Að þessu sinni fær Kristján fyrst til sín þær Bryndísi Haraldsdóttur og Oddný Harðardóttur sem ætla að fara yfir pólitíkina en þær fara einnig fyrir Norðurlandaráði sem stendur og það kemur í þeirra hlut að lægja öldurnar á þeim vettvangi eftir að Grænlendingar kvörtuðu opinberlega yfir því hversu þjóðin er afskipt innan Norðurlandaráðsins.
Ingrid Kuhlman og Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, ætla að ræða dánaraðstoð, mál sem Ingrid hefur barist fyrir en læknar staðið gegn.
Þórdís Kolbrún utanríkisráðherra ætlar að mæta og ræða utanríkismálin í tilefni 75 ára aðildar okkar að Atlanshafsbandalaginu.
Þau Helga Vala Helgadóttir lögmaður og Hjörtur J. Guðmundsson stjórnmálafræðingur eru síðust á dagskrá. Þau ætla að tala um forsetakosningarnar, harðnandi tón, samsæriskenningar, tvíbentar stuðningsyfirlýsingar og eitt og annað sem bæst hefur við síðustu daga.
Þátturinn hefst klukkan tíu og hægt er að nálgast hann hér að neðan.