson sá ekki hvað gerðist og segist ekki vera í Sádi-Arabíu til að standa í rugli sem þessu. „Ég sá ekki neitt. Ég var í viðtali og ég er ekki hér fyrir þetta. Ég er hér til að klára dæmið og fara svo heim að hvíla mig.“ ‼️ Tyson Fury rips into Oleksandr Usyk after a jibe from his promoter Alex Krassyuk: "You f***ing p***y, you're getting knocked spark out."[🎥 @Queensberry] pic.twitter.com/m1reVSqoLB— Michael Benson (@MichaelBensonn) November 16, 2023 Í frétt Sky Sports segir einnig að yfirvöld í Sádi-Arabíu hafi staðfest að engin kæra hafi verið lögð fram og málinu sé lokið af þeirra hálfu. Fury eldri er ekki á sama máli og sagði það hreintút við Sky Sports. Hann sagði að starfslið mótherjans hefði sýnt syni hans - besta þungavigtar hnefaleikakappa sem íþróttin hefur séð – vanvirðingu. „Þeir mættu með allt þetta kjaftæði beint í andlitið á mér, voru að reyna vera sniðugir. Komu inn í mitt persónulega rými, ég var ekki að gera þeim neitt heldur eingöngu að syngja nafn sonar míns. Þeir komu nær og nær, ég er stríðsmaður og þetta er það sem við gerum. Ef þú kemur inn í mitt persónulega rými þá færðu það sem þú átt skilið.“ ‼️ Full, close-up video of John Fury's headbutt clash with Oleksandr Usyk's team which left him bleeding today…[🎥 Serge Lapin] pic.twitter.com/ctlylkIszH— Michael Benson (@MichaelBensonn) May 13, 2024 „Þetta snýst ekki um bardagann, við höfum gert allt sem við getum. Tyson er á góðum stað. Þú sérð á laugardaginn að hann er sá besti frá upphafi. Ef þú sýnir okkur vanvirðingu þá tölum við hvorki né öskrum heldur …,“ sagði Fury eldri og smellti krepptum hnefanum í lúkuna á hinni hendinni. Alex Krassyuk, sem sér um fjölmiðlamál fyrir Usyk, sagði að hann væri til í afsökunarbeiðni frá Fury eldri en ef marka má viðtalið hér að neðan er hún ekki á leiðinni. 🗣️ 'They came into my space!’ Tyson Fury’s father John Fury gives his perspective of the clash between himself and Oleksandr Usyk’s camp in Riyadh pic.twitter.com/uXACHAdhHm— Sky Sports Boxing (@SkySportsBoxing) May 13, 2024 Bardaginn fer fram á laugardag, þann 18. maí, og er sögulegur þar sem fjögur belti eru í boði. Hver veit nema nokkuð sögulegt gerist einngi í aðdraganda hans. Box Sádi-Arabía Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Leik lokið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Handbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ Leik lokið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu „Þetta var bara skita“ Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi „Við eigum ennþá möguleika“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Arna Sif aftur heim Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Íslenskur dómari dæmir á fimleikamóti í Kína Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn „Þjálfun snýst um samskipti“ Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Sjá meira
Bardaginn er sögulegur fyrir þær sakir að í fyrsta skipti verður keppt um öll fjögur beltin - WBC, WBA, IBF og WBO - í þungavigtinni. Þá er ljóst að báðir fara heim með sand af seðlum en ekki hefur verið staðfest hversu háar upphæðir eru í spilinu. Fury hafði þó lagt hanskana á hilluan og gaf opinberlega út að hann myndi ekki keppa aftur nema fyrir dágóða summu. Bardaginn fer fram í Riyadh í Sádi-Arabíu á laugardaginn en fram að því þurfa báðir að mæta í fjölda viðtala og svo vigtun skömmu fyrir helgi. Í dag, mánudag, voru kapparnir í viðtölum þegar allt fór fjandans til. Ekki á milli Usyk og Tyson heldur á milli Fury eldri, John, og eins úr starfsliði Usyk. Í frétt Sky Sports segir að Fury eldri hafi skallað undirmann Usyk með þeim afleiðingum að það blæddi úr enni Fury eldri. Tyson sá ekki hvað gerðist og segist ekki vera í Sádi-Arabíu til að standa í rugli sem þessu. „Ég sá ekki neitt. Ég var í viðtali og ég er ekki hér fyrir þetta. Ég er hér til að klára dæmið og fara svo heim að hvíla mig.“ ‼️ Tyson Fury rips into Oleksandr Usyk after a jibe from his promoter Alex Krassyuk: "You f***ing p***y, you're getting knocked spark out."[🎥 @Queensberry] pic.twitter.com/m1reVSqoLB— Michael Benson (@MichaelBensonn) November 16, 2023 Í frétt Sky Sports segir einnig að yfirvöld í Sádi-Arabíu hafi staðfest að engin kæra hafi verið lögð fram og málinu sé lokið af þeirra hálfu. Fury eldri er ekki á sama máli og sagði það hreintút við Sky Sports. Hann sagði að starfslið mótherjans hefði sýnt syni hans - besta þungavigtar hnefaleikakappa sem íþróttin hefur séð – vanvirðingu. „Þeir mættu með allt þetta kjaftæði beint í andlitið á mér, voru að reyna vera sniðugir. Komu inn í mitt persónulega rými, ég var ekki að gera þeim neitt heldur eingöngu að syngja nafn sonar míns. Þeir komu nær og nær, ég er stríðsmaður og þetta er það sem við gerum. Ef þú kemur inn í mitt persónulega rými þá færðu það sem þú átt skilið.“ ‼️ Full, close-up video of John Fury's headbutt clash with Oleksandr Usyk's team which left him bleeding today…[🎥 Serge Lapin] pic.twitter.com/ctlylkIszH— Michael Benson (@MichaelBensonn) May 13, 2024 „Þetta snýst ekki um bardagann, við höfum gert allt sem við getum. Tyson er á góðum stað. Þú sérð á laugardaginn að hann er sá besti frá upphafi. Ef þú sýnir okkur vanvirðingu þá tölum við hvorki né öskrum heldur …,“ sagði Fury eldri og smellti krepptum hnefanum í lúkuna á hinni hendinni. Alex Krassyuk, sem sér um fjölmiðlamál fyrir Usyk, sagði að hann væri til í afsökunarbeiðni frá Fury eldri en ef marka má viðtalið hér að neðan er hún ekki á leiðinni. 🗣️ 'They came into my space!’ Tyson Fury’s father John Fury gives his perspective of the clash between himself and Oleksandr Usyk’s camp in Riyadh pic.twitter.com/uXACHAdhHm— Sky Sports Boxing (@SkySportsBoxing) May 13, 2024 Bardaginn fer fram á laugardag, þann 18. maí, og er sögulegur þar sem fjögur belti eru í boði. Hver veit nema nokkuð sögulegt gerist einngi í aðdraganda hans.
Box Sádi-Arabía Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Leik lokið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Handbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ Leik lokið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu „Þetta var bara skita“ Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi „Við eigum ennþá möguleika“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Arna Sif aftur heim Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Íslenskur dómari dæmir á fimleikamóti í Kína Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn „Þjálfun snýst um samskipti“ Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Sjá meira