Parið greinir frá þessu á Instagram. „Elsku litli strákurinn okkar kom með hraði í heiminn 09.05,“ skrifar parið á miðlinum. Þau eiga bæði glæstan feril að baki í frjálsíþróttum og urðu meðal annars bæði Íslandsmeistarar árið 2019 í hundrað metra hlaupi.
Parið býr nú í raðhúsi í Kaupmannahöfn. Ari Bragi starfar sem trompetleikari með fremstu jazztónlistarmönnum Damerkur. Á meðan starfar Dórothea sem svæðissölustjóri hjá danska hönnunarfyrirtækinu Design Letters.
Parið hefur búið í Danmörku í þrjú ár, síðan árið 2021. Þau héldu kynjaveislu svo athygli vakti í desember. Þá fengu þau sér köku sem var hvít að utan og kom svo í ljós að hún var blá að innan og drengur þar á ferðinni.