Davíð Smári: Við erum búnir að æfa þessa íþrótt síðan við fæddumst Þorsteinn Hjálmsson skrifar 11. maí 2024 16:55 Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra. Visir/ Hulda Margrét Vestri tapaði sínum öðrum leik í röð í Bestu deildinni í dag. 3-0 ósigur á Akranesi gegn heimamönnum staðreynd í leik þar sem lítið gekk upp hjá gestunum. Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, var að vonum ekki par sáttur eftir leik. „Tvö lið sem bara áttu ekki sinn besta dag. Þetta var náttúrulega alls ekki skemmtilegur leikur á að horfa og lítið um gæði. Svo sem hægt að kenna vellinum eitthvað um það, en ef ég sný mér að mínu liði þá vorum við bara arfaslakir í dag og áttum bara erfitt með að fóta okkur og erfitt með að senda boltann. Mikið af feilum, stuttar auðveldar sendingar sem að fóru eitthvert allt annað en við ætluðum okkur og mikið af sendingum beint út af vellinum, alls ekki nógu gott.“ Sóknarleikur Vestra var varla til staðar í dag og stóðu heimamenn sína plikt í vörninni. „Þegar við spilum illa, okkur gekk mjög illa að koma okkur upp völlinn, þá er mjög erfitt að skapa sér eitthvað. Við náðum ofboðslega lítið að koma boltanum að þeirra boxi og mér fannst líka mörkin sem við vorum að gefa vera hræódýr og léleg.“ ÍA leiddi með einu marki í hálfleik eftir bragðdaufan fyrri hálfleik. Johannes Vall skoraði svo annað mark leiksins úr aukaspyrnu af um 35 metra færi, en Davíð Smári var ekki sáttur með sinn mann í markinu, Karl William Eskelinen, í því marki. „Mér finnst við byrja seinni hálfleikinn aðeins sterkara, en svo er bara þetta mark númer tvö. Það eru bara einstaklingsmistök, það verður bara að tala um það eins og það er. Þá er leikurinn bara farinn úr okkar höndum. Þeir eru með gríðarlega erfiða varnarblokk sem er erfitt að komast í gegnum og okkur gekk það ekki og auðvitað var leikurinn hálfgert kjaftæði hérna undir lokinn, það er óhætt að tala um það eins og er. Bara fram og til baka og lítið um gæði. Ef ég á að taka eitthvað út úr þessum lokamínútum þá fannst mér liðið mitt reyna allt til enda. Við þurfum bara að taka það með okkur inn í næsta leik.“ ÍA óð í færum í kjölfar annars marksins og náðu að bæta einu marki til viðbótar á þeim kafla. „Mér finnst nú líklegt að það komi smá skjálfti þegar menn skora af 35 metrum, bara nánast með því að skjóta beint á markið. Mér er alveg drullu sama hvort að grasvöllurinn sé eins og hann er og að hann sé eitthvað að skoppa boltanum. Við erum búnir að æfa þessa íþrótt síðan við fæddumst nánast og við þurfum bara að vera vanir því að þeir sem eiga að díla við þessa bolta, markmaður í þessu tilviki. Auðvitað er ég ekki sáttur með þetta. En honum til varnar þá er kannski líka hægt að segja það að hann átti nokkrar frábærar vörslur eftir þetta. Það skiptir virkilega miklu máli þegar þú ert markmaður að þú sökkvir ekki þegar þú finnur að undirstöðurnar eru ekki alveg til staðar. Ég ætla nú ekki að kenna honum alfarið um tapið þó að þetta hafi verið vendipunktur í leiknum, þetta annað mark. Við vorum bara ekki góðir í dag og það verður bara að vera áfram gakk og næsti leikur.“ Næsti leikur Vestra er gegn KA á Akureyri í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Davíð Smári segir sitt lið þurfa að laga sóknarleikinn sérstaklega fyrir þann leik. „Í fyrsta lagi verðum við bara að vinna aðeins í sendingunum hjá okkur og fá smá þor í okkur, þora að spila fótbolta. Mér fannst á köflum þegar við reyndum að spila fótbolta að þá fannst mér þetta ganga miklu betur. Við erum með fullt af gæðum í þessu liði og við getum bara gert miklu betur. Þetta var bara „one of those days“ þar sem þetta var bara off og stundum gengur upp að kreista fram úrslit ef maður nær að halda hreinu, en það gekk heldur betur ekki í dag. Þetta bara rann okkur úr greipum og við þurfum að gera töluvert betur en þetta,“ sagði Davíð Smári að lokum. Besta deild karla Vestri ÍA Tengdar fréttir Leik lokið: ÍA - Vestri 3-0 | Öruggt hjá ÍA í slag nýliðanna ÍA hafði betur, 3-0, gegn Vestra í slag nýliðanna í Bestu deild karla í fótbolta í dag og var sigurinn afar verðskuldaður. 11. maí 2024 15:57 Mest lesið Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Sport „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Íslenski boltinn Andrea Rán semur við FH Íslenski boltinn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Íslenski boltinn Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Karlremban Chicharito í klandri Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Sjá meira
Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, var að vonum ekki par sáttur eftir leik. „Tvö lið sem bara áttu ekki sinn besta dag. Þetta var náttúrulega alls ekki skemmtilegur leikur á að horfa og lítið um gæði. Svo sem hægt að kenna vellinum eitthvað um það, en ef ég sný mér að mínu liði þá vorum við bara arfaslakir í dag og áttum bara erfitt með að fóta okkur og erfitt með að senda boltann. Mikið af feilum, stuttar auðveldar sendingar sem að fóru eitthvert allt annað en við ætluðum okkur og mikið af sendingum beint út af vellinum, alls ekki nógu gott.“ Sóknarleikur Vestra var varla til staðar í dag og stóðu heimamenn sína plikt í vörninni. „Þegar við spilum illa, okkur gekk mjög illa að koma okkur upp völlinn, þá er mjög erfitt að skapa sér eitthvað. Við náðum ofboðslega lítið að koma boltanum að þeirra boxi og mér fannst líka mörkin sem við vorum að gefa vera hræódýr og léleg.“ ÍA leiddi með einu marki í hálfleik eftir bragðdaufan fyrri hálfleik. Johannes Vall skoraði svo annað mark leiksins úr aukaspyrnu af um 35 metra færi, en Davíð Smári var ekki sáttur með sinn mann í markinu, Karl William Eskelinen, í því marki. „Mér finnst við byrja seinni hálfleikinn aðeins sterkara, en svo er bara þetta mark númer tvö. Það eru bara einstaklingsmistök, það verður bara að tala um það eins og það er. Þá er leikurinn bara farinn úr okkar höndum. Þeir eru með gríðarlega erfiða varnarblokk sem er erfitt að komast í gegnum og okkur gekk það ekki og auðvitað var leikurinn hálfgert kjaftæði hérna undir lokinn, það er óhætt að tala um það eins og er. Bara fram og til baka og lítið um gæði. Ef ég á að taka eitthvað út úr þessum lokamínútum þá fannst mér liðið mitt reyna allt til enda. Við þurfum bara að taka það með okkur inn í næsta leik.“ ÍA óð í færum í kjölfar annars marksins og náðu að bæta einu marki til viðbótar á þeim kafla. „Mér finnst nú líklegt að það komi smá skjálfti þegar menn skora af 35 metrum, bara nánast með því að skjóta beint á markið. Mér er alveg drullu sama hvort að grasvöllurinn sé eins og hann er og að hann sé eitthvað að skoppa boltanum. Við erum búnir að æfa þessa íþrótt síðan við fæddumst nánast og við þurfum bara að vera vanir því að þeir sem eiga að díla við þessa bolta, markmaður í þessu tilviki. Auðvitað er ég ekki sáttur með þetta. En honum til varnar þá er kannski líka hægt að segja það að hann átti nokkrar frábærar vörslur eftir þetta. Það skiptir virkilega miklu máli þegar þú ert markmaður að þú sökkvir ekki þegar þú finnur að undirstöðurnar eru ekki alveg til staðar. Ég ætla nú ekki að kenna honum alfarið um tapið þó að þetta hafi verið vendipunktur í leiknum, þetta annað mark. Við vorum bara ekki góðir í dag og það verður bara að vera áfram gakk og næsti leikur.“ Næsti leikur Vestra er gegn KA á Akureyri í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Davíð Smári segir sitt lið þurfa að laga sóknarleikinn sérstaklega fyrir þann leik. „Í fyrsta lagi verðum við bara að vinna aðeins í sendingunum hjá okkur og fá smá þor í okkur, þora að spila fótbolta. Mér fannst á köflum þegar við reyndum að spila fótbolta að þá fannst mér þetta ganga miklu betur. Við erum með fullt af gæðum í þessu liði og við getum bara gert miklu betur. Þetta var bara „one of those days“ þar sem þetta var bara off og stundum gengur upp að kreista fram úrslit ef maður nær að halda hreinu, en það gekk heldur betur ekki í dag. Þetta bara rann okkur úr greipum og við þurfum að gera töluvert betur en þetta,“ sagði Davíð Smári að lokum.
Besta deild karla Vestri ÍA Tengdar fréttir Leik lokið: ÍA - Vestri 3-0 | Öruggt hjá ÍA í slag nýliðanna ÍA hafði betur, 3-0, gegn Vestra í slag nýliðanna í Bestu deild karla í fótbolta í dag og var sigurinn afar verðskuldaður. 11. maí 2024 15:57 Mest lesið Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Sport „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Íslenski boltinn Andrea Rán semur við FH Íslenski boltinn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Íslenski boltinn Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Karlremban Chicharito í klandri Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Sjá meira
Leik lokið: ÍA - Vestri 3-0 | Öruggt hjá ÍA í slag nýliðanna ÍA hafði betur, 3-0, gegn Vestra í slag nýliðanna í Bestu deild karla í fótbolta í dag og var sigurinn afar verðskuldaður. 11. maí 2024 15:57