Kosningar og kíghósti Hanna Katrín Friðriksson skrifar 10. maí 2024 10:01 Ég er ein þeirra fjölmörgu sem hvatti Baldur Þórhallsson til að gefa kost á sér í embætti forseta Íslands. Hann hefur enda allt til að bera að verða öflugur talsmaður Íslands innanlands sem utan. Við yrðum einfaldlega sterkara og ríkara samfélag með Baldur á Bessastöðum. Því ræður meðal annars yfirgripsmikil þekking hans, málefnadýpt, yfirvegun, hlýja og húmor. Ég vildi óska að tilgangur skrifa minna væri eingöngu að sannfæra enn fleiri landsmenn en þá sem nú vita hversu frábær kostur Baldur er sem forsetinn okkar. Þess í stað finn ég mig knúna til að tengja komandi forsetakosningar við kíghóstafaraldur en fjölmiðlar hafa undanfarið flutt af því fréttir hvernig kíghósti hefur breiðst út um höfuðborgarsvæðið. Við sem eldri erum munum vel eftir þessum smitsjúkdómi sem var algengur áður en bólusetningar barna urðu almennar. Við þekkjum muninn Þau eru eflaust einhver sem telja að umfjöllun um kynhneigð fólks og dylgjur um kynhegðun sé á pari við gagnrýna umfjöllun um meðferð valds eða pólitískar ákvarðanir þegar kemur að kosningaumfjöllun. Jafnvel einhver sem telja sér trú um að það felist ekki andstyggilegir fordómar í því að básúna þá skoðun sína í fjölmiðlum að fjölskylda Baldurs sé hvorki nægilega venjuleg né nægilega falleg fyrir Bessastaði. Ég veit hins vegar að mikill meirihluti fólks áttar sig mætavel á muninum. Gallinn er bara sá að líkt og með kíghóstann þá þarf ekki nema fáa óbólusetta til að fordómafaraldurinn breiðist út. Þau okkar sem hafa tekið þátt í baráttu fyrir eigin réttindum og annarra á síðustu árum og áratugum þekkja bakslag þegar þau sjá það. Það er meðal annars þess vegna sem Baldur ákvað að gefa kost á sér sem næsti forseti Íslands. Þegar lýðræðis- og mannréttindabakslag beggja vegna Atlantshafsins er staðreynd, þá er ekki í boði að breiða sængina yfir höfuð. Það eina sem gagnast er að spyrna á móti. Við þurfum að bólusetja börnin okkar gegn fordómum og viðhalda ónæmi fullorðinna til að koma í veg fyrir fordómafaraldur. Ekki leyfa örfáum einstaklingum að smita samfélagið. Þetta veit Baldur Þórhallsson og þess vegna er framboð hans til forseta Íslands svo mikilvægt. Þetta vitum við hin og þess vegna er atkvæði greitt Baldri svo mikilvægt. Ekki bara hommi Á þá bara að kjósa Baldur af því að hann er hommi? Ég veit ekki hvað oft ég hef fengið þessa spurningu, en það er allt í lagi. Svarið er nefnilega bæði einfalt og stutt: Nei, ekki frekar en þú ætlir að kjósa einhvern hinna 11 frambjóðendanna bara af því að þau eru gagnkynhneigð (nema þú ætlir einmitt að gera það og þá eigum við ekki mikið vantalað um þetta efni). Baldur yrði einfaldlega frábær forseti. Því ráða mannkostir hans, þekking, reynsla og sýn á íslenskt samfélag. Hann er farsæll fræðimaður sem hefur lagt mikla áherslu á að rannsaka stöðu smáríkja eins og Íslands og hvernig þau geta haft áhrif í alþjóðlegu samhengi, ekki síst með áherslu á friðsamlegar lausnir. Fyrir utan mannréttindamálin eru málefni barna og ungmenna Baldri sérstaklega hugleikin sem og málefni þeirra sem standa höllum fæti i samfélaginu. Það á ekkert að kjósa Baldur bara af því að hann er hommi. En við þurfum að gæta þess að leyfa ekki þessum örfáu óbólusettu að endurvekja faraldurinn sem fór svo illa með samfélagið okkar fyrir stuttu síðan. Hlustum ekki á fortíðarraus þeirra sem þrá gamla Ísland sem fyrst og fremst var hannað fyrir fólk eins og það sjálft. Höldum áfram að hlúa að samfélagi þar sem mannkostir fólks ráða tækifærunum. Þannig erum við sterkust. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Viðreisn Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Refsa fyrst, spyrja svo? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Ég er ein þeirra fjölmörgu sem hvatti Baldur Þórhallsson til að gefa kost á sér í embætti forseta Íslands. Hann hefur enda allt til að bera að verða öflugur talsmaður Íslands innanlands sem utan. Við yrðum einfaldlega sterkara og ríkara samfélag með Baldur á Bessastöðum. Því ræður meðal annars yfirgripsmikil þekking hans, málefnadýpt, yfirvegun, hlýja og húmor. Ég vildi óska að tilgangur skrifa minna væri eingöngu að sannfæra enn fleiri landsmenn en þá sem nú vita hversu frábær kostur Baldur er sem forsetinn okkar. Þess í stað finn ég mig knúna til að tengja komandi forsetakosningar við kíghóstafaraldur en fjölmiðlar hafa undanfarið flutt af því fréttir hvernig kíghósti hefur breiðst út um höfuðborgarsvæðið. Við sem eldri erum munum vel eftir þessum smitsjúkdómi sem var algengur áður en bólusetningar barna urðu almennar. Við þekkjum muninn Þau eru eflaust einhver sem telja að umfjöllun um kynhneigð fólks og dylgjur um kynhegðun sé á pari við gagnrýna umfjöllun um meðferð valds eða pólitískar ákvarðanir þegar kemur að kosningaumfjöllun. Jafnvel einhver sem telja sér trú um að það felist ekki andstyggilegir fordómar í því að básúna þá skoðun sína í fjölmiðlum að fjölskylda Baldurs sé hvorki nægilega venjuleg né nægilega falleg fyrir Bessastaði. Ég veit hins vegar að mikill meirihluti fólks áttar sig mætavel á muninum. Gallinn er bara sá að líkt og með kíghóstann þá þarf ekki nema fáa óbólusetta til að fordómafaraldurinn breiðist út. Þau okkar sem hafa tekið þátt í baráttu fyrir eigin réttindum og annarra á síðustu árum og áratugum þekkja bakslag þegar þau sjá það. Það er meðal annars þess vegna sem Baldur ákvað að gefa kost á sér sem næsti forseti Íslands. Þegar lýðræðis- og mannréttindabakslag beggja vegna Atlantshafsins er staðreynd, þá er ekki í boði að breiða sængina yfir höfuð. Það eina sem gagnast er að spyrna á móti. Við þurfum að bólusetja börnin okkar gegn fordómum og viðhalda ónæmi fullorðinna til að koma í veg fyrir fordómafaraldur. Ekki leyfa örfáum einstaklingum að smita samfélagið. Þetta veit Baldur Þórhallsson og þess vegna er framboð hans til forseta Íslands svo mikilvægt. Þetta vitum við hin og þess vegna er atkvæði greitt Baldri svo mikilvægt. Ekki bara hommi Á þá bara að kjósa Baldur af því að hann er hommi? Ég veit ekki hvað oft ég hef fengið þessa spurningu, en það er allt í lagi. Svarið er nefnilega bæði einfalt og stutt: Nei, ekki frekar en þú ætlir að kjósa einhvern hinna 11 frambjóðendanna bara af því að þau eru gagnkynhneigð (nema þú ætlir einmitt að gera það og þá eigum við ekki mikið vantalað um þetta efni). Baldur yrði einfaldlega frábær forseti. Því ráða mannkostir hans, þekking, reynsla og sýn á íslenskt samfélag. Hann er farsæll fræðimaður sem hefur lagt mikla áherslu á að rannsaka stöðu smáríkja eins og Íslands og hvernig þau geta haft áhrif í alþjóðlegu samhengi, ekki síst með áherslu á friðsamlegar lausnir. Fyrir utan mannréttindamálin eru málefni barna og ungmenna Baldri sérstaklega hugleikin sem og málefni þeirra sem standa höllum fæti i samfélaginu. Það á ekkert að kjósa Baldur bara af því að hann er hommi. En við þurfum að gæta þess að leyfa ekki þessum örfáu óbólusettu að endurvekja faraldurinn sem fór svo illa með samfélagið okkar fyrir stuttu síðan. Hlustum ekki á fortíðarraus þeirra sem þrá gamla Ísland sem fyrst og fremst var hannað fyrir fólk eins og það sjálft. Höldum áfram að hlúa að samfélagi þar sem mannkostir fólks ráða tækifærunum. Þannig erum við sterkust. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun