„Á flestum sviðum körfuboltans voru þeir bara betri en við“ Siggeir Ævarsson skrifar 8. maí 2024 22:04 Pétur Ingvarsson virtist ekki ná að miðla sínum áherslum til sinna manna í kvöld Vísir/Bára Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, var daufur í dálkinn þegar Andri Már Eggertsson tók hann tali eftir stórt tap hans manna gegn Grindavík í kvöld en lokatölur leiksins urðu 96-71. Munurinn varð mestur 29 stig áður en bæði lið tæmdu bekkina sína þegar fjórar mínútur voru enn eftir af leiknum. Pétur viðurkenndi að Grindvíkingar hefðu einfaldlega verið mun betri í kvöld. „Þeir hittu vel og spiluðu hörku varnarleik. „Á flestum sviðum körfuboltans voru þeir bara betri en við.“ Munurinn var ekki óyfirstíganlegur í hálfleik en Keflvíkingar náðu ekki að þétta raðirnir að neinu marki í hléinu. „Í hálfleik vonar maður bara að liðið spili betur en í fyrri hálfleik. Við vorum ekkert það mikið undir, tólf stigum eða eitthvað álíka, og það er ekki nema 3-4 sóknir. En þeir voru bara grimmari en við í vörn og gáfu okkur ekki neitt. Við vorum að tapa boltanum og ragir við að skjóta og því fór sem fór.“ Kristófer Breki Gylfason setti þrjá þrista í sex skotum og tvo þeirra þegar Grindavík náði upp góðri forystu. Pétur var ekki sammála Andra að Keflvíkingar hefðu gefið honum opin skot. „Við vorum ekkert að gefa honum skot. Hann bara setti þessi skot. Við erum kannski ekkert endilega að dekka hann eins og hann sé þeirra aðalmaður. Við erum að leggja áherslu á að stoppa Kane og Basile. Breki er hörku skotmaður og við vitum alveg af því. Við þurfum að hjálpa á Basile og Kane og ef hann er tilbúinn að setja hann er hann bara hörku skotmaður.“ DeAndre Kane fékk sína fjórðu villu og settist á bekkinn þegar 14 mínútur voru enn eftir af leiknum. Pétur sagði að það hefði ekki verið tilefni til neins vendipunkts, enda væri Kane aðeins hluti af góðu liði. „Við erum að reyna að spila körfubolta og ekki að reyna að ráðast á eitthvað eitt. Hann er bara hluti af þessu liði hjá þeim. Arnór, Julio og Valur koma sterkir inn af bekknum. Það eru menn þarna sem eru hörku góðir og í sjálfu sér erum við þannig séð alveg inni í þessum leik fram í fjórða leikhluta. Við erum ekkert búnir að tapa leiknum í byrjun fjórða. Þeir setja stór skot og gera þetta mjög erfitt fyrir okkur.“ Sagði Pétur að lokum en hann hefur núna fjóra daga til að kjarna lið Keflavíkur á ný en liðin mætast í Blue Höllinni á sunnudag. Körfubolti Subway-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Sjá meira
Munurinn varð mestur 29 stig áður en bæði lið tæmdu bekkina sína þegar fjórar mínútur voru enn eftir af leiknum. Pétur viðurkenndi að Grindvíkingar hefðu einfaldlega verið mun betri í kvöld. „Þeir hittu vel og spiluðu hörku varnarleik. „Á flestum sviðum körfuboltans voru þeir bara betri en við.“ Munurinn var ekki óyfirstíganlegur í hálfleik en Keflvíkingar náðu ekki að þétta raðirnir að neinu marki í hléinu. „Í hálfleik vonar maður bara að liðið spili betur en í fyrri hálfleik. Við vorum ekkert það mikið undir, tólf stigum eða eitthvað álíka, og það er ekki nema 3-4 sóknir. En þeir voru bara grimmari en við í vörn og gáfu okkur ekki neitt. Við vorum að tapa boltanum og ragir við að skjóta og því fór sem fór.“ Kristófer Breki Gylfason setti þrjá þrista í sex skotum og tvo þeirra þegar Grindavík náði upp góðri forystu. Pétur var ekki sammála Andra að Keflvíkingar hefðu gefið honum opin skot. „Við vorum ekkert að gefa honum skot. Hann bara setti þessi skot. Við erum kannski ekkert endilega að dekka hann eins og hann sé þeirra aðalmaður. Við erum að leggja áherslu á að stoppa Kane og Basile. Breki er hörku skotmaður og við vitum alveg af því. Við þurfum að hjálpa á Basile og Kane og ef hann er tilbúinn að setja hann er hann bara hörku skotmaður.“ DeAndre Kane fékk sína fjórðu villu og settist á bekkinn þegar 14 mínútur voru enn eftir af leiknum. Pétur sagði að það hefði ekki verið tilefni til neins vendipunkts, enda væri Kane aðeins hluti af góðu liði. „Við erum að reyna að spila körfubolta og ekki að reyna að ráðast á eitthvað eitt. Hann er bara hluti af þessu liði hjá þeim. Arnór, Julio og Valur koma sterkir inn af bekknum. Það eru menn þarna sem eru hörku góðir og í sjálfu sér erum við þannig séð alveg inni í þessum leik fram í fjórða leikhluta. Við erum ekkert búnir að tapa leiknum í byrjun fjórða. Þeir setja stór skot og gera þetta mjög erfitt fyrir okkur.“ Sagði Pétur að lokum en hann hefur núna fjóra daga til að kjarna lið Keflavíkur á ný en liðin mætast í Blue Höllinni á sunnudag.
Körfubolti Subway-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik