Býður þjóðarhöll Færeyja undir landsleiki Íslands Kristján Már Unnarsson skrifar 8. maí 2024 22:33 Heðin Mortensen er borgarstjóri Þórshafnar í Færeyjum. Egill Aðalsteinsson Smíði nýrrar þjóðarhallar Færeyinga skotgengur og er stefnt að því að fyrstu kappleikirnir verði spilaðir í febrúar á næsta ári. Borgarstjóri Þórshafnar býður Íslendingum að nýta færeysku höllina undir landsleiki Íslands. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá myndir frá smíði hallarinnar og af væntanlegu útliti en hún hefur fengið nafnið Við Tjarnir. Hún rís í útjaðri Þórshafnar en skammt frá ná hin mögnuðu Austureyjargöng landi á Straumey. Þjóðarhöll Færeyinga rýkur upp og er áformað að hún verði tekin í notkun í febrúar á næsta ári. Fyrsta skóflustunga var tekin fyrir sautján mánuðum.Egill Aðalsteinsson Það var rétt fyrir jólin 2022, fyrir um sautján mánuðum, sem fyrsta skóflustungan var tekin. Byggingin rýkur upp þessa dagana. Borgarstjórinn í Þórshöfn, Heðin Mortensen, er helsti forystumaður verkefnisins. Hann hefur einnig setið á Lögþinginu og gegnt formennsku í Íþróttasambandi Færeyja og er stoltur af árangri færeyskra íþróttamanna. Heðin Mortensen í viðtali við Stöð 2. Fyrir aftan er ráðhús Þórshafnar.Egill Aðalsteinsson „Eins og þú veist höfum við staðið okkur vel í handboltanum. Við eigum einn besta leikmanninn í Þýskalandi í dag og í Svíþjóð,” segir Heðin. Og hann vill að heimavöllur landsliðanna sé í Færeyjum. „Í staðinn fyrir að spila heimaleiki okkar í Danmörku eða annars staðar; nei, það á að spila þá hér í Höfn, Þórshöfn,” segir borgarstjórinn. Svona mun höllin líta út fullsmíðuð. Hún hefur fengið nafnið Við Tjarnir.TÓRSHAVNAR KOMMUNA Þjóðarhöll Færeyinga verður fjölnotahús fyrir flestar greinar inniíþrótta með sæti fyrir 2.700 áhorfendur á kappleikjum. „Svo nýtist hún líka sem stór tónleikasalur og einnig fyrir ráðstefnur þar sem margir koma saman. Á tónleikum rúmar hún um fjögur þúsund manns. Svo þetta er mjög stór höll sem við erum ægilega stolt af.” Kostnaður er áætlaður um fimm milljarðar króna og greiðir Þórshafnarbær um sextíu prósent en afgangurinn kemur frá Landsstjórninni, danska ríkinu og einkaaðilum. Á kappleikjum rúmar höllin 2.700 áhorfendur.TÓRSHAVNAR KOMMUNA „Hún verður fokheld núna á Ólafsvöku, það er 28. júlí í ár. Svo verkið skotgengur, gengur mjög hratt. Og fyrsti handboltaleikurinn verður í febrúar á komandi ári. Við erum mjög spennt fyrir að geta tekið hana í notkun. Og bíðum spennt eftir að fá heimaleikina hingað. Og Íslendingum er velkomið að nota höllina líka. Að sjálfsögðu,” segir Heðin Mortensen, sem ber titilinn borgarstjóri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Færeyjar Ný þjóðarhöll Handbolti Körfubolti Tengdar fréttir Fyrsta skóflustunga tekin að þjóðarhöll Færeyinga Smíði þjóðarhallar er hafin í Færeyjum og var fyrsta skóflustunga tekin daginn fyrir Þorláksmessu. Henni er ætlað að hýsa landsleiki Færeyinga í innanhússíþróttum en einnig tónleika, sýningar og ráðstefnur. 28. desember 2022 23:30 „Verður ekki aftur snúið“ Stórt skref var stigið í átt að nýrri Þjóðarhöll í dag er verkið var auglýst fyrir samkeppnisútboð. Ráðherra og formaður Þjóðarhallar ehf eru bjartsýnir á framhaldið. 8. mars 2024 23:30 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá myndir frá smíði hallarinnar og af væntanlegu útliti en hún hefur fengið nafnið Við Tjarnir. Hún rís í útjaðri Þórshafnar en skammt frá ná hin mögnuðu Austureyjargöng landi á Straumey. Þjóðarhöll Færeyinga rýkur upp og er áformað að hún verði tekin í notkun í febrúar á næsta ári. Fyrsta skóflustunga var tekin fyrir sautján mánuðum.Egill Aðalsteinsson Það var rétt fyrir jólin 2022, fyrir um sautján mánuðum, sem fyrsta skóflustungan var tekin. Byggingin rýkur upp þessa dagana. Borgarstjórinn í Þórshöfn, Heðin Mortensen, er helsti forystumaður verkefnisins. Hann hefur einnig setið á Lögþinginu og gegnt formennsku í Íþróttasambandi Færeyja og er stoltur af árangri færeyskra íþróttamanna. Heðin Mortensen í viðtali við Stöð 2. Fyrir aftan er ráðhús Þórshafnar.Egill Aðalsteinsson „Eins og þú veist höfum við staðið okkur vel í handboltanum. Við eigum einn besta leikmanninn í Þýskalandi í dag og í Svíþjóð,” segir Heðin. Og hann vill að heimavöllur landsliðanna sé í Færeyjum. „Í staðinn fyrir að spila heimaleiki okkar í Danmörku eða annars staðar; nei, það á að spila þá hér í Höfn, Þórshöfn,” segir borgarstjórinn. Svona mun höllin líta út fullsmíðuð. Hún hefur fengið nafnið Við Tjarnir.TÓRSHAVNAR KOMMUNA Þjóðarhöll Færeyinga verður fjölnotahús fyrir flestar greinar inniíþrótta með sæti fyrir 2.700 áhorfendur á kappleikjum. „Svo nýtist hún líka sem stór tónleikasalur og einnig fyrir ráðstefnur þar sem margir koma saman. Á tónleikum rúmar hún um fjögur þúsund manns. Svo þetta er mjög stór höll sem við erum ægilega stolt af.” Kostnaður er áætlaður um fimm milljarðar króna og greiðir Þórshafnarbær um sextíu prósent en afgangurinn kemur frá Landsstjórninni, danska ríkinu og einkaaðilum. Á kappleikjum rúmar höllin 2.700 áhorfendur.TÓRSHAVNAR KOMMUNA „Hún verður fokheld núna á Ólafsvöku, það er 28. júlí í ár. Svo verkið skotgengur, gengur mjög hratt. Og fyrsti handboltaleikurinn verður í febrúar á komandi ári. Við erum mjög spennt fyrir að geta tekið hana í notkun. Og bíðum spennt eftir að fá heimaleikina hingað. Og Íslendingum er velkomið að nota höllina líka. Að sjálfsögðu,” segir Heðin Mortensen, sem ber titilinn borgarstjóri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Færeyjar Ný þjóðarhöll Handbolti Körfubolti Tengdar fréttir Fyrsta skóflustunga tekin að þjóðarhöll Færeyinga Smíði þjóðarhallar er hafin í Færeyjum og var fyrsta skóflustunga tekin daginn fyrir Þorláksmessu. Henni er ætlað að hýsa landsleiki Færeyinga í innanhússíþróttum en einnig tónleika, sýningar og ráðstefnur. 28. desember 2022 23:30 „Verður ekki aftur snúið“ Stórt skref var stigið í átt að nýrri Þjóðarhöll í dag er verkið var auglýst fyrir samkeppnisútboð. Ráðherra og formaður Þjóðarhallar ehf eru bjartsýnir á framhaldið. 8. mars 2024 23:30 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
Fyrsta skóflustunga tekin að þjóðarhöll Færeyinga Smíði þjóðarhallar er hafin í Færeyjum og var fyrsta skóflustunga tekin daginn fyrir Þorláksmessu. Henni er ætlað að hýsa landsleiki Færeyinga í innanhússíþróttum en einnig tónleika, sýningar og ráðstefnur. 28. desember 2022 23:30
„Verður ekki aftur snúið“ Stórt skref var stigið í átt að nýrri Þjóðarhöll í dag er verkið var auglýst fyrir samkeppnisútboð. Ráðherra og formaður Þjóðarhallar ehf eru bjartsýnir á framhaldið. 8. mars 2024 23:30