„Kastaði upp um nóttina áður en ég fór á sviðið“ Stefán Árni Pálsson skrifar 8. maí 2024 10:31 Halla ætlar sér á Bessastaði. Hún hefur aldrei setið auðum höndum, stofnað fleiri fyrirtæki en eitt, elskar fólk og fallega hönnun svo ekki sé talað um matinn sem maðurinn hennar býr til. Sindri fór í morgunkaffi til Höllu Tómasdóttur forsetaframbjóðanda á dögunum og fékk að kynnast henni betur. Hún tók þátt í því að stofna Háskólann í Reykjavík, Auði Capital og er forstjóri B Team. Halla er alltaf með annan fótinn í New York en býr einnig í fallegri íbúð í miðbæ Reykjavíkur ásamt eiginmanni sínum en saman eiga þau tvo uppkomin börn. Sindri hitti Höllu í morgunkaffi klukkan 9 um morguninn. Elskar morguninn „Þetta er í rauninni frekar seint fyrir mig. Ég vakna oft klukkan fimm á morgnanna,“ segir Halla og spurði þá Sindri strax í kjölfarið, af hverju svona snemma? „Ég er kannski bara kona á breytingaskeiðinu. Það er ekki nægilega mikið talað um það að við vöknum fyrr þá. Það hefur alveg áhrif á svefninn, lífið og heilsuna. Ég var alltaf b-týpa en núna finnst mér bara morgnarnir æðislegir. Morgunstund gefur gull í mund.“ Hún segist vera alin upp á Kársnesinu í Kópavogi og eiginlega búin að búa í öllum götum þar. „Pabbi var pípari og mamma þroskaþjálfi og þau unnu í rauninni bæði á Kársnesinu og því var allt líf mitt þar,“ segir Halla. Halla var á sínum tíma í Verzlunarskóla Íslands en þaðan lá leiðin í skiptinám til Bandaríkjanna eftir tveggja ára nám í Versló. Þar var hún í Indiana. Hún fór því næst í viðskiptafræði í Alabama með áherslu á stjórnun og mannauðsstjórnun. Því næst fór hún í MBA nám. Hún fór fljótlega eftir heimkomu að vinna að því að stofna nýjan háskóla, Háskólann í Reykjavík. En Halla hefur sannarlega gert margt og eitt af því er að halda TED fyrirlestur fjórum sinnum. Hlustar ekki á herbergisfélagann „Í fyrsta skipti sem ég steig á sviðið þar þá var ég svo stressuð að ég steingleymdi öllu sem ég átti að segja. Ég kastaði upp um nóttina áður en ég fór á sviðið að halda þennan fyrirlestur. Ég held að það séu mistök að segja að við séum öll með sjálfstraustið til að gera það sem við gerum, ég hef eiginlega aldrei haft sjálfstraustið til að stofna fyrirtæki eða fara í forsetaframboð eða vera mamma. En ég hef hins vegar reynt að hlusta ekki á herbergisfélagann í hausnum á mér sem efast um mig og ég hef þess í stað reynt að finna hugrekkið í hjarta mínu,“ segir Halla sem fer yfir það í innslaginu hér að neðan af hverju hana langi að verða forseti Íslands. Ísland í dag Forsetakosningar 2024 Morgunkaffi í Íslandi í dag Halla Tómasdóttir Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira
Sindri fór í morgunkaffi til Höllu Tómasdóttur forsetaframbjóðanda á dögunum og fékk að kynnast henni betur. Hún tók þátt í því að stofna Háskólann í Reykjavík, Auði Capital og er forstjóri B Team. Halla er alltaf með annan fótinn í New York en býr einnig í fallegri íbúð í miðbæ Reykjavíkur ásamt eiginmanni sínum en saman eiga þau tvo uppkomin börn. Sindri hitti Höllu í morgunkaffi klukkan 9 um morguninn. Elskar morguninn „Þetta er í rauninni frekar seint fyrir mig. Ég vakna oft klukkan fimm á morgnanna,“ segir Halla og spurði þá Sindri strax í kjölfarið, af hverju svona snemma? „Ég er kannski bara kona á breytingaskeiðinu. Það er ekki nægilega mikið talað um það að við vöknum fyrr þá. Það hefur alveg áhrif á svefninn, lífið og heilsuna. Ég var alltaf b-týpa en núna finnst mér bara morgnarnir æðislegir. Morgunstund gefur gull í mund.“ Hún segist vera alin upp á Kársnesinu í Kópavogi og eiginlega búin að búa í öllum götum þar. „Pabbi var pípari og mamma þroskaþjálfi og þau unnu í rauninni bæði á Kársnesinu og því var allt líf mitt þar,“ segir Halla. Halla var á sínum tíma í Verzlunarskóla Íslands en þaðan lá leiðin í skiptinám til Bandaríkjanna eftir tveggja ára nám í Versló. Þar var hún í Indiana. Hún fór því næst í viðskiptafræði í Alabama með áherslu á stjórnun og mannauðsstjórnun. Því næst fór hún í MBA nám. Hún fór fljótlega eftir heimkomu að vinna að því að stofna nýjan háskóla, Háskólann í Reykjavík. En Halla hefur sannarlega gert margt og eitt af því er að halda TED fyrirlestur fjórum sinnum. Hlustar ekki á herbergisfélagann „Í fyrsta skipti sem ég steig á sviðið þar þá var ég svo stressuð að ég steingleymdi öllu sem ég átti að segja. Ég kastaði upp um nóttina áður en ég fór á sviðið að halda þennan fyrirlestur. Ég held að það séu mistök að segja að við séum öll með sjálfstraustið til að gera það sem við gerum, ég hef eiginlega aldrei haft sjálfstraustið til að stofna fyrirtæki eða fara í forsetaframboð eða vera mamma. En ég hef hins vegar reynt að hlusta ekki á herbergisfélagann í hausnum á mér sem efast um mig og ég hef þess í stað reynt að finna hugrekkið í hjarta mínu,“ segir Halla sem fer yfir það í innslaginu hér að neðan af hverju hana langi að verða forseti Íslands.
Ísland í dag Forsetakosningar 2024 Morgunkaffi í Íslandi í dag Halla Tómasdóttir Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira