„Á flestum sviðum körfuboltans voru þeir bara betri en við“ Siggeir Ævarsson skrifar 8. maí 2024 22:04 Pétur Ingvarsson virtist ekki ná að miðla sínum áherslum til sinna manna í kvöld Vísir/Bára Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, var daufur í dálkinn þegar Andri Már Eggertsson tók hann tali eftir stórt tap hans manna gegn Grindavík í kvöld en lokatölur leiksins urðu 96-71. Munurinn varð mestur 29 stig áður en bæði lið tæmdu bekkina sína þegar fjórar mínútur voru enn eftir af leiknum. Pétur viðurkenndi að Grindvíkingar hefðu einfaldlega verið mun betri í kvöld. „Þeir hittu vel og spiluðu hörku varnarleik. „Á flestum sviðum körfuboltans voru þeir bara betri en við.“ Munurinn var ekki óyfirstíganlegur í hálfleik en Keflvíkingar náðu ekki að þétta raðirnir að neinu marki í hléinu. „Í hálfleik vonar maður bara að liðið spili betur en í fyrri hálfleik. Við vorum ekkert það mikið undir, tólf stigum eða eitthvað álíka, og það er ekki nema 3-4 sóknir. En þeir voru bara grimmari en við í vörn og gáfu okkur ekki neitt. Við vorum að tapa boltanum og ragir við að skjóta og því fór sem fór.“ Kristófer Breki Gylfason setti þrjá þrista í sex skotum og tvo þeirra þegar Grindavík náði upp góðri forystu. Pétur var ekki sammála Andra að Keflvíkingar hefðu gefið honum opin skot. „Við vorum ekkert að gefa honum skot. Hann bara setti þessi skot. Við erum kannski ekkert endilega að dekka hann eins og hann sé þeirra aðalmaður. Við erum að leggja áherslu á að stoppa Kane og Basile. Breki er hörku skotmaður og við vitum alveg af því. Við þurfum að hjálpa á Basile og Kane og ef hann er tilbúinn að setja hann er hann bara hörku skotmaður.“ DeAndre Kane fékk sína fjórðu villu og settist á bekkinn þegar 14 mínútur voru enn eftir af leiknum. Pétur sagði að það hefði ekki verið tilefni til neins vendipunkts, enda væri Kane aðeins hluti af góðu liði. „Við erum að reyna að spila körfubolta og ekki að reyna að ráðast á eitthvað eitt. Hann er bara hluti af þessu liði hjá þeim. Arnór, Julio og Valur koma sterkir inn af bekknum. Það eru menn þarna sem eru hörku góðir og í sjálfu sér erum við þannig séð alveg inni í þessum leik fram í fjórða leikhluta. Við erum ekkert búnir að tapa leiknum í byrjun fjórða. Þeir setja stór skot og gera þetta mjög erfitt fyrir okkur.“ Sagði Pétur að lokum en hann hefur núna fjóra daga til að kjarna lið Keflavíkur á ný en liðin mætast í Blue Höllinni á sunnudag. Körfubolti Subway-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tatum með slitna hásin Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Sjá meira
Munurinn varð mestur 29 stig áður en bæði lið tæmdu bekkina sína þegar fjórar mínútur voru enn eftir af leiknum. Pétur viðurkenndi að Grindvíkingar hefðu einfaldlega verið mun betri í kvöld. „Þeir hittu vel og spiluðu hörku varnarleik. „Á flestum sviðum körfuboltans voru þeir bara betri en við.“ Munurinn var ekki óyfirstíganlegur í hálfleik en Keflvíkingar náðu ekki að þétta raðirnir að neinu marki í hléinu. „Í hálfleik vonar maður bara að liðið spili betur en í fyrri hálfleik. Við vorum ekkert það mikið undir, tólf stigum eða eitthvað álíka, og það er ekki nema 3-4 sóknir. En þeir voru bara grimmari en við í vörn og gáfu okkur ekki neitt. Við vorum að tapa boltanum og ragir við að skjóta og því fór sem fór.“ Kristófer Breki Gylfason setti þrjá þrista í sex skotum og tvo þeirra þegar Grindavík náði upp góðri forystu. Pétur var ekki sammála Andra að Keflvíkingar hefðu gefið honum opin skot. „Við vorum ekkert að gefa honum skot. Hann bara setti þessi skot. Við erum kannski ekkert endilega að dekka hann eins og hann sé þeirra aðalmaður. Við erum að leggja áherslu á að stoppa Kane og Basile. Breki er hörku skotmaður og við vitum alveg af því. Við þurfum að hjálpa á Basile og Kane og ef hann er tilbúinn að setja hann er hann bara hörku skotmaður.“ DeAndre Kane fékk sína fjórðu villu og settist á bekkinn þegar 14 mínútur voru enn eftir af leiknum. Pétur sagði að það hefði ekki verið tilefni til neins vendipunkts, enda væri Kane aðeins hluti af góðu liði. „Við erum að reyna að spila körfubolta og ekki að reyna að ráðast á eitthvað eitt. Hann er bara hluti af þessu liði hjá þeim. Arnór, Julio og Valur koma sterkir inn af bekknum. Það eru menn þarna sem eru hörku góðir og í sjálfu sér erum við þannig séð alveg inni í þessum leik fram í fjórða leikhluta. Við erum ekkert búnir að tapa leiknum í byrjun fjórða. Þeir setja stór skot og gera þetta mjög erfitt fyrir okkur.“ Sagði Pétur að lokum en hann hefur núna fjóra daga til að kjarna lið Keflavíkur á ný en liðin mætast í Blue Höllinni á sunnudag.
Körfubolti Subway-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tatum með slitna hásin Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn