Telja að Man United hafi saknað leiðtogahæfileika Martínez Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. maí 2024 20:30 Martínez hefur lítið sem ekkert spilað á leiktíðinni. Jan Kruger/Getty Images Starfslið Manchester United telur að liðið hafi saknað leiðtogahæfileika Lisandro Martínez á leiktíðinni. Argentíski miðvörðurinn hefur verið mikið meiddur og aðeins tekið þátt í 11 leikjum á leiktíðinni. Martínez gekk í raðir Man United sumarið 2022 og eftir erfiða byrjun var hann frábær það sem eftir lifði tímabils. Var hann ein helsta ástæða þess að liðið vann deildarbikarinn og endaði í 3. sæti. Hann meiddist því miður undir lok tímabils og þar sem þau meiðsli voru illa meðhöndluð af sjúkraliði Man United þá tóku þau sig upp á nýjan leik í upphafi tímabilsins sem nú stendur yfir. Þegar hann sneri svo til baka varð hann fyrir hnémeiðslum og hefur því verið meira og minna frá allt tímabilið. Starfslið félagsins telur að leikmannahópur Man Utd hafi saknað hans bæði á leikdögum sem og á æfingasvæðinu. Frá þessu greinir The Guardian en í frétt miðilsins segir að Martínez sé bæði duglegur að láta í sér heyra sem og hann leiðir með fordæmi. Ekki nóg með það heldur er hann gríðarlega mikilvægur í öllu uppspili Man United sem og hann er þeirra langbesti varnarmaður. Fjarvera hans er því ein helsta ástæða þess að liðið hefur lekið mörkum og átt í stökustu vandræðum með að spila boltanum úr öftustu línu. Man United tapaði 4-0 fyrir Crystal Palace á mánudagskvöld og ef sæti Erik Ten Hag þjálfara var ekki heitt fyrir þann leik er ljóst að það er orðið það nú. Það gæti verið að sigur í ensku bikarkeppninni bjargi Hollendingnum en það þarf þó að hafa í huga að Louis van Gaal var rekinn þrátt fyrir að vinna bikarkeppnina vorið 2016. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Sjá meira
Martínez gekk í raðir Man United sumarið 2022 og eftir erfiða byrjun var hann frábær það sem eftir lifði tímabils. Var hann ein helsta ástæða þess að liðið vann deildarbikarinn og endaði í 3. sæti. Hann meiddist því miður undir lok tímabils og þar sem þau meiðsli voru illa meðhöndluð af sjúkraliði Man United þá tóku þau sig upp á nýjan leik í upphafi tímabilsins sem nú stendur yfir. Þegar hann sneri svo til baka varð hann fyrir hnémeiðslum og hefur því verið meira og minna frá allt tímabilið. Starfslið félagsins telur að leikmannahópur Man Utd hafi saknað hans bæði á leikdögum sem og á æfingasvæðinu. Frá þessu greinir The Guardian en í frétt miðilsins segir að Martínez sé bæði duglegur að láta í sér heyra sem og hann leiðir með fordæmi. Ekki nóg með það heldur er hann gríðarlega mikilvægur í öllu uppspili Man United sem og hann er þeirra langbesti varnarmaður. Fjarvera hans er því ein helsta ástæða þess að liðið hefur lekið mörkum og átt í stökustu vandræðum með að spila boltanum úr öftustu línu. Man United tapaði 4-0 fyrir Crystal Palace á mánudagskvöld og ef sæti Erik Ten Hag þjálfara var ekki heitt fyrir þann leik er ljóst að það er orðið það nú. Það gæti verið að sigur í ensku bikarkeppninni bjargi Hollendingnum en það þarf þó að hafa í huga að Louis van Gaal var rekinn þrátt fyrir að vinna bikarkeppnina vorið 2016.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Sjá meira