„Gæti orðið spennandi verkefni að vera í botnbaráttu“ Ólafur Þór Jónsson skrifar 11. maí 2024 20:03 Hallgrímur Jónasson tók við sem aðalþjálfari KA seint á tímabilinu 2022. vísir/Hulda Margrét KA er enn í leit að sigri í Bestu deildinni eftir tap á N1 vellinum að Hlíðarenda í dag. Leiknum lauk með 3-1 sigri Vals sem óhætt er að segja að hafi verið sannfærandi. Hallgrímur Jónasson ræddi við Vísi stuttu eftir leik og hafði þetta að segja um frammistöðu síns liðs. „Augnablikið var með okkur í hálfleik. Vorum duglegir í fyrri hálfleik en ekki frábærir. Síðan bara kemur mark snemma á okkur aftur í seinni hálfleik sem slær okkur. Verðum bara að segja eins og er að þetta var sanngjarn sigur Vals.“ KA er í 11. sæti deildarinnar með tvö stig eftir sex leiki og ljóst í hvaða baráttu KA verður sagði Hallgrímur.„Við ræddum bara saman hérna strax eftir leik og fórum yfir stöðuna. Við vinnum ekki fótboltaleiki ef við fáum á okkur þrjú mörk. Verðum að átta okkur á því að eins og staðan er í dag erum við í fallbaráttu. Við erum ekki að berjast um neitt annað og við verðum að byrja á því að vinna grunnvinnuna,“ sagði Hallgrímur og bætir við: „Við erum gott fótboltalið og með góða leikmenn. Hlutirnir eru ekki að falla með okkur og eins og ég sagði við þig fyrir leikinn að ef þú skoðar alla tölfræði eigum við að vera ofar í deildinni. Það er þannig að þegar hlutirnir detta ekki með þér er erfitt að vinda ofan af því. Í dag tókst það ekki.“ Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði eina mark KA úr víti í dag. Næsti leikur KA í deild er gegn Fylki þann 21. maí næstkomandi. Hvað er framhaldið hjá akureyringum? „Held að þetta sé ekki sá heimavöllur sem við sáum fyrir að taka stig. Það er ekkert óeðlilegt að tapa fyrir Val á útivelli. Ég var meira að horfa á frammistöðuna. Núna koma tveir spennandi leikir. Þurfum að halda í það sem við gerum vel og vinna vel í hinu. Erum gott fótboltalið, þurfum bara að sýna það aftur.“ KA er eins og segir í botnbaráttu og gengur illa að finna sinn fyrsta sigur á tímabilinu. Er farið að örla á örvæntingu í liði KA? „Það er engin örvænting en við erum ekki á þeim stað sem við viljum vera á. Ef við værum búnir að tapa öllum leikjunum væri komin hristingur í mann en frammistöðurnar hafa verið betri en taflan segir. Þurfum bara að líta á þetta raunsætt. Við erum að gera betur en taflan segir, erum næstneðstir í deildinni og í botnbaráttu. Það getur bara verið spennandi verkefni. Við höfum upplifað að hlutirnir hafa gengið rosa vel eins og í fyrra en núna er þetta erfitt. Við ætlum að koma okkur útúr því saman og vera sterkari eftir það.“ sagði Hallgrímur að lokum. Besta deild karla Valur KA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Sjá meira
„Augnablikið var með okkur í hálfleik. Vorum duglegir í fyrri hálfleik en ekki frábærir. Síðan bara kemur mark snemma á okkur aftur í seinni hálfleik sem slær okkur. Verðum bara að segja eins og er að þetta var sanngjarn sigur Vals.“ KA er í 11. sæti deildarinnar með tvö stig eftir sex leiki og ljóst í hvaða baráttu KA verður sagði Hallgrímur.„Við ræddum bara saman hérna strax eftir leik og fórum yfir stöðuna. Við vinnum ekki fótboltaleiki ef við fáum á okkur þrjú mörk. Verðum að átta okkur á því að eins og staðan er í dag erum við í fallbaráttu. Við erum ekki að berjast um neitt annað og við verðum að byrja á því að vinna grunnvinnuna,“ sagði Hallgrímur og bætir við: „Við erum gott fótboltalið og með góða leikmenn. Hlutirnir eru ekki að falla með okkur og eins og ég sagði við þig fyrir leikinn að ef þú skoðar alla tölfræði eigum við að vera ofar í deildinni. Það er þannig að þegar hlutirnir detta ekki með þér er erfitt að vinda ofan af því. Í dag tókst það ekki.“ Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði eina mark KA úr víti í dag. Næsti leikur KA í deild er gegn Fylki þann 21. maí næstkomandi. Hvað er framhaldið hjá akureyringum? „Held að þetta sé ekki sá heimavöllur sem við sáum fyrir að taka stig. Það er ekkert óeðlilegt að tapa fyrir Val á útivelli. Ég var meira að horfa á frammistöðuna. Núna koma tveir spennandi leikir. Þurfum að halda í það sem við gerum vel og vinna vel í hinu. Erum gott fótboltalið, þurfum bara að sýna það aftur.“ KA er eins og segir í botnbaráttu og gengur illa að finna sinn fyrsta sigur á tímabilinu. Er farið að örla á örvæntingu í liði KA? „Það er engin örvænting en við erum ekki á þeim stað sem við viljum vera á. Ef við værum búnir að tapa öllum leikjunum væri komin hristingur í mann en frammistöðurnar hafa verið betri en taflan segir. Þurfum bara að líta á þetta raunsætt. Við erum að gera betur en taflan segir, erum næstneðstir í deildinni og í botnbaráttu. Það getur bara verið spennandi verkefni. Við höfum upplifað að hlutirnir hafa gengið rosa vel eins og í fyrra en núna er þetta erfitt. Við ætlum að koma okkur útúr því saman og vera sterkari eftir það.“ sagði Hallgrímur að lokum.
Besta deild karla Valur KA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Sjá meira