Tekur til varna eftir stuðningsyfirlýsingu við Katrínu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. maí 2024 12:46 Vilhjálmur Birgisson mætir í heimsókn í forsætisráðuneytið þegar Katrín var forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, tekur til varna á Facebook-síðu sinni eftir að hafa upplýst að atkvæði hans í komandi forsetakosningum færi til Katrínar Jakobsdóttur. Yfirlýsingin vakti mikla athygli og var meðal annars spurt hvort einhver óprúttinn hefði komist í tölvu verkalýðsforkólfsins. Innan við þrjár vikur eru til kosninga og hiti að færast í umræðuna. Ekki síst á Facebook þar sem umræða um Katrínu Jakobsdóttur hefur verið mikil. Yfirlýstur stuðningur Víðis Reynissonar, Kára Stefánssonar og Þórólfs Guðnasonar fór öfugt ofan í margan og hið sama má segja þegar Vilhjálmur uppfærði prófílmynd sína með borðanum: Kjósum Katrínu. „Ég get ekki orða bundist yfir sumum athugasemdum sem birtust undir mynd þar sem fram kom að ég ætli persónulega að styðja Katrínu Jakobsdóttur í komandi kosningum til embættis forseta Íslands. Það er sorglegt og dapurlegt að verða vitni að því að sumt fólk skuli ekki virða sjálfstæðan rétt hjá hverjum þeim sem hefur kosningarrétt til að ákveða hvaða aðila það treystir best til að gegna þessu mikilvæga embætti sem forsetaembættið er,“ segir Vilhjálmur. Halla Hrund Logadóttir og Katrín Jakobsdóttir þykja líklegastar sem stendur til að ná kjöri sem forseti Íslands. Halla Hrund þar aðeins líklegri en Katrín. Baldur Þórhallsson keppir við þær stöllur í kapphlaupinu að Bessastöðum.Vísir/Vilhelm „Aldrei myndi ég skipta mér af því hvaða aðila fólk ætlar að styðja opinberlega til embættis forseta Íslands, enda kemur mér það ekkert við. Munum að virða sjálfstæðan rétt hjá hverjum og einum að ákveða hvern frambjóðenda það mun styðja.“ Hann segist aldrei munu taka þá í því að ata skoðun annarra eða aðra frambjóðendur auri. „Ég mun aldrei taka þátt í slíku enda virði ég ætíð sjálfstæðan rétt hvers og eins til að hafa sína skoðun. Hins vegar er ekkert að því að skiptast málefnalega á skoðunum um frambjóðendur en ég geri þá lágmarkskröfu að það byggist á málefnalegum forsendum og án skítkasts. Ég vil taka það skýrt fram að ég deili ekki sömu pólitísku skoðunum og Katrín í mörgum málum þrátt fyrir það tel ég hana góðan kost fyrir íslensku þjóðina sem forseta Íslands.“ Vilhjálmur lýsir samskiptum sínum við Katrínu undanfarin ár og fer yfir kosti hennar. „Það sem ég tel best í hennar fari er að hún er alþýðuleg, laus við hroka, yfirlæti og snobb sem því miður einkennir sumt fólk sem hefur mikil völd og því til viðbótar virðist Katrín eiga afar gott með að leiða saman og vinna með fólki með ólíkar skoðanir.“ Eins og gengur er viðbrögðin við færslu Vilhjálms misjöfn eftir því hvort fólki líst vel á framboð Katrínar eða ekki. Hún hefur iðullega mælst með næstmest fylgi frambjóðenda í könnunum undanfarið en þá hefur komið fram að mörgum líst alls ekki á Katrínu í embættið. Forsetakosningar 2024 Stéttarfélög Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Sjá meira
Innan við þrjár vikur eru til kosninga og hiti að færast í umræðuna. Ekki síst á Facebook þar sem umræða um Katrínu Jakobsdóttur hefur verið mikil. Yfirlýstur stuðningur Víðis Reynissonar, Kára Stefánssonar og Þórólfs Guðnasonar fór öfugt ofan í margan og hið sama má segja þegar Vilhjálmur uppfærði prófílmynd sína með borðanum: Kjósum Katrínu. „Ég get ekki orða bundist yfir sumum athugasemdum sem birtust undir mynd þar sem fram kom að ég ætli persónulega að styðja Katrínu Jakobsdóttur í komandi kosningum til embættis forseta Íslands. Það er sorglegt og dapurlegt að verða vitni að því að sumt fólk skuli ekki virða sjálfstæðan rétt hjá hverjum þeim sem hefur kosningarrétt til að ákveða hvaða aðila það treystir best til að gegna þessu mikilvæga embætti sem forsetaembættið er,“ segir Vilhjálmur. Halla Hrund Logadóttir og Katrín Jakobsdóttir þykja líklegastar sem stendur til að ná kjöri sem forseti Íslands. Halla Hrund þar aðeins líklegri en Katrín. Baldur Þórhallsson keppir við þær stöllur í kapphlaupinu að Bessastöðum.Vísir/Vilhelm „Aldrei myndi ég skipta mér af því hvaða aðila fólk ætlar að styðja opinberlega til embættis forseta Íslands, enda kemur mér það ekkert við. Munum að virða sjálfstæðan rétt hjá hverjum og einum að ákveða hvern frambjóðenda það mun styðja.“ Hann segist aldrei munu taka þá í því að ata skoðun annarra eða aðra frambjóðendur auri. „Ég mun aldrei taka þátt í slíku enda virði ég ætíð sjálfstæðan rétt hvers og eins til að hafa sína skoðun. Hins vegar er ekkert að því að skiptast málefnalega á skoðunum um frambjóðendur en ég geri þá lágmarkskröfu að það byggist á málefnalegum forsendum og án skítkasts. Ég vil taka það skýrt fram að ég deili ekki sömu pólitísku skoðunum og Katrín í mörgum málum þrátt fyrir það tel ég hana góðan kost fyrir íslensku þjóðina sem forseta Íslands.“ Vilhjálmur lýsir samskiptum sínum við Katrínu undanfarin ár og fer yfir kosti hennar. „Það sem ég tel best í hennar fari er að hún er alþýðuleg, laus við hroka, yfirlæti og snobb sem því miður einkennir sumt fólk sem hefur mikil völd og því til viðbótar virðist Katrín eiga afar gott með að leiða saman og vinna með fólki með ólíkar skoðanir.“ Eins og gengur er viðbrögðin við færslu Vilhjálms misjöfn eftir því hvort fólki líst vel á framboð Katrínar eða ekki. Hún hefur iðullega mælst með næstmest fylgi frambjóðenda í könnunum undanfarið en þá hefur komið fram að mörgum líst alls ekki á Katrínu í embættið.
Forsetakosningar 2024 Stéttarfélög Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Sjá meira