Stefán Teitur Þórðarson og Mikael Anderson léku báðir allan leikinn með sínum liðum en það var Stefán sem hafði betur að þessu sinni.
Oliver Sonne kom Silkeborg yfir með marki á 39. mínútu en AGF voru með heljartök á leiknum í seinni hálfleik án þess að ná að skora og sköpuðu sér fá góð færi.
Stefán Teitur var áberandi í leik Silkeborg í seinni hálfleik, brenndi af dauðafæri og hélt svo að hann hefði tryggt sigurinn með marki sem dæmt var af vegna rangstöðu.
Stefán var svo valinn „bikarbaráttumaður“ ársins (d. årets pokalfighter) í lok leiks.
SIF-profil hyldes som årets pokalfighter https://t.co/6380HhMFji
— Bold (@bolddk) May 9, 2024
Silkeborg hélt leikinn út en markverðir beggja liða áttu frábærar vörslur í seinni hálfleik þar sem bæði lið freistuðu þess að breyta gangi leiksins. Lokatölur 1-0 og Silkeborg er danskur bikarmeistari 2024.
