Fylgishrun Höllu Hrundar staðfest Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 11. maí 2024 12:01 Fjölmiðlar greindu frá því á fimmtudaginn að samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Maskínu, sem birtar höfðu verið daginn áður og þeir fjallað um, hefði stuðningur við Höllu Hrund Logadóttur hrunið og þannig dregizt saman um tíu prósentustig fyrir og eftir kappræðurnar í Ríkisútvarpinu 3. maí síðastliðinn. Sama dag sat Halla einnig fyrir svörum í Spursmál á mbl.is og mætti sömuleiðis í Pallborðið á Stöð 2 ásamt þeim Baldri Þórhallssyni og Katrínu Jakobsdóttur. Var í kjölfarið mikið rætt um slaka frammistöðu hennar. Maskína fjallaði um meginniðurstöður könnunarinnar á vefsíðu sinni, þar sem Halla Hrund mældist með mest fylgi, en síðan kom eftirfarandi greining á þeim: „Þegar á hinn bóginn tölur eru skoðaðar eftir fyrstu kappræður á RÚV kemur í ljós marktæk breyting hjá Höllu Hrund Logadóttur. Fyrir kappræður sögðust 33% ætla að kjósa hana en tæplega 23% eftir kappræður, hér munar tæplega 10 prósentustigum. Einnig hækkar hlutfall þeirra sem vilja hana síst sem forseta úr tæplega 9% í rúmlega 18% fyrir og eftir kappræður …“ Sjálfsagt að skjóta sendiboðann Viðbrögð ófárra á Facebook-síðu stuðningsmanna Höllu Hrundar voru óneitanlega afar áhugaverð. Fjölmiðlarnir sem sögðu frá greiningu Maskínu voru þannig úthrópaðir og sakaðir um annarlegar hvatir. Þeir væru að flytja falsfréttir, þeir væru að ráðast á Höllu Hrund og að eigendur þeirra væru að beita sér gegn henni. Sömuleiðis að ekkert væri að marka þessa greiningu fjölmiðlanna þrátt fyrir þá staðreynd að miðlarnir voru einungis að segja frá greiningu Maskínu á eigin könnun. Sjálfsagt þótti greinilega að skjóta sendiboðann. Daginn eftir, það er að segja í gær, birtust síðan niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Gallups þar sem greining Maskínu var staðfest. Sú könnun var alfarið gerð eftir að kappræðurnar í Ríkisútvarpinu, viðtalið við Höllu Hrund í Spursmálum og þátttaka hennar í pallborði Stöðvar 2 átti sér stað. Samkvæmt könnuninni dróst fylgi Höllu Hrundar saman um 11 prósentustig frá fyrri könnun fyrirtækisins sem vel má kalla hrun. Hliðstætt og í þeim hluta könnunar Maskínu sem gerð var eftir kappræðurnar, Spursmál og Pallborðið. Mikilvægi málefnalegrar umræðu Hefði skoðanakönnun Maskínu verið gerð alfarið eftir 3. maí verður að teljast mjög líklegt að niðurstöður hennar hefðu að minnsta kosti verið hliðstæðar við könnun Gallups. Það er að Halla Hrund og Katrín væru jafnar. Þó er ekki ósennilegt að Katrín hefði verið eitthvað ofar í ljósi þess að síðasta könnun Maskínu þar á undan skilaði hagstæðari niðurstöðu fyrir hana en fyrri könnun Gallups. Fróðlegt verður fyrir vikið að sjá næstu könnun frá Maskínu. Í öllu falli er ljóst að fylgi getur auðvitað bæði farið hratt upp og hratt niður aftur. Talsvert minni umræða hefur verið um skoðanakönnun Gallups á stuðningsmannasíðu Höllu Hrundar en fréttirnar um könnun Maskínu á fimmtudaginn. Engu að síður má þó finna ýmis ummæli þar sem ýjað er að einhvers konar samsæri i garð hennar sem ekki var fyrir að fara þegar ánægja var þar á bæ með niðurstöður kannana. Miklar tilfinningar tengjast eðlilega forsetakosningunum, bæði á meðal stuðningsmanna Höllu Hrundar og annarra. Hins vegar hljótum við að geta sameinazt um mikilvægi málefnalegrar umræðu. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Fjölmiðlar greindu frá því á fimmtudaginn að samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Maskínu, sem birtar höfðu verið daginn áður og þeir fjallað um, hefði stuðningur við Höllu Hrund Logadóttur hrunið og þannig dregizt saman um tíu prósentustig fyrir og eftir kappræðurnar í Ríkisútvarpinu 3. maí síðastliðinn. Sama dag sat Halla einnig fyrir svörum í Spursmál á mbl.is og mætti sömuleiðis í Pallborðið á Stöð 2 ásamt þeim Baldri Þórhallssyni og Katrínu Jakobsdóttur. Var í kjölfarið mikið rætt um slaka frammistöðu hennar. Maskína fjallaði um meginniðurstöður könnunarinnar á vefsíðu sinni, þar sem Halla Hrund mældist með mest fylgi, en síðan kom eftirfarandi greining á þeim: „Þegar á hinn bóginn tölur eru skoðaðar eftir fyrstu kappræður á RÚV kemur í ljós marktæk breyting hjá Höllu Hrund Logadóttur. Fyrir kappræður sögðust 33% ætla að kjósa hana en tæplega 23% eftir kappræður, hér munar tæplega 10 prósentustigum. Einnig hækkar hlutfall þeirra sem vilja hana síst sem forseta úr tæplega 9% í rúmlega 18% fyrir og eftir kappræður …“ Sjálfsagt að skjóta sendiboðann Viðbrögð ófárra á Facebook-síðu stuðningsmanna Höllu Hrundar voru óneitanlega afar áhugaverð. Fjölmiðlarnir sem sögðu frá greiningu Maskínu voru þannig úthrópaðir og sakaðir um annarlegar hvatir. Þeir væru að flytja falsfréttir, þeir væru að ráðast á Höllu Hrund og að eigendur þeirra væru að beita sér gegn henni. Sömuleiðis að ekkert væri að marka þessa greiningu fjölmiðlanna þrátt fyrir þá staðreynd að miðlarnir voru einungis að segja frá greiningu Maskínu á eigin könnun. Sjálfsagt þótti greinilega að skjóta sendiboðann. Daginn eftir, það er að segja í gær, birtust síðan niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Gallups þar sem greining Maskínu var staðfest. Sú könnun var alfarið gerð eftir að kappræðurnar í Ríkisútvarpinu, viðtalið við Höllu Hrund í Spursmálum og þátttaka hennar í pallborði Stöðvar 2 átti sér stað. Samkvæmt könnuninni dróst fylgi Höllu Hrundar saman um 11 prósentustig frá fyrri könnun fyrirtækisins sem vel má kalla hrun. Hliðstætt og í þeim hluta könnunar Maskínu sem gerð var eftir kappræðurnar, Spursmál og Pallborðið. Mikilvægi málefnalegrar umræðu Hefði skoðanakönnun Maskínu verið gerð alfarið eftir 3. maí verður að teljast mjög líklegt að niðurstöður hennar hefðu að minnsta kosti verið hliðstæðar við könnun Gallups. Það er að Halla Hrund og Katrín væru jafnar. Þó er ekki ósennilegt að Katrín hefði verið eitthvað ofar í ljósi þess að síðasta könnun Maskínu þar á undan skilaði hagstæðari niðurstöðu fyrir hana en fyrri könnun Gallups. Fróðlegt verður fyrir vikið að sjá næstu könnun frá Maskínu. Í öllu falli er ljóst að fylgi getur auðvitað bæði farið hratt upp og hratt niður aftur. Talsvert minni umræða hefur verið um skoðanakönnun Gallups á stuðningsmannasíðu Höllu Hrundar en fréttirnar um könnun Maskínu á fimmtudaginn. Engu að síður má þó finna ýmis ummæli þar sem ýjað er að einhvers konar samsæri i garð hennar sem ekki var fyrir að fara þegar ánægja var þar á bæ með niðurstöður kannana. Miklar tilfinningar tengjast eðlilega forsetakosningunum, bæði á meðal stuðningsmanna Höllu Hrundar og annarra. Hins vegar hljótum við að geta sameinazt um mikilvægi málefnalegrar umræðu. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun