Sá besti í heimi á þessu CrossFit tímabili kom til Íslands til að æfa með BKG Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. maí 2024 14:30 Björgvin Karl Guðmundsson og Jonne Koski tóku vel á því á ÍR-vellinum á Sumardeginum fyrsta. Skjámynd/The Training Plan Finninn Jonne Koski hefur verið að gera frábæra hluti á þessu CrossFit tímabili og í raun hefur enginn staðist honum snúninginn hingað til nú þegar tveir fyrstu hlutar undankeppni heimsleikanna eru að baki. Hinn þrítugi Koski vann fyrst Open, fyrsta hluta undankeppni heimsleikanna, en fylgdi því síðan eftir með því að vinna líka fjórðungsúrslitin. Hann tryggði sér því með sannfærandi hætti sæti í undanúrslitunum þar sem í boði eru sæti á heimsleikunum í haust. Þjálfari Koski er landi hans Jami Tikkanen sem við Íslendingar þekkjum vel enda búinn að þjálfa Anníe Mist Þórisdóttur og Björgvin Karl Guðmundsson lengi. Björgvin Karl Guðmundsson og Jonne Koski ræða málin.Skjámynd/Youtube Tikkanen sýndi frá því á The Training Plan Youtube síðunni þegar Koski kom til Íslands og æfði með Björgvini en báðir eru að undirbúa sig fyrir undanúrslitin sem fara fram í þessum mánuði. Björgvin Karl varð í sjötta sæti á heimsvísu og í þriðja sæti í Evrópu í fjórðungsúrslitunum. Æfðu á ÍR-vellinum Myndbandið byrjar á þeim hlaupa hringi á ÍR-vellinum á Sumardaginn fyrsta. Tikkanen segir þar mikilvægt að pína þá til að keyra sig áfram þegar þeir eru orðnir þreyttir. Hann lét þá hlaupa þrisvar sinnum 800 metra með stuttum hvíldum og endurtaka það síðan. Eftir það sprettu þeir 400 metra, 300 metra, 200 metra og 100 metra. Þetta er taktískur undirbúningur fyrir komandi keppni. Lét þá spretta þegar þeir voru þreyttir „Ég er bara að passa upp á það að þeir eigi hraða eftir í fótunum þegar þeir eru orðnir þreyttir. Það er staða sem kemur svo oft upp í CrossFit keppnum. Í lok hlaups þá verður að eiga eftir aukagír eins og í lok erfiðarar keppnishelgar þá verður þú að geta ennþá hlaupið,“ sagði Jami Tikkanen. Í myndbandinu má síðan sjá brot af æfingum félaganna og eins ræðir Jami stöðuna á þeim nú þegar alvaran nálgast og kemur í ljós hvort þeir keppa um heimsmeistaratitilinn í ár. Liðsfélagar eða keppinautar? „Þeir eru bæði liðsfélagar og keppinautar. Þeir eru liðsfélagar á æfingunum en svo eru þeir auðvitað keppinautar í keppnum sjálfum. Ef það koma upp möguleikar til að vinna saman í keppni, svo að báðum gangi betur, þá er líka tímapunktur fyrir þá að vera liðsfélagar á ný,“ sagði Jami. „Þetta er klassísk tilhögun þegar þú ert með háklassa íþróttamenn sem eru að æfa saman. Þeir eru að reyna að verða betri en þurfa ekki að keppa á æfingum. Þeir eru meira að ýta hvorum öðrum áfram í erfiðum æfingum. Þegar kemur að keppninni þá er þetta auðvitað hver maður fyrir sig,“ sagði Jami. Hér fyrir neðan má sjá þetta athyglisverða myndband þar sem við fáum innsýn í æfingar þessara heimsklassa CrossFit kappa. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=jVxjA7pThMQ">watch on YouTube</a> CrossFit Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Sjá meira
Hinn þrítugi Koski vann fyrst Open, fyrsta hluta undankeppni heimsleikanna, en fylgdi því síðan eftir með því að vinna líka fjórðungsúrslitin. Hann tryggði sér því með sannfærandi hætti sæti í undanúrslitunum þar sem í boði eru sæti á heimsleikunum í haust. Þjálfari Koski er landi hans Jami Tikkanen sem við Íslendingar þekkjum vel enda búinn að þjálfa Anníe Mist Þórisdóttur og Björgvin Karl Guðmundsson lengi. Björgvin Karl Guðmundsson og Jonne Koski ræða málin.Skjámynd/Youtube Tikkanen sýndi frá því á The Training Plan Youtube síðunni þegar Koski kom til Íslands og æfði með Björgvini en báðir eru að undirbúa sig fyrir undanúrslitin sem fara fram í þessum mánuði. Björgvin Karl varð í sjötta sæti á heimsvísu og í þriðja sæti í Evrópu í fjórðungsúrslitunum. Æfðu á ÍR-vellinum Myndbandið byrjar á þeim hlaupa hringi á ÍR-vellinum á Sumardaginn fyrsta. Tikkanen segir þar mikilvægt að pína þá til að keyra sig áfram þegar þeir eru orðnir þreyttir. Hann lét þá hlaupa þrisvar sinnum 800 metra með stuttum hvíldum og endurtaka það síðan. Eftir það sprettu þeir 400 metra, 300 metra, 200 metra og 100 metra. Þetta er taktískur undirbúningur fyrir komandi keppni. Lét þá spretta þegar þeir voru þreyttir „Ég er bara að passa upp á það að þeir eigi hraða eftir í fótunum þegar þeir eru orðnir þreyttir. Það er staða sem kemur svo oft upp í CrossFit keppnum. Í lok hlaups þá verður að eiga eftir aukagír eins og í lok erfiðarar keppnishelgar þá verður þú að geta ennþá hlaupið,“ sagði Jami Tikkanen. Í myndbandinu má síðan sjá brot af æfingum félaganna og eins ræðir Jami stöðuna á þeim nú þegar alvaran nálgast og kemur í ljós hvort þeir keppa um heimsmeistaratitilinn í ár. Liðsfélagar eða keppinautar? „Þeir eru bæði liðsfélagar og keppinautar. Þeir eru liðsfélagar á æfingunum en svo eru þeir auðvitað keppinautar í keppnum sjálfum. Ef það koma upp möguleikar til að vinna saman í keppni, svo að báðum gangi betur, þá er líka tímapunktur fyrir þá að vera liðsfélagar á ný,“ sagði Jami. „Þetta er klassísk tilhögun þegar þú ert með háklassa íþróttamenn sem eru að æfa saman. Þeir eru að reyna að verða betri en þurfa ekki að keppa á æfingum. Þeir eru meira að ýta hvorum öðrum áfram í erfiðum æfingum. Þegar kemur að keppninni þá er þetta auðvitað hver maður fyrir sig,“ sagði Jami. Hér fyrir neðan má sjá þetta athyglisverða myndband þar sem við fáum innsýn í æfingar þessara heimsklassa CrossFit kappa. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=jVxjA7pThMQ">watch on YouTube</a>
CrossFit Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Sjá meira