Örlög Luton ráðin og allir nýliðarnir falla Sindri Sverrisson skrifar 11. maí 2024 16:16 Leikmenn Luton hafa spjarað sig mun betur en margir héldu, sem nýliði í ensku úrvalsdeildinni, en vonbrigðin voru mikil eftir tapið í dag. Getty/Richard Pelham Luton er svo gott sem fallið og fallbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta þar með lokið, eftir að liðið tapaði 3-1 fyrir West Ham í dag. Sex leikjum var að ljúka og ljóst að allir þrír nýliðarnir í deildinni kveðja hana um næstu helgi. Luton er ekki formlega fallið en þarf að vinna Fulham í lokaumferðinni, treysta á að Nottingham Forest tapi síðustu tveimur leikjum sínum, og síðast en ekki síst vinna upp 13 marka forskot Forest í markatölu. Luton komst reyndar yfir á London-leikvanginum í dag, með skallamarki Albert Sambi Lokonga, en í seinni hálfleik skoruðu James Ward-Prowse, Tomas Soucek og George Earthy og tryggðu Hömrunum langþráðan sigur. Burnley féll eftir 2-1 tap gegn Tottenham, eins og fjallað hefur verið um. Sheffield United var þegar fallið og tapaði 1-0 fyrir Everton á útivelli, þar sem Abdoulaye Doucoure skoraði sigurmarkið í fyrri hálfleik. Sheffield sló óvinsælt met en liðið hefur fengið á sig 101 mark í deildinni á þessari leiktíð, fleiri en nokkurt lið hefur gert í sögu úrvalsdeildarinnar. Sheffield United have set the record for most goals conceded in a Premier League season 😬#EVESHU pic.twitter.com/n0YydEybBF— BBC Sport (@BBCSport) May 11, 2024 Newcastle varð að sætta sig við 1-1 jafntefli við Brighton í baráttunni um Evrópusæti, þar sem Sean Longstaff jafnaði metin rétt fyrir hálfleik eftir að Joel Veltman hafði komið Brighton yfir. Newcastle er með 57 stig í 6. sæti, þremur stigum fyrir ofan Chelsea og Manchester United sem nú eiga leik til góða. Crystal Palace vann 3-1 sigur á Wolves og Brentford hafði betur gegn Bournemouth á útivelli, 2-1. Enski boltinn Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Sjá meira
Luton er ekki formlega fallið en þarf að vinna Fulham í lokaumferðinni, treysta á að Nottingham Forest tapi síðustu tveimur leikjum sínum, og síðast en ekki síst vinna upp 13 marka forskot Forest í markatölu. Luton komst reyndar yfir á London-leikvanginum í dag, með skallamarki Albert Sambi Lokonga, en í seinni hálfleik skoruðu James Ward-Prowse, Tomas Soucek og George Earthy og tryggðu Hömrunum langþráðan sigur. Burnley féll eftir 2-1 tap gegn Tottenham, eins og fjallað hefur verið um. Sheffield United var þegar fallið og tapaði 1-0 fyrir Everton á útivelli, þar sem Abdoulaye Doucoure skoraði sigurmarkið í fyrri hálfleik. Sheffield sló óvinsælt met en liðið hefur fengið á sig 101 mark í deildinni á þessari leiktíð, fleiri en nokkurt lið hefur gert í sögu úrvalsdeildarinnar. Sheffield United have set the record for most goals conceded in a Premier League season 😬#EVESHU pic.twitter.com/n0YydEybBF— BBC Sport (@BBCSport) May 11, 2024 Newcastle varð að sætta sig við 1-1 jafntefli við Brighton í baráttunni um Evrópusæti, þar sem Sean Longstaff jafnaði metin rétt fyrir hálfleik eftir að Joel Veltman hafði komið Brighton yfir. Newcastle er með 57 stig í 6. sæti, þremur stigum fyrir ofan Chelsea og Manchester United sem nú eiga leik til góða. Crystal Palace vann 3-1 sigur á Wolves og Brentford hafði betur gegn Bournemouth á útivelli, 2-1.
Enski boltinn Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Sjá meira