Flóttamannastofnun SÞ gerir athugasemdir við útlendingafrumvarpið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. maí 2024 07:09 Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra og Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að herða útlendingalöggjöfina. Vísir/Vilhelm Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna gerir nokkrar athugasemdir við frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á lögum um alþjóðlega vernd, í umsögn sem hefur verið birt á vef Alþingis. Stjórnvöld hafa margítrekað að markmiðið með breytingunum sé meðal annars að færa lögin til samræmis við útlendingalöggjöfina á hinum Norðurlöndunum en í umsögn sinni bendir UNHCR á að þar sé í sumum tilfellum pottur brotinn. UNHCR fjallar meðal annars um fyrirhugaðar breytingar á ákvæðum um fjölskyldusameiningar, sem stofnunin segir nauðsynlegar til að tryggja rétt fólks til fjölskyldulífs. Langvarandi aðskilnaður geti haft afar skaðleg áhrif bæði á hælisleitandann og fjölskyldu hans. Fjölskyldusameiningar séu þannig afar mikilvægur þáttur í því að stuðla að geðheilbrigði hælisleitenda og að rannsóknir hafi sýnt fram á bein tengsl milli fjölskyldusameininga, góðrar geðheilsu og getu viðkomandi til að aðlagast nýju samfélagi. UNHCR bendir á að Ísland sé aðili að ExCom, sem hafi lagt áherslu á að ríkjum beri að gera allt til að sameina fjölskyldur og og að fjölskyldusameiningar skuli eiga sér stað eins fljótt og auðið er. Stofnunin gerir þannig athugasemdir við breytingar sem fela í sér að fjölskyldusameining geti ekki átt sér stað fyrr en einstaklingur sem fengið hefur viðbótarvernd hér á landi hefur dvalið hér í tvö ár og fengið dvalarleyfi sitt endurnýjað. UNHCR segir Ísland horfa til Danmerkur hvað þetta varðar en þar hafi sambærilegri „þriggja ára reglu“ verið vísað til Mannréttindadómstóls Evrópu, sem komst að þeirri niðurstöðu að reglan kæmi í veg fyrir að einstaklingsbundið mat væri gert á hagsmunum fjölskyldunnar. Þrjú ár væru langur aðskilnaðartími og ekki síst þegar horft væri til þess að fjölskyldumeðlimir sætu eftir og byggju við bágar aðstæður. UNHCR beinir því einnig til stjórnvalda að gera ekki greinarmun á þeim sem fá stöðu flóttamanns og þeim sem fá viðbótarvernd, þar sem um sé að ræða hópa sem hafi almennt sömu þarfir og mæti sömu áskorunum. Þá segir í umsögninni að UNCHR hafi lengi talað fyrir því að flóttamenn og einstaklingar sem hlotið hafa dvalarleyfi á grundvelli viðbótarverndar eigi það ekki yfir höfði sér að þurfa ítrekað að sækja um endurnýjun dvalarleyfisins, þar sem það komi niður á andlegri heilsu þeirra. Enn fremur skapi það þrýsting og álag á kerfið. Umsögn UNHCR. Sameinuðu þjóðirnar Flóttamenn Hælisleitendur Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira
Stjórnvöld hafa margítrekað að markmiðið með breytingunum sé meðal annars að færa lögin til samræmis við útlendingalöggjöfina á hinum Norðurlöndunum en í umsögn sinni bendir UNHCR á að þar sé í sumum tilfellum pottur brotinn. UNHCR fjallar meðal annars um fyrirhugaðar breytingar á ákvæðum um fjölskyldusameiningar, sem stofnunin segir nauðsynlegar til að tryggja rétt fólks til fjölskyldulífs. Langvarandi aðskilnaður geti haft afar skaðleg áhrif bæði á hælisleitandann og fjölskyldu hans. Fjölskyldusameiningar séu þannig afar mikilvægur þáttur í því að stuðla að geðheilbrigði hælisleitenda og að rannsóknir hafi sýnt fram á bein tengsl milli fjölskyldusameininga, góðrar geðheilsu og getu viðkomandi til að aðlagast nýju samfélagi. UNHCR bendir á að Ísland sé aðili að ExCom, sem hafi lagt áherslu á að ríkjum beri að gera allt til að sameina fjölskyldur og og að fjölskyldusameiningar skuli eiga sér stað eins fljótt og auðið er. Stofnunin gerir þannig athugasemdir við breytingar sem fela í sér að fjölskyldusameining geti ekki átt sér stað fyrr en einstaklingur sem fengið hefur viðbótarvernd hér á landi hefur dvalið hér í tvö ár og fengið dvalarleyfi sitt endurnýjað. UNHCR segir Ísland horfa til Danmerkur hvað þetta varðar en þar hafi sambærilegri „þriggja ára reglu“ verið vísað til Mannréttindadómstóls Evrópu, sem komst að þeirri niðurstöðu að reglan kæmi í veg fyrir að einstaklingsbundið mat væri gert á hagsmunum fjölskyldunnar. Þrjú ár væru langur aðskilnaðartími og ekki síst þegar horft væri til þess að fjölskyldumeðlimir sætu eftir og byggju við bágar aðstæður. UNHCR beinir því einnig til stjórnvalda að gera ekki greinarmun á þeim sem fá stöðu flóttamanns og þeim sem fá viðbótarvernd, þar sem um sé að ræða hópa sem hafi almennt sömu þarfir og mæti sömu áskorunum. Þá segir í umsögninni að UNCHR hafi lengi talað fyrir því að flóttamenn og einstaklingar sem hlotið hafa dvalarleyfi á grundvelli viðbótarverndar eigi það ekki yfir höfði sér að þurfa ítrekað að sækja um endurnýjun dvalarleyfisins, þar sem það komi niður á andlegri heilsu þeirra. Enn fremur skapi það þrýsting og álag á kerfið. Umsögn UNHCR.
Sameinuðu þjóðirnar Flóttamenn Hælisleitendur Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira