Þórir hélt Braunschweig uppi og gerði Sveini greiða Sindri Sverrisson skrifar 12. maí 2024 13:36 Þórir Jóhann Helgason brosti breitt og var vel fagnað af liðsfélögum og stuðningsmönnum eftir markið mikilvæga í dag, sem forðaði Braunschweig endanlega frá falli. Getty/Swen Pförtner Þórir Jóhann Helgason reyndist hetja Braunschweig í dag þegar liðið vann 1-0 sigur á Wehen Wiesbaden og tryggði sér áframhaldandi veru í þýsku 2. deildinni í fótbolta. Um leið hjálpaði hann Hansa Rostock, liði Sveins Arons Guðjohnsen. Þórir skoraði þar með annan leikinn í röð og hefur reynst Braunschweig dýrmætur á ögurstundu því fyrir leikinn í dag, í næstsíðustu umferð, var liðið enn í fallhættu, þremur stigum fyrir ofan Wehen Wiesbaden. 🇩🇪 Goal: Þórir Jóhann Helgason | Braunschweig 1-0 Wehenpic.twitter.com/wu1jgZzfIp— FootColic ⚽️ (@FootColic) May 12, 2024 Sigurinn fleytti Braunschweig upp í 14. sæti, með 38 stig, en Wehen Wiesbaden situr eftir í 16. sæti, svokölluðu umspilsfallsæti, með 32 stig. Stigi neðar er Hansa Rostock sem nú á möguleika á að komast úr fallsæti fyrir lokaumferðina um næstu helgi. Þórir, sem er 23 ára gamall, kom til Braunschweig frá Lecce á Ítalíu í fyrrasumar og hefur skorað þrjú mörk í 27 leikjum í næstefstu deild á leiktíðinni. Jón Dagur ekki með í sigri á liðinu sem vill Andra Landsliðsmaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson var hins vegar ekki með OH Leuven í Belgíu í dag, eftir að hafa skorað í síðasta leik. Í dag vann Leuven 1-0 útisigur á Gent, liðinu sem virðist vera að landa Andra Lucasi Guðjohnsen. Sigurinn frestar því að Gent geti tryggt sér efsta sætið í miðjuhluta belgísku deildarinnar, og þar með sæti í umspili Sambandsdeildar Evrópu, en það virðist þó aðeins tímaspursmál enda liðið með níu stiga forskot á næsta lið, Mechelen, sem á þrjá leiki eftir. Leuven er með 29 stig eftir 37 leiki, í 4. sæti miðjuhlutans eða 10. sæti ef horft er til allrar deildarinnar en henni er skipt í þrjá hluta að loknum 30 umferðum. Þýski boltinn Belgíski boltinn Tengdar fréttir Andri og Eiður mættir til Belgíu að semja Landsliðsframherjinn Andri Lucas Guðjohnsen er eftirsóttur enda markahæsti leikmaður dönsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta og hann mun nú eiga í viðræðum við belgíska félagið Gent. 12. maí 2024 10:18 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Enski boltinn Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Fleiri fréttir Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Sjá meira
Þórir skoraði þar með annan leikinn í röð og hefur reynst Braunschweig dýrmætur á ögurstundu því fyrir leikinn í dag, í næstsíðustu umferð, var liðið enn í fallhættu, þremur stigum fyrir ofan Wehen Wiesbaden. 🇩🇪 Goal: Þórir Jóhann Helgason | Braunschweig 1-0 Wehenpic.twitter.com/wu1jgZzfIp— FootColic ⚽️ (@FootColic) May 12, 2024 Sigurinn fleytti Braunschweig upp í 14. sæti, með 38 stig, en Wehen Wiesbaden situr eftir í 16. sæti, svokölluðu umspilsfallsæti, með 32 stig. Stigi neðar er Hansa Rostock sem nú á möguleika á að komast úr fallsæti fyrir lokaumferðina um næstu helgi. Þórir, sem er 23 ára gamall, kom til Braunschweig frá Lecce á Ítalíu í fyrrasumar og hefur skorað þrjú mörk í 27 leikjum í næstefstu deild á leiktíðinni. Jón Dagur ekki með í sigri á liðinu sem vill Andra Landsliðsmaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson var hins vegar ekki með OH Leuven í Belgíu í dag, eftir að hafa skorað í síðasta leik. Í dag vann Leuven 1-0 útisigur á Gent, liðinu sem virðist vera að landa Andra Lucasi Guðjohnsen. Sigurinn frestar því að Gent geti tryggt sér efsta sætið í miðjuhluta belgísku deildarinnar, og þar með sæti í umspili Sambandsdeildar Evrópu, en það virðist þó aðeins tímaspursmál enda liðið með níu stiga forskot á næsta lið, Mechelen, sem á þrjá leiki eftir. Leuven er með 29 stig eftir 37 leiki, í 4. sæti miðjuhlutans eða 10. sæti ef horft er til allrar deildarinnar en henni er skipt í þrjá hluta að loknum 30 umferðum.
Þýski boltinn Belgíski boltinn Tengdar fréttir Andri og Eiður mættir til Belgíu að semja Landsliðsframherjinn Andri Lucas Guðjohnsen er eftirsóttur enda markahæsti leikmaður dönsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta og hann mun nú eiga í viðræðum við belgíska félagið Gent. 12. maí 2024 10:18 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Enski boltinn Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Fleiri fréttir Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Sjá meira
Andri og Eiður mættir til Belgíu að semja Landsliðsframherjinn Andri Lucas Guðjohnsen er eftirsóttur enda markahæsti leikmaður dönsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta og hann mun nú eiga í viðræðum við belgíska félagið Gent. 12. maí 2024 10:18