„Rússneskum lögum“ hraðað áfram þrátt fyrir hávær mótmæli Kjartan Kjartansson skrifar 13. maí 2024 11:37 Mótmælendur veifuðu georgíska fánanum við þinghúsið í Tíblisi snemma í morgun. Mótmæli gegn rússnesku lögunum hafa verið daglegt brauð undanfarnar vikur. AP/Zurab Tsertsvadze Georgísk þingnefnd afgreiddi umdeild „rússnesk lög“ á rétt rúmri mínútu í morgun þrátt fyrir fjölmenn mótmæli við þinghúsið um helgina sem héldu áfram í dag. Mikil lögregluviðbúnaður er við þinghúsið og frásagnir eru um harkaleg átök lögreglu og mótmælenda. Frumvarp sem skilgreinir félagasamtök og frjálsa fjölmiðla sem útsendara erlendra ríkja ef þeir fá meira en fimmtung tekna sinna erlendis frá hefur vakið hörð viðbrögð í Georgíu. Þau þykja í anda rússneskra laga sem stjórnvöld í Kreml hafa ítrekað notað til þess að bæla niður andóf og þagga niður í fjölmiðlum. Því hafa gagnrýnendur georgíska frumvarpsins uppnefnt það „rússnesku lögin“. Tugir þúsunda manna mótmæltu við þinghúsið í höfuðborginni Tíblisi um helgina. Mótmælin héldu áfram í nótt og fram á morgun þrátt fyrir að lögregla hafi dreift mótmælendum í gær. Þegar þingmenn stjórnarflokksins Georgíska draumsins, sem er hallur undir Rússa, mættu hrópuðu mótmælendur „þrælar“ og „Rússar“ að þeim, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þingmennirnir létu það ekki á sig fá. Þegar málið var tekið fyrir á fundi þingnefndar afgreiddu stjórnarþingmenn það á 67 sekúndum. Að óbreyttu gengur frumvarpið til þriðju og síðustu umræðu á morgun. Mótmælendur hafa heitið því að koma í veg fyrir að frumvarpið verði að lögum. Myndir og myndbönd af átökum mótmælenda og lögreglumanna hafa birst á samfélagsmiðlum í morgun. Mótmælendur hafa áður lýst því hvernig þeir hafi verið beittir ofbeldi og sætt ógnunum lögreglu undanfarnar vikur. Evrópusambandið og Bandaríkjastjórn hafa lýst áhyggjum af framferði georgískra yfirvalda í garð mótmælendanna. #Georgia 🇬🇪 today:As the GD parliament has passed the Foreign Agents Law in a legal reading, students strike across the country. Riot police crack down on the protests, surrounding and beating protesters. pic.twitter.com/YFeLFoYfV9— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) May 13, 2024 Georgía Rússland Mannréttindi Tengdar fréttir Umfangsmikil mótmæli vegna „rússneskra“ laga í Georgíu Umfangsmikil mótmæli hafa átt sér stað í Georgíu þar sem yfirvöld vinna að því að samþykkja ný og mjög svo umdeild lög. Mótmælendum hefur verið mætt af mikilli hörku og hefur komið átaka í Tíblisi bæði fyrir utan þinghúsið og þar inni. 2. maí 2024 15:09 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Sjá meira
Frumvarp sem skilgreinir félagasamtök og frjálsa fjölmiðla sem útsendara erlendra ríkja ef þeir fá meira en fimmtung tekna sinna erlendis frá hefur vakið hörð viðbrögð í Georgíu. Þau þykja í anda rússneskra laga sem stjórnvöld í Kreml hafa ítrekað notað til þess að bæla niður andóf og þagga niður í fjölmiðlum. Því hafa gagnrýnendur georgíska frumvarpsins uppnefnt það „rússnesku lögin“. Tugir þúsunda manna mótmæltu við þinghúsið í höfuðborginni Tíblisi um helgina. Mótmælin héldu áfram í nótt og fram á morgun þrátt fyrir að lögregla hafi dreift mótmælendum í gær. Þegar þingmenn stjórnarflokksins Georgíska draumsins, sem er hallur undir Rússa, mættu hrópuðu mótmælendur „þrælar“ og „Rússar“ að þeim, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þingmennirnir létu það ekki á sig fá. Þegar málið var tekið fyrir á fundi þingnefndar afgreiddu stjórnarþingmenn það á 67 sekúndum. Að óbreyttu gengur frumvarpið til þriðju og síðustu umræðu á morgun. Mótmælendur hafa heitið því að koma í veg fyrir að frumvarpið verði að lögum. Myndir og myndbönd af átökum mótmælenda og lögreglumanna hafa birst á samfélagsmiðlum í morgun. Mótmælendur hafa áður lýst því hvernig þeir hafi verið beittir ofbeldi og sætt ógnunum lögreglu undanfarnar vikur. Evrópusambandið og Bandaríkjastjórn hafa lýst áhyggjum af framferði georgískra yfirvalda í garð mótmælendanna. #Georgia 🇬🇪 today:As the GD parliament has passed the Foreign Agents Law in a legal reading, students strike across the country. Riot police crack down on the protests, surrounding and beating protesters. pic.twitter.com/YFeLFoYfV9— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) May 13, 2024
Georgía Rússland Mannréttindi Tengdar fréttir Umfangsmikil mótmæli vegna „rússneskra“ laga í Georgíu Umfangsmikil mótmæli hafa átt sér stað í Georgíu þar sem yfirvöld vinna að því að samþykkja ný og mjög svo umdeild lög. Mótmælendum hefur verið mætt af mikilli hörku og hefur komið átaka í Tíblisi bæði fyrir utan þinghúsið og þar inni. 2. maí 2024 15:09 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Sjá meira
Umfangsmikil mótmæli vegna „rússneskra“ laga í Georgíu Umfangsmikil mótmæli hafa átt sér stað í Georgíu þar sem yfirvöld vinna að því að samþykkja ný og mjög svo umdeild lög. Mótmælendum hefur verið mætt af mikilli hörku og hefur komið átaka í Tíblisi bæði fyrir utan þinghúsið og þar inni. 2. maí 2024 15:09