Örlög Luton ráðin og allir nýliðarnir falla Sindri Sverrisson skrifar 11. maí 2024 16:16 Leikmenn Luton hafa spjarað sig mun betur en margir héldu, sem nýliði í ensku úrvalsdeildinni, en vonbrigðin voru mikil eftir tapið í dag. Getty/Richard Pelham Luton er svo gott sem fallið og fallbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta þar með lokið, eftir að liðið tapaði 3-1 fyrir West Ham í dag. Sex leikjum var að ljúka og ljóst að allir þrír nýliðarnir í deildinni kveðja hana um næstu helgi. Luton er ekki formlega fallið en þarf að vinna Fulham í lokaumferðinni, treysta á að Nottingham Forest tapi síðustu tveimur leikjum sínum, og síðast en ekki síst vinna upp 13 marka forskot Forest í markatölu. Luton komst reyndar yfir á London-leikvanginum í dag, með skallamarki Albert Sambi Lokonga, en í seinni hálfleik skoruðu James Ward-Prowse, Tomas Soucek og George Earthy og tryggðu Hömrunum langþráðan sigur. Burnley féll eftir 2-1 tap gegn Tottenham, eins og fjallað hefur verið um. Sheffield United var þegar fallið og tapaði 1-0 fyrir Everton á útivelli, þar sem Abdoulaye Doucoure skoraði sigurmarkið í fyrri hálfleik. Sheffield sló óvinsælt met en liðið hefur fengið á sig 101 mark í deildinni á þessari leiktíð, fleiri en nokkurt lið hefur gert í sögu úrvalsdeildarinnar. Sheffield United have set the record for most goals conceded in a Premier League season 😬#EVESHU pic.twitter.com/n0YydEybBF— BBC Sport (@BBCSport) May 11, 2024 Newcastle varð að sætta sig við 1-1 jafntefli við Brighton í baráttunni um Evrópusæti, þar sem Sean Longstaff jafnaði metin rétt fyrir hálfleik eftir að Joel Veltman hafði komið Brighton yfir. Newcastle er með 57 stig í 6. sæti, þremur stigum fyrir ofan Chelsea og Manchester United sem nú eiga leik til góða. Crystal Palace vann 3-1 sigur á Wolves og Brentford hafði betur gegn Bournemouth á útivelli, 2-1. Enski boltinn Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Sjá meira
Luton er ekki formlega fallið en þarf að vinna Fulham í lokaumferðinni, treysta á að Nottingham Forest tapi síðustu tveimur leikjum sínum, og síðast en ekki síst vinna upp 13 marka forskot Forest í markatölu. Luton komst reyndar yfir á London-leikvanginum í dag, með skallamarki Albert Sambi Lokonga, en í seinni hálfleik skoruðu James Ward-Prowse, Tomas Soucek og George Earthy og tryggðu Hömrunum langþráðan sigur. Burnley féll eftir 2-1 tap gegn Tottenham, eins og fjallað hefur verið um. Sheffield United var þegar fallið og tapaði 1-0 fyrir Everton á útivelli, þar sem Abdoulaye Doucoure skoraði sigurmarkið í fyrri hálfleik. Sheffield sló óvinsælt met en liðið hefur fengið á sig 101 mark í deildinni á þessari leiktíð, fleiri en nokkurt lið hefur gert í sögu úrvalsdeildarinnar. Sheffield United have set the record for most goals conceded in a Premier League season 😬#EVESHU pic.twitter.com/n0YydEybBF— BBC Sport (@BBCSport) May 11, 2024 Newcastle varð að sætta sig við 1-1 jafntefli við Brighton í baráttunni um Evrópusæti, þar sem Sean Longstaff jafnaði metin rétt fyrir hálfleik eftir að Joel Veltman hafði komið Brighton yfir. Newcastle er með 57 stig í 6. sæti, þremur stigum fyrir ofan Chelsea og Manchester United sem nú eiga leik til góða. Crystal Palace vann 3-1 sigur á Wolves og Brentford hafði betur gegn Bournemouth á útivelli, 2-1.
Enski boltinn Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Sjá meira