Fylgishrun Höllu Hrundar staðfest Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 11. maí 2024 12:01 Fjölmiðlar greindu frá því á fimmtudaginn að samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Maskínu, sem birtar höfðu verið daginn áður og þeir fjallað um, hefði stuðningur við Höllu Hrund Logadóttur hrunið og þannig dregizt saman um tíu prósentustig fyrir og eftir kappræðurnar í Ríkisútvarpinu 3. maí síðastliðinn. Sama dag sat Halla einnig fyrir svörum í Spursmál á mbl.is og mætti sömuleiðis í Pallborðið á Stöð 2 ásamt þeim Baldri Þórhallssyni og Katrínu Jakobsdóttur. Var í kjölfarið mikið rætt um slaka frammistöðu hennar. Maskína fjallaði um meginniðurstöður könnunarinnar á vefsíðu sinni, þar sem Halla Hrund mældist með mest fylgi, en síðan kom eftirfarandi greining á þeim: „Þegar á hinn bóginn tölur eru skoðaðar eftir fyrstu kappræður á RÚV kemur í ljós marktæk breyting hjá Höllu Hrund Logadóttur. Fyrir kappræður sögðust 33% ætla að kjósa hana en tæplega 23% eftir kappræður, hér munar tæplega 10 prósentustigum. Einnig hækkar hlutfall þeirra sem vilja hana síst sem forseta úr tæplega 9% í rúmlega 18% fyrir og eftir kappræður …“ Sjálfsagt að skjóta sendiboðann Viðbrögð ófárra á Facebook-síðu stuðningsmanna Höllu Hrundar voru óneitanlega afar áhugaverð. Fjölmiðlarnir sem sögðu frá greiningu Maskínu voru þannig úthrópaðir og sakaðir um annarlegar hvatir. Þeir væru að flytja falsfréttir, þeir væru að ráðast á Höllu Hrund og að eigendur þeirra væru að beita sér gegn henni. Sömuleiðis að ekkert væri að marka þessa greiningu fjölmiðlanna þrátt fyrir þá staðreynd að miðlarnir voru einungis að segja frá greiningu Maskínu á eigin könnun. Sjálfsagt þótti greinilega að skjóta sendiboðann. Daginn eftir, það er að segja í gær, birtust síðan niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Gallups þar sem greining Maskínu var staðfest. Sú könnun var alfarið gerð eftir að kappræðurnar í Ríkisútvarpinu, viðtalið við Höllu Hrund í Spursmálum og þátttaka hennar í pallborði Stöðvar 2 átti sér stað. Samkvæmt könnuninni dróst fylgi Höllu Hrundar saman um 11 prósentustig frá fyrri könnun fyrirtækisins sem vel má kalla hrun. Hliðstætt og í þeim hluta könnunar Maskínu sem gerð var eftir kappræðurnar, Spursmál og Pallborðið. Mikilvægi málefnalegrar umræðu Hefði skoðanakönnun Maskínu verið gerð alfarið eftir 3. maí verður að teljast mjög líklegt að niðurstöður hennar hefðu að minnsta kosti verið hliðstæðar við könnun Gallups. Það er að Halla Hrund og Katrín væru jafnar. Þó er ekki ósennilegt að Katrín hefði verið eitthvað ofar í ljósi þess að síðasta könnun Maskínu þar á undan skilaði hagstæðari niðurstöðu fyrir hana en fyrri könnun Gallups. Fróðlegt verður fyrir vikið að sjá næstu könnun frá Maskínu. Í öllu falli er ljóst að fylgi getur auðvitað bæði farið hratt upp og hratt niður aftur. Talsvert minni umræða hefur verið um skoðanakönnun Gallups á stuðningsmannasíðu Höllu Hrundar en fréttirnar um könnun Maskínu á fimmtudaginn. Engu að síður má þó finna ýmis ummæli þar sem ýjað er að einhvers konar samsæri i garð hennar sem ekki var fyrir að fara þegar ánægja var þar á bæ með niðurstöður kannana. Miklar tilfinningar tengjast eðlilega forsetakosningunum, bæði á meðal stuðningsmanna Höllu Hrundar og annarra. Hins vegar hljótum við að geta sameinazt um mikilvægi málefnalegrar umræðu. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Almenningssamgöngur barna og ungmenna Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Hversdagslega streitan Sveinbjörg Júlía Svavarsdóttir og Erna Stefánsdóttir Skoðanir Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Katrín eða Bjarni Svandís Svavarsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fjölmiðlar greindu frá því á fimmtudaginn að samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Maskínu, sem birtar höfðu verið daginn áður og þeir fjallað um, hefði stuðningur við Höllu Hrund Logadóttur hrunið og þannig dregizt saman um tíu prósentustig fyrir og eftir kappræðurnar í Ríkisútvarpinu 3. maí síðastliðinn. Sama dag sat Halla einnig fyrir svörum í Spursmál á mbl.is og mætti sömuleiðis í Pallborðið á Stöð 2 ásamt þeim Baldri Þórhallssyni og Katrínu Jakobsdóttur. Var í kjölfarið mikið rætt um slaka frammistöðu hennar. Maskína fjallaði um meginniðurstöður könnunarinnar á vefsíðu sinni, þar sem Halla Hrund mældist með mest fylgi, en síðan kom eftirfarandi greining á þeim: „Þegar á hinn bóginn tölur eru skoðaðar eftir fyrstu kappræður á RÚV kemur í ljós marktæk breyting hjá Höllu Hrund Logadóttur. Fyrir kappræður sögðust 33% ætla að kjósa hana en tæplega 23% eftir kappræður, hér munar tæplega 10 prósentustigum. Einnig hækkar hlutfall þeirra sem vilja hana síst sem forseta úr tæplega 9% í rúmlega 18% fyrir og eftir kappræður …“ Sjálfsagt að skjóta sendiboðann Viðbrögð ófárra á Facebook-síðu stuðningsmanna Höllu Hrundar voru óneitanlega afar áhugaverð. Fjölmiðlarnir sem sögðu frá greiningu Maskínu voru þannig úthrópaðir og sakaðir um annarlegar hvatir. Þeir væru að flytja falsfréttir, þeir væru að ráðast á Höllu Hrund og að eigendur þeirra væru að beita sér gegn henni. Sömuleiðis að ekkert væri að marka þessa greiningu fjölmiðlanna þrátt fyrir þá staðreynd að miðlarnir voru einungis að segja frá greiningu Maskínu á eigin könnun. Sjálfsagt þótti greinilega að skjóta sendiboðann. Daginn eftir, það er að segja í gær, birtust síðan niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Gallups þar sem greining Maskínu var staðfest. Sú könnun var alfarið gerð eftir að kappræðurnar í Ríkisútvarpinu, viðtalið við Höllu Hrund í Spursmálum og þátttaka hennar í pallborði Stöðvar 2 átti sér stað. Samkvæmt könnuninni dróst fylgi Höllu Hrundar saman um 11 prósentustig frá fyrri könnun fyrirtækisins sem vel má kalla hrun. Hliðstætt og í þeim hluta könnunar Maskínu sem gerð var eftir kappræðurnar, Spursmál og Pallborðið. Mikilvægi málefnalegrar umræðu Hefði skoðanakönnun Maskínu verið gerð alfarið eftir 3. maí verður að teljast mjög líklegt að niðurstöður hennar hefðu að minnsta kosti verið hliðstæðar við könnun Gallups. Það er að Halla Hrund og Katrín væru jafnar. Þó er ekki ósennilegt að Katrín hefði verið eitthvað ofar í ljósi þess að síðasta könnun Maskínu þar á undan skilaði hagstæðari niðurstöðu fyrir hana en fyrri könnun Gallups. Fróðlegt verður fyrir vikið að sjá næstu könnun frá Maskínu. Í öllu falli er ljóst að fylgi getur auðvitað bæði farið hratt upp og hratt niður aftur. Talsvert minni umræða hefur verið um skoðanakönnun Gallups á stuðningsmannasíðu Höllu Hrundar en fréttirnar um könnun Maskínu á fimmtudaginn. Engu að síður má þó finna ýmis ummæli þar sem ýjað er að einhvers konar samsæri i garð hennar sem ekki var fyrir að fara þegar ánægja var þar á bæ með niðurstöður kannana. Miklar tilfinningar tengjast eðlilega forsetakosningunum, bæði á meðal stuðningsmanna Höllu Hrundar og annarra. Hins vegar hljótum við að geta sameinazt um mikilvægi málefnalegrar umræðu. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar