Ræktar 95 tegundir af túlípönum í Mosfellsdal Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. maí 2024 20:04 Gísli er stærsti túlípanaræktandi landsins með sínu fólki í Dalsgarði. Magnús Hlynur Hreiðarsson Túlípanar eru alltaf að verða vinsælli og vinsælli til tækifærisgjafa eða bara til að hafa heima á stofuborðinu. Í gróðrarstöð í Mosfellsdal eru ræktaðar 95 mismunandi tegundir af túlípönum. Hér erum við að tala um gróðrarstöðina Dalsgarð í Mosfellsdal í næsta nágrenni við Mosfellsbæ en þar er Gísli Jóhannsson garðyrkjubóndi er að rækta með sínu starfsfólki rósir, túlipana, sumarblóm og jarðarber svo eitthvað sé nefnt. En túlípanarnir vekja alltaf mikla athygli fyrir fegurð sína. „Ég hef verið að rækta 95 tegundir af túlípönum í vetur og þær voru til sýnis í Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi á sumardaginn fyrsta, ég gef þeim alltaf eina sýningu,” segir Gísli og bætir við. Í Dalsgarði í Mosfellsdal eru ræktaðar 95 tegundir af túlípönum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég vil hafa rautt um jól og gult um páska og svolítið bleikt fyrir konudaginn og þá er þetta bara komið. Já, það eru allskonar litir í gangi í túlipönunum, það má eiginlega segja að það séu allir litir í þessu nema svart.” Og það er nóg að gera í Dalsgarði þessa dagana við að pakka og búnta túlípönum enda mæðradagurinn um næstu helgi. „Fólk er bara að nota mikið túlípana á Íslandi. Við erum held ég þrír til fjórir framleiðendur. Ég er held ég stærstur af þeim og það kæmi mér ekki á óvart að við erum að rækta allavega tvær og hálfa milljón túlípana á Íslandi, þrjár jafnvel en við eigum langt í langt í land en það eru miklir möguleikar enn þá, stækka markaðinn,” segir Gísli. Gísli Jóhannsson garðyrkjubóndi í Dalsgarði í Mosfellsdal, sem elskar túlípana og allt í kringum ræktun þeirra.Magnús Hlynur Hreiðarsson En eru Íslendingar duglegir að kaupa blóm og gefa blóm eins og túlípana? „Já, ég held það og bara að kaupa fyrir sjálfan sig líka. Ég horfi á þetta sem neysluvöru, þetta á bara að vera á hverjum heimili, manni líður vel innan um blóm,” segir Gísli garðyrkjubóndi. Það er meira en nóg að gera í túlípönunum þessa dagana því mæðradagurinn er sunnudaginn 12. maí og þá fá margir túlípana.Magnús Hlynur Hreiðarsson Mosfellsbær Garðyrkja Blóm Mæðradagurinn Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Sjá meira
Hér erum við að tala um gróðrarstöðina Dalsgarð í Mosfellsdal í næsta nágrenni við Mosfellsbæ en þar er Gísli Jóhannsson garðyrkjubóndi er að rækta með sínu starfsfólki rósir, túlipana, sumarblóm og jarðarber svo eitthvað sé nefnt. En túlípanarnir vekja alltaf mikla athygli fyrir fegurð sína. „Ég hef verið að rækta 95 tegundir af túlípönum í vetur og þær voru til sýnis í Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi á sumardaginn fyrsta, ég gef þeim alltaf eina sýningu,” segir Gísli og bætir við. Í Dalsgarði í Mosfellsdal eru ræktaðar 95 tegundir af túlípönum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég vil hafa rautt um jól og gult um páska og svolítið bleikt fyrir konudaginn og þá er þetta bara komið. Já, það eru allskonar litir í gangi í túlipönunum, það má eiginlega segja að það séu allir litir í þessu nema svart.” Og það er nóg að gera í Dalsgarði þessa dagana við að pakka og búnta túlípönum enda mæðradagurinn um næstu helgi. „Fólk er bara að nota mikið túlípana á Íslandi. Við erum held ég þrír til fjórir framleiðendur. Ég er held ég stærstur af þeim og það kæmi mér ekki á óvart að við erum að rækta allavega tvær og hálfa milljón túlípana á Íslandi, þrjár jafnvel en við eigum langt í langt í land en það eru miklir möguleikar enn þá, stækka markaðinn,” segir Gísli. Gísli Jóhannsson garðyrkjubóndi í Dalsgarði í Mosfellsdal, sem elskar túlípana og allt í kringum ræktun þeirra.Magnús Hlynur Hreiðarsson En eru Íslendingar duglegir að kaupa blóm og gefa blóm eins og túlípana? „Já, ég held það og bara að kaupa fyrir sjálfan sig líka. Ég horfi á þetta sem neysluvöru, þetta á bara að vera á hverjum heimili, manni líður vel innan um blóm,” segir Gísli garðyrkjubóndi. Það er meira en nóg að gera í túlípönunum þessa dagana því mæðradagurinn er sunnudaginn 12. maí og þá fá margir túlípana.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Mosfellsbær Garðyrkja Blóm Mæðradagurinn Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Sjá meira