Skýrustu merkin um lofthjúp um bergreikistjörnu til þessa Kjartan Kjartansson skrifar 8. maí 2024 15:54 Teikning af því hvernig 55 Cancri e og móðurstjarna hennar gætu litið út. Yfirborð plánetunnar er líklega ólgandi kvikuhaf. NASA, ESA, CSA, R. Crawford (STScI) Fjarreikistjarna sem James Webb-geimsjónaukinn hefur fylgst með gæti verið fyrsta bergreikistjarnan utan sólkerfisins okkar með lofthjúp sem menn finna. Engar líkur eru á að reikistjarnan gæti hýst líf, að minnsta kosti ekki í þeirri mynd sem við þekkjum það. Bergreikistjarnan 55 Cancri e er í 41 ljósárs fjarlægð frá jörðinni. Hún er einn fimm þekktra reikistjarna á braut um stjörnu sem líkist sólinni okkar í stjörnumerkinu krabbanum. Þvermál reikistjörnunnar er tvöfalt meira en jarðarinnar og massinn um áttfalt meiri. Hún skilgreind sem svonefnt ofurjörð: stærri en jörðin en minni en ísrisinn Neptúnus. Nú telur hópur vísindamanna í Bandaríkjunum að þeir hafi greint merki um lofthjúp í kringum 55 Cancri e í gögnum James Webb-geimsjónaukans. Þeir greindu hitageislun reikistjörnunnar og komust að því að daghlið hennar væri nokkuð svalari en hún ætti að vera ef það væri enginn lofthjúpur. Reikistjarnan er með svokallaðan bundin möndulsnúning sem þýðir að hún snýr alltaf sömu hliðinni að móðurstjörnu sinni líkt og tunglið gagnvart jörðinni. Hún gengur afar þétt um móðurstjörnuna, aðeins einn tuttugasta og fimmta af fjarlægðinni á milli Merkúríusar, innstu reikistjörnunnar í sólkerfinu okkar, og sólarinnar. Stjörnufræðingarnir reiknuðu út að hitinn við yfirborð reikistjörnunnar ætti að vera um 2.200°C ef enginn væri lofthjúpurinn. Sú staðreynd að þeir mældu hita í kringum 1.540°C er vísbending um að lofthjúpur dreifi hitanum á milli dag- og næturhliðarinnar. Gögnin benda til þess að lofthjúpurinn gæti verið myndaður úr kolmónoxíði eða koltvísýringi. Fljótandi hraun á yfirborðinu Aðstæður á 55 Cancri e eru helvíti líkastar. Fyrir utan lofthitann sem gæti brætt stál er yfirborðið að öllum líkindum ekki fast berg heldur fljótandi og ólgandi hraun. Talið er að yfirborð jarðarinnar hafi verið bráðið fyrst eftir myndun hennar fyrir um fjórum og hálfum milljarði ára. Þó að svo gott sem engar líkur séu á að reikistjarnan sé lífvænleg getur uppgötvun á lofthjúpi í kringum hana hjálpað vísindamönnum að skilja betur samband lofthjúps, yfirborðs og innra byrðis bergreikistjarna og þannig veitt þeim innsýn í forsögu jarðarinnar, Venusar og Mars. „Á endanum viljum við skilja hvaða aðstæður gerðu bergreikistjörnum kleift að halda í gasríkt andrúmsloft sem er lykilhráefni lífvænlegra reikistjarna,“ segir Renyu Hu, aðalhöfundur greinar um rannsóknina sem birtist í vísindaritinu Nature í dag. Líklegast er að lofthjúpur 55 Cancri e sé gas úr innyflum reikistjörnunnar enda hefði hitinn og geislunin frá móðurstjörnunni fyrir löngu feykt burt lofthjúpi frá myndun hennar. Þá er líklegt að lofthjúpurinn sé einnig myndaður úr gastegundum eins og köfnunarefni, vatnsgufu, brennisteinsdíoxíði og uppgufuðu bergi. Jafnvel gætu þar verið skammlíf ský mynduð úr smáum hraundropum sem þéttast í lofthjúpnum, að því er segir í tilkynningu á vef Evrópsku geimstofnunarinnar (ESA). Framhaldsrannsóknir á reikistjörnunni eiga að veita stjörnufræðingunum skýrari mynd af hitamuninum á milli dag- og næturhliðarinnar og þar með veðurfari og loftslagi hennar. Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Möguleg vatnaveröld með kolefnissamböndum í lofti Stjörnufræðingar hafa fundið kolefnissameindir í andrúmslofti fjarreikistjörnu sem styrkir tilgátur um að þar kunni að vera haf fljótandi vatns. Einnig fundust óskýrari merki um að þar sé að finna efnasamband sem aðeins sjóþörungar mynda á jörðinni. 13. september 2023 09:35 Enginn alvöru lofthjúpur utan um lofandi fjarreikistjörnur Líkur á að lífvænlegar aðstæður finnist í Trappist-sólkerfinu fara þverrandi eftir að rannsóknir James Webb-geimsjónaukans bentu til þess að þykkan lofthjúp sé ekki að finna á tveimur af sjö bergreikistjörnum þar. Fundur reikistjarnanna vakti athygli á sínum tíma þar sem þær eru nær allar á stærð við Venus. 20. júní 2023 10:09 Fundu steindaský í lofthjúpi fjarlægrar risareikistjörnu Ský úr sílíkötum eru á meðal þess sem James Webb-geimsjónaukinn fann í lofthjúpi fjarreikistjörnu sem er margfalt stærri en nokkur hnöttur í okkar sólkerfi. Mælingar sjónaukans á reikistjörnunni eru sagðar byltingakenndar. 23. mars 2023 13:53 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Sjá meira
Bergreikistjarnan 55 Cancri e er í 41 ljósárs fjarlægð frá jörðinni. Hún er einn fimm þekktra reikistjarna á braut um stjörnu sem líkist sólinni okkar í stjörnumerkinu krabbanum. Þvermál reikistjörnunnar er tvöfalt meira en jarðarinnar og massinn um áttfalt meiri. Hún skilgreind sem svonefnt ofurjörð: stærri en jörðin en minni en ísrisinn Neptúnus. Nú telur hópur vísindamanna í Bandaríkjunum að þeir hafi greint merki um lofthjúp í kringum 55 Cancri e í gögnum James Webb-geimsjónaukans. Þeir greindu hitageislun reikistjörnunnar og komust að því að daghlið hennar væri nokkuð svalari en hún ætti að vera ef það væri enginn lofthjúpur. Reikistjarnan er með svokallaðan bundin möndulsnúning sem þýðir að hún snýr alltaf sömu hliðinni að móðurstjörnu sinni líkt og tunglið gagnvart jörðinni. Hún gengur afar þétt um móðurstjörnuna, aðeins einn tuttugasta og fimmta af fjarlægðinni á milli Merkúríusar, innstu reikistjörnunnar í sólkerfinu okkar, og sólarinnar. Stjörnufræðingarnir reiknuðu út að hitinn við yfirborð reikistjörnunnar ætti að vera um 2.200°C ef enginn væri lofthjúpurinn. Sú staðreynd að þeir mældu hita í kringum 1.540°C er vísbending um að lofthjúpur dreifi hitanum á milli dag- og næturhliðarinnar. Gögnin benda til þess að lofthjúpurinn gæti verið myndaður úr kolmónoxíði eða koltvísýringi. Fljótandi hraun á yfirborðinu Aðstæður á 55 Cancri e eru helvíti líkastar. Fyrir utan lofthitann sem gæti brætt stál er yfirborðið að öllum líkindum ekki fast berg heldur fljótandi og ólgandi hraun. Talið er að yfirborð jarðarinnar hafi verið bráðið fyrst eftir myndun hennar fyrir um fjórum og hálfum milljarði ára. Þó að svo gott sem engar líkur séu á að reikistjarnan sé lífvænleg getur uppgötvun á lofthjúpi í kringum hana hjálpað vísindamönnum að skilja betur samband lofthjúps, yfirborðs og innra byrðis bergreikistjarna og þannig veitt þeim innsýn í forsögu jarðarinnar, Venusar og Mars. „Á endanum viljum við skilja hvaða aðstæður gerðu bergreikistjörnum kleift að halda í gasríkt andrúmsloft sem er lykilhráefni lífvænlegra reikistjarna,“ segir Renyu Hu, aðalhöfundur greinar um rannsóknina sem birtist í vísindaritinu Nature í dag. Líklegast er að lofthjúpur 55 Cancri e sé gas úr innyflum reikistjörnunnar enda hefði hitinn og geislunin frá móðurstjörnunni fyrir löngu feykt burt lofthjúpi frá myndun hennar. Þá er líklegt að lofthjúpurinn sé einnig myndaður úr gastegundum eins og köfnunarefni, vatnsgufu, brennisteinsdíoxíði og uppgufuðu bergi. Jafnvel gætu þar verið skammlíf ský mynduð úr smáum hraundropum sem þéttast í lofthjúpnum, að því er segir í tilkynningu á vef Evrópsku geimstofnunarinnar (ESA). Framhaldsrannsóknir á reikistjörnunni eiga að veita stjörnufræðingunum skýrari mynd af hitamuninum á milli dag- og næturhliðarinnar og þar með veðurfari og loftslagi hennar.
Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Möguleg vatnaveröld með kolefnissamböndum í lofti Stjörnufræðingar hafa fundið kolefnissameindir í andrúmslofti fjarreikistjörnu sem styrkir tilgátur um að þar kunni að vera haf fljótandi vatns. Einnig fundust óskýrari merki um að þar sé að finna efnasamband sem aðeins sjóþörungar mynda á jörðinni. 13. september 2023 09:35 Enginn alvöru lofthjúpur utan um lofandi fjarreikistjörnur Líkur á að lífvænlegar aðstæður finnist í Trappist-sólkerfinu fara þverrandi eftir að rannsóknir James Webb-geimsjónaukans bentu til þess að þykkan lofthjúp sé ekki að finna á tveimur af sjö bergreikistjörnum þar. Fundur reikistjarnanna vakti athygli á sínum tíma þar sem þær eru nær allar á stærð við Venus. 20. júní 2023 10:09 Fundu steindaský í lofthjúpi fjarlægrar risareikistjörnu Ský úr sílíkötum eru á meðal þess sem James Webb-geimsjónaukinn fann í lofthjúpi fjarreikistjörnu sem er margfalt stærri en nokkur hnöttur í okkar sólkerfi. Mælingar sjónaukans á reikistjörnunni eru sagðar byltingakenndar. 23. mars 2023 13:53 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Sjá meira
Möguleg vatnaveröld með kolefnissamböndum í lofti Stjörnufræðingar hafa fundið kolefnissameindir í andrúmslofti fjarreikistjörnu sem styrkir tilgátur um að þar kunni að vera haf fljótandi vatns. Einnig fundust óskýrari merki um að þar sé að finna efnasamband sem aðeins sjóþörungar mynda á jörðinni. 13. september 2023 09:35
Enginn alvöru lofthjúpur utan um lofandi fjarreikistjörnur Líkur á að lífvænlegar aðstæður finnist í Trappist-sólkerfinu fara þverrandi eftir að rannsóknir James Webb-geimsjónaukans bentu til þess að þykkan lofthjúp sé ekki að finna á tveimur af sjö bergreikistjörnum þar. Fundur reikistjarnanna vakti athygli á sínum tíma þar sem þær eru nær allar á stærð við Venus. 20. júní 2023 10:09
Fundu steindaský í lofthjúpi fjarlægrar risareikistjörnu Ský úr sílíkötum eru á meðal þess sem James Webb-geimsjónaukinn fann í lofthjúpi fjarreikistjörnu sem er margfalt stærri en nokkur hnöttur í okkar sólkerfi. Mælingar sjónaukans á reikistjörnunni eru sagðar byltingakenndar. 23. mars 2023 13:53