Gera þrjátíu til fjörutíu kaupsamninga á hverjum degi Lovísa Arnardóttir skrifar 8. maí 2024 11:41 Grindvíkingar eru margir ósáttir við gang uppkaupanna og hafa mótmælt á Austurvelli. Myndin var tekin á síðustu mótmælum. Vísir/Vilhelm Fasteignafélagið Þórkatla hefur nú afgreitt meirihluta þeirra 766 umsóknir sem hafa borist um kaup. Allar umsóknir sem bárust í mars og þarfnast ekki nánari skoðunar hafa verið afgreiddar, eða alls 528 umsóknir. Eigendum 415 eigna í Grindavík hefur verið boðin kaupsamningur til undirritunar. Enn er unnið umsóknum sem bárust í mars sem hafa einhver frávik. Þau snúa meðal annars að breytingum á fermetra fjölda, frávikum frá lögheimili í eigninni, húsum í byggingu, altjónshúsum og dánarbúum. Þórkatla gerir á bilinu 30 til 40 kaupsamninga á dag og stefnir að því að klára kaupsamning við alla þá 528 aðila sem sóttu um í mars í næstu viku. Í tilkynningu frá Þórkötlu kemur fram að félagið muni nú hefja úrvinnslu þeirra 130 umsókna sem bárust þeim í fyrri hluta aprílmánaðar. Þar kemur einnig fram að Þórkatla hefur þegar boðið eigendum um 415 húseigna í Grindavík kaupsamning til undirritunar eða rúmum 55 prósent allra umsækjenda. „Heilt á litið er ég mjög ánægður með framgang mála hjá okkur núna. Það að hafa gert vel á fimmta hundrað kaupsamninga á síðustu vikum þýðir að sambærilegur fjöldi fjölskyldna í Grindavík hefur fengið úrlausn sinna mála. Það tók okkur nokkurn tíma að ná tökum á þessu flókna verkefni en þetta er allt á góðri leið, enda frábær hópur sem stendur á bak við þetta verkefni þvert á stjórnkerfið,“ segir Örn Viðar Skúlason framkvæmdastjóri Fasteignafélagsins Þórkötlu. Þinglýstir kaupsamningar 30 milljarða virði Fyrir liggja 380 þinglýstir kaupsamningar að kaupverði um 30 milljarðar króna og hefur félagið greitt kaupsamningsgreiðslu í 358 viðskiptum að upphæð 17,5 milljarðar króna og yfirtekið lán frá 16 lánastofnunum að upphæð um níu milljarðar króna. Í tilkynningu félagsins segir að ýmis mál hafi flækt frágang nokkurra kaupsamninga svo sem þegar um er að ræða tryggingarbréf og veð frá einkaaðilum, kvaðir á húsum sem standa á lóðum í einkaeigu, útrunnin rafræn skilríki og ýmislegt annað. Þá hafi nokkrir aðilar kosið að undirrita ekki kaupsamning sem þeim barst frá Þórkötlu. Í slíkum tilvikum standi fólki til boða að fá sendan nýjan samning þegar umsóknir sem bárust í apríl hafa verið afgreiddar. „Við höfum átt nokkuð erfitt með að sinna öllum beinum fyrirspurnum frá seljendum nógu vel að undanförnu en höfum nú fengið kröftugan liðstyrk inn í þau mál sem ég á von á að skili sér strax á næstu dögum í betra viðbragði við fyrirspurnum,“ segir Örn Viðar. Taka við fyrstu eignunum Þórkatla undirbýr nú viðtökur á fyrstu eignunum. Það verður gert með sérstökum skilafundi með seljanda og úttektaraðila félagsins. Nokkrir seljendur hafa óskað eftir seinkun á fyrirhuguðum afhendingardegi og hefur félagið tekið vel í slíkar beiðnir seljenda. Slíkt getur kallað á tilfærslu á afsalsdegi og í þeim tilfellum er þörf á skriflegum viðauka við kaupsamning. Í tilkynningu segir að haft verði samband við seljendur varðandi útfærslu á þessu. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Fasteignamarkaður Efnahagsmál Tengdar fréttir Helmingurinn af búslóðinni í ruslið Grindvíkingar hafa neyðst til að henda gríðarlegum verðmætum undanfarið vegna búferlaflutninga. Að minnsta kosti hálf búslóðin fór í ruslið hjá einum þeirra. Annar segir að enginn vilji hirða dótið og Góði hirðirinn sé sprunginn. 29. apríl 2024 13:01 Bæjarstjórn fundaði með Þórkötlu Bæjarstjórn Grindavíkur fundaði nú á föstudaginn með forsvarsfólki fasteignafélagsins Þórkötlu sem stofnað var 27. febrúar 2024 sérstaklega til að annast kaup, umsýslu og ráðstöfun húsnæðis í Grindavík. Farið var yfir verkferla og hvernig unnið væri með málefni þeirra sem óskað hafa eftir uppkaupum. 22. apríl 2024 18:40 Fasteignamarkaðurinn hitnar en framkvæmdum fækkar Fasteignamarkaðurinn hitnaði verulega í febrúar og líklega í mars líka. Sömu áhrifa er á gæta á leigumarkaði þar sem verð hefur hækkað. Áhrifanna er að mestu að gæta á höfuðborgarsvæðinu og í sveitarfélögunum í kring. Staða íbúa í Grindavík hefur þarna mikil áhrif. Á sama tíma hefur byggingaframkvæmdum fækkað og er yfirvofandi samdráttur í byggingariðnaði. 18. apríl 2024 07:55 Grindvíkingar boða til mótmæla gegn Þórkötlu Boðað hefur verið til mótmæla á Austuvelli klukkan 17 á morgun, þar sem vinnubrögðum Fasteignafélagsins Þórkötlu verður mótmælt. Borið hefur á mikilli óánægju meðal Grindvíkinga, sem vilja fá eignir sínar keyptar upp sem fyrst. 17. apríl 2024 19:39 Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Enn er unnið umsóknum sem bárust í mars sem hafa einhver frávik. Þau snúa meðal annars að breytingum á fermetra fjölda, frávikum frá lögheimili í eigninni, húsum í byggingu, altjónshúsum og dánarbúum. Þórkatla gerir á bilinu 30 til 40 kaupsamninga á dag og stefnir að því að klára kaupsamning við alla þá 528 aðila sem sóttu um í mars í næstu viku. Í tilkynningu frá Þórkötlu kemur fram að félagið muni nú hefja úrvinnslu þeirra 130 umsókna sem bárust þeim í fyrri hluta aprílmánaðar. Þar kemur einnig fram að Þórkatla hefur þegar boðið eigendum um 415 húseigna í Grindavík kaupsamning til undirritunar eða rúmum 55 prósent allra umsækjenda. „Heilt á litið er ég mjög ánægður með framgang mála hjá okkur núna. Það að hafa gert vel á fimmta hundrað kaupsamninga á síðustu vikum þýðir að sambærilegur fjöldi fjölskyldna í Grindavík hefur fengið úrlausn sinna mála. Það tók okkur nokkurn tíma að ná tökum á þessu flókna verkefni en þetta er allt á góðri leið, enda frábær hópur sem stendur á bak við þetta verkefni þvert á stjórnkerfið,“ segir Örn Viðar Skúlason framkvæmdastjóri Fasteignafélagsins Þórkötlu. Þinglýstir kaupsamningar 30 milljarða virði Fyrir liggja 380 þinglýstir kaupsamningar að kaupverði um 30 milljarðar króna og hefur félagið greitt kaupsamningsgreiðslu í 358 viðskiptum að upphæð 17,5 milljarðar króna og yfirtekið lán frá 16 lánastofnunum að upphæð um níu milljarðar króna. Í tilkynningu félagsins segir að ýmis mál hafi flækt frágang nokkurra kaupsamninga svo sem þegar um er að ræða tryggingarbréf og veð frá einkaaðilum, kvaðir á húsum sem standa á lóðum í einkaeigu, útrunnin rafræn skilríki og ýmislegt annað. Þá hafi nokkrir aðilar kosið að undirrita ekki kaupsamning sem þeim barst frá Þórkötlu. Í slíkum tilvikum standi fólki til boða að fá sendan nýjan samning þegar umsóknir sem bárust í apríl hafa verið afgreiddar. „Við höfum átt nokkuð erfitt með að sinna öllum beinum fyrirspurnum frá seljendum nógu vel að undanförnu en höfum nú fengið kröftugan liðstyrk inn í þau mál sem ég á von á að skili sér strax á næstu dögum í betra viðbragði við fyrirspurnum,“ segir Örn Viðar. Taka við fyrstu eignunum Þórkatla undirbýr nú viðtökur á fyrstu eignunum. Það verður gert með sérstökum skilafundi með seljanda og úttektaraðila félagsins. Nokkrir seljendur hafa óskað eftir seinkun á fyrirhuguðum afhendingardegi og hefur félagið tekið vel í slíkar beiðnir seljenda. Slíkt getur kallað á tilfærslu á afsalsdegi og í þeim tilfellum er þörf á skriflegum viðauka við kaupsamning. Í tilkynningu segir að haft verði samband við seljendur varðandi útfærslu á þessu.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Fasteignamarkaður Efnahagsmál Tengdar fréttir Helmingurinn af búslóðinni í ruslið Grindvíkingar hafa neyðst til að henda gríðarlegum verðmætum undanfarið vegna búferlaflutninga. Að minnsta kosti hálf búslóðin fór í ruslið hjá einum þeirra. Annar segir að enginn vilji hirða dótið og Góði hirðirinn sé sprunginn. 29. apríl 2024 13:01 Bæjarstjórn fundaði með Þórkötlu Bæjarstjórn Grindavíkur fundaði nú á föstudaginn með forsvarsfólki fasteignafélagsins Þórkötlu sem stofnað var 27. febrúar 2024 sérstaklega til að annast kaup, umsýslu og ráðstöfun húsnæðis í Grindavík. Farið var yfir verkferla og hvernig unnið væri með málefni þeirra sem óskað hafa eftir uppkaupum. 22. apríl 2024 18:40 Fasteignamarkaðurinn hitnar en framkvæmdum fækkar Fasteignamarkaðurinn hitnaði verulega í febrúar og líklega í mars líka. Sömu áhrifa er á gæta á leigumarkaði þar sem verð hefur hækkað. Áhrifanna er að mestu að gæta á höfuðborgarsvæðinu og í sveitarfélögunum í kring. Staða íbúa í Grindavík hefur þarna mikil áhrif. Á sama tíma hefur byggingaframkvæmdum fækkað og er yfirvofandi samdráttur í byggingariðnaði. 18. apríl 2024 07:55 Grindvíkingar boða til mótmæla gegn Þórkötlu Boðað hefur verið til mótmæla á Austuvelli klukkan 17 á morgun, þar sem vinnubrögðum Fasteignafélagsins Þórkötlu verður mótmælt. Borið hefur á mikilli óánægju meðal Grindvíkinga, sem vilja fá eignir sínar keyptar upp sem fyrst. 17. apríl 2024 19:39 Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Helmingurinn af búslóðinni í ruslið Grindvíkingar hafa neyðst til að henda gríðarlegum verðmætum undanfarið vegna búferlaflutninga. Að minnsta kosti hálf búslóðin fór í ruslið hjá einum þeirra. Annar segir að enginn vilji hirða dótið og Góði hirðirinn sé sprunginn. 29. apríl 2024 13:01
Bæjarstjórn fundaði með Þórkötlu Bæjarstjórn Grindavíkur fundaði nú á föstudaginn með forsvarsfólki fasteignafélagsins Þórkötlu sem stofnað var 27. febrúar 2024 sérstaklega til að annast kaup, umsýslu og ráðstöfun húsnæðis í Grindavík. Farið var yfir verkferla og hvernig unnið væri með málefni þeirra sem óskað hafa eftir uppkaupum. 22. apríl 2024 18:40
Fasteignamarkaðurinn hitnar en framkvæmdum fækkar Fasteignamarkaðurinn hitnaði verulega í febrúar og líklega í mars líka. Sömu áhrifa er á gæta á leigumarkaði þar sem verð hefur hækkað. Áhrifanna er að mestu að gæta á höfuðborgarsvæðinu og í sveitarfélögunum í kring. Staða íbúa í Grindavík hefur þarna mikil áhrif. Á sama tíma hefur byggingaframkvæmdum fækkað og er yfirvofandi samdráttur í byggingariðnaði. 18. apríl 2024 07:55
Grindvíkingar boða til mótmæla gegn Þórkötlu Boðað hefur verið til mótmæla á Austuvelli klukkan 17 á morgun, þar sem vinnubrögðum Fasteignafélagsins Þórkötlu verður mótmælt. Borið hefur á mikilli óánægju meðal Grindvíkinga, sem vilja fá eignir sínar keyptar upp sem fyrst. 17. apríl 2024 19:39