Byrjaði að hlaupa til að sýna fyrrverandi í tvo heimana Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. maí 2024 13:00 Mari Järsk hlaupagarpur mætti í fyrsta langhlaupið nánast í bikiníi, eins og hún lýsir því. Vísir/Einar Ofurhlaupakonan Mari Järsk tók þátt í sínu fyrsta langhlaupi eftir að fyrrverandi kærastinn hennar tjáði henni að hann ætlaði að taka þátt í Esju Ultra hlaupinu. Hún skráði sig til leiks án þess að hafa nokkra reynslu og endaði í þriðja sæti. Frá þessu greinir Mari í heimildamynd um hana sem var frumsýnd á Stöð 2 í síðustu viku. Í myndinni spyr Sigrún Ósk Kristjánsdóttir sjónvarpskona, sem fylgdist með henni þegar hún tók þátt í bakgarðshlaupi í Þýskalandi, hvenær hún hafi áttað sig á því að hún væri betri í íþróttum en aðrir. „Ég hef nú aldrei hugsað þannig. Ég vissi alltaf innst inni að ég hefði þetta í mér,“ segir Mari í heimildamyndinni. Mari sigraði Bakgarðshlaupið, sem fór fram í Öskjuhlíð um helgina, og setti nýtt Íslandsmet í leiðinni. Hún hljóp tæplega 382 kílómetra og hafði þá verið vakandi í 57 klukkustundir, frá því að hlaupið hófst klukkan níu á laugardagsmorgun. Mari segist ekki hafa byrjað að hlaupa af ráði fyrr en seint og um síðir. Hún var á krossgötum, nýhætt í sambandi en fyrrverandi kærastinn tilkynnti henni stuttu eftir sambandsslitin að hann ætlaði að taka þátt í Esju Ultra hlaupinu og stefndi á tvær ferðir upp og niður. „Og ég bara: Já ókei, ég ætla sko meira en þú. Þannig að ég mætti, næstum því í bikiníi, mjög stuttum buxum og pínkulitlum topp með bakpoka á bakinu að fara að keppa í Esju Ultra maraþoninu. Ég vissi ekkert um hlaup,“ segir Mari. Hvernig gekk það? „Það gekk svo vel að ég var í þriðja sæti. Þarna byrjaði mín ástríða.“ Næsta markmið var að klára 50 kílómetra í Hengill Ultra, þar næsta var að klára 100 kílómetra. „Ég var sú manneskja strax að ég vildi meira. Mér fannst, þegar ég er búin með 50 kílómetra þá má ég hoppa í 100.“ Horfa má á brot úr heimildamyndinni í spilaranum hér að neðan. Myndina má sjá á Stöð 2+. Bakgarðshlaup Hlaup Ástin og lífið Tengdar fréttir „Sögulegir skór“ Mari Järsk á uppboði Hlaupaskórnir sem Mari Järsk var klædd í þegar hún hljóp 57 hringi í Bakgarðshlaupinu og sló Íslandsmet eru nú á uppboði. Uppboðið er á vegum góðgerðardags Hagaskóla, sem fór reyndar fram í fyrradag. 9. maí 2024 09:31 Stuðningurinn ómetanlegur: „Farið í dýpstu leyndarmálin“ Kvíði, grátur, hlý samvera og gleði er á meðal þess sem situr eftir hjá hlaupahetjunni Mari Järsk er hún hljóp sólarhringum saman og fagnaði sigri í Bakgarðshlaupinu í Öskjuhlíð um helgina, á nýju Íslandsmeti. 8. maí 2024 08:00 Gat ekki staðið upp til að taka við bikarnum Mari Järsk gat ekki staðið upp í kvöld til að taka við verðlaunum sem sigurvegari Bakgarðshlaupsins í ár. Mari vann hlaupið eftir að hafa lokið 57 hringjum. Mari sagði fætur hennar hafa bólgnað svo upp eftir hlaupin að hún gæti ekki staðið upp. 6. maí 2024 22:55 Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Fleiri fréttir Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Sjá meira
Frá þessu greinir Mari í heimildamynd um hana sem var frumsýnd á Stöð 2 í síðustu viku. Í myndinni spyr Sigrún Ósk Kristjánsdóttir sjónvarpskona, sem fylgdist með henni þegar hún tók þátt í bakgarðshlaupi í Þýskalandi, hvenær hún hafi áttað sig á því að hún væri betri í íþróttum en aðrir. „Ég hef nú aldrei hugsað þannig. Ég vissi alltaf innst inni að ég hefði þetta í mér,“ segir Mari í heimildamyndinni. Mari sigraði Bakgarðshlaupið, sem fór fram í Öskjuhlíð um helgina, og setti nýtt Íslandsmet í leiðinni. Hún hljóp tæplega 382 kílómetra og hafði þá verið vakandi í 57 klukkustundir, frá því að hlaupið hófst klukkan níu á laugardagsmorgun. Mari segist ekki hafa byrjað að hlaupa af ráði fyrr en seint og um síðir. Hún var á krossgötum, nýhætt í sambandi en fyrrverandi kærastinn tilkynnti henni stuttu eftir sambandsslitin að hann ætlaði að taka þátt í Esju Ultra hlaupinu og stefndi á tvær ferðir upp og niður. „Og ég bara: Já ókei, ég ætla sko meira en þú. Þannig að ég mætti, næstum því í bikiníi, mjög stuttum buxum og pínkulitlum topp með bakpoka á bakinu að fara að keppa í Esju Ultra maraþoninu. Ég vissi ekkert um hlaup,“ segir Mari. Hvernig gekk það? „Það gekk svo vel að ég var í þriðja sæti. Þarna byrjaði mín ástríða.“ Næsta markmið var að klára 50 kílómetra í Hengill Ultra, þar næsta var að klára 100 kílómetra. „Ég var sú manneskja strax að ég vildi meira. Mér fannst, þegar ég er búin með 50 kílómetra þá má ég hoppa í 100.“ Horfa má á brot úr heimildamyndinni í spilaranum hér að neðan. Myndina má sjá á Stöð 2+.
Bakgarðshlaup Hlaup Ástin og lífið Tengdar fréttir „Sögulegir skór“ Mari Järsk á uppboði Hlaupaskórnir sem Mari Järsk var klædd í þegar hún hljóp 57 hringi í Bakgarðshlaupinu og sló Íslandsmet eru nú á uppboði. Uppboðið er á vegum góðgerðardags Hagaskóla, sem fór reyndar fram í fyrradag. 9. maí 2024 09:31 Stuðningurinn ómetanlegur: „Farið í dýpstu leyndarmálin“ Kvíði, grátur, hlý samvera og gleði er á meðal þess sem situr eftir hjá hlaupahetjunni Mari Järsk er hún hljóp sólarhringum saman og fagnaði sigri í Bakgarðshlaupinu í Öskjuhlíð um helgina, á nýju Íslandsmeti. 8. maí 2024 08:00 Gat ekki staðið upp til að taka við bikarnum Mari Järsk gat ekki staðið upp í kvöld til að taka við verðlaunum sem sigurvegari Bakgarðshlaupsins í ár. Mari vann hlaupið eftir að hafa lokið 57 hringjum. Mari sagði fætur hennar hafa bólgnað svo upp eftir hlaupin að hún gæti ekki staðið upp. 6. maí 2024 22:55 Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Fleiri fréttir Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Sjá meira
„Sögulegir skór“ Mari Järsk á uppboði Hlaupaskórnir sem Mari Järsk var klædd í þegar hún hljóp 57 hringi í Bakgarðshlaupinu og sló Íslandsmet eru nú á uppboði. Uppboðið er á vegum góðgerðardags Hagaskóla, sem fór reyndar fram í fyrradag. 9. maí 2024 09:31
Stuðningurinn ómetanlegur: „Farið í dýpstu leyndarmálin“ Kvíði, grátur, hlý samvera og gleði er á meðal þess sem situr eftir hjá hlaupahetjunni Mari Järsk er hún hljóp sólarhringum saman og fagnaði sigri í Bakgarðshlaupinu í Öskjuhlíð um helgina, á nýju Íslandsmeti. 8. maí 2024 08:00
Gat ekki staðið upp til að taka við bikarnum Mari Järsk gat ekki staðið upp í kvöld til að taka við verðlaunum sem sigurvegari Bakgarðshlaupsins í ár. Mari vann hlaupið eftir að hafa lokið 57 hringjum. Mari sagði fætur hennar hafa bólgnað svo upp eftir hlaupin að hún gæti ekki staðið upp. 6. maí 2024 22:55
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“