„Maður hefur verið milli tannanna á fólki síðan maður var ungur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. maí 2024 14:18 Viðar Örn Kjartansson sneri aftur heim til Íslands í vetur eftir áratug í atvinnumennsku erlendis. Vísir/Vilhelm Viðar Örn Kjartansson segir að fjarvera sín í leik KA og KR hafi verið blásin full mikið upp og segir málinu lokið. Hann segist enn eiga eitthvað í land til að komast í sitt besta form en er staðráðinn í að hjálpa KA-mönnum að komast á sigurbraut. Viðar var ekki í leikmannahópi KA í leiknum gegn KR í Bestu deildinni á sunnudaginn. Hallgrímur Jónasson, þjálfari liðsins, sagði að hann hefði ekki verið valinn í hóp. „Hann er bara ekki í hóp, var ekki valinn í hóp, hann er að vinna í sínum málum með form og fleira og svo bara gerir hann sitt besta í næstu viku og reynir að komast í hópinn í næsta leik,“ sagði Hallgrímur við Vísi. Sjálfur vill Viðar ekki gefa upp skýringuna sem hann fékk frá þjálfara KA, af hverju hann hefði ekki verið valinn í hópinn gegn KR. „Það er bara milli mín og félagsins og þjálfarans. Ég lít á það sem búið mál í dag. Ég einbeiti mér bara að leiknum um næstu helgi. Þetta hefur verið nógu mikið í fjölmiðlum og blásið upp. Það sem maður heyrir í fjölmiðlum á ekki alltaf við mikil rök að styðjast. Eins og ég segi er þetta innanbúðar mál og við erum búnir að leysa þetta. Ég er kominn með hausinn á næsta leik,“ sagði Viðar í samtali við Vísi í dag. Næsti leikur KA er gegn Val á Hlíðarenda á laugardaginn. Skil ekki hvernig það stenst Í Stúkunni í gær sagði Guðmundur Benediktsson að Viðar hafi verið fjarverandi á æfingu KA á leikdegi. „Hingað til höfum við ekki verið með æfingu á leikdegi þannig ég veit ekki hvernig það stenst? En jájá, það er ástæða fyrir því að ég var ekki í hóp en það er ekkert sem við erum ekki búnir að leysa,“ sagði Viðar. „Það sem maður sér og heyrir í fjölmiðlum er ekkert sem maður er að pæla í. Það á kannski ekki við rök að styðjast. En eins og ég sagði er þetta búið og ég get ekki beðið eftir að gera mig kláran í næsta leik.“ Viðar hafði ekki spilað fótbolta í næstum því hálft ár þegar hann kom til KA og eðlilega vantaði því talsvert upp á leikform hjá honum. Hann segist vera að vinna í því en viðurkennir að það hafi tekið lengri tíma en hann bjóst við. Margir fljótari í form en ég „Þegar ég kom hafði ég ekki spilað fótbolta í fimm mánuði, meira jafnvel, og var að glíma við smá meiðsli í hné. Ég var bara 70-80 prósent á vellinum og ekki kominn í stand heldur,“ sagði Viðar. Viðar lék meðal annars með Malmö í atvinnumennskunni.Getty/Lars Dareberg „Maður er orðinn eldri og það tekur lengri tíma að komast í form og það fullt af hlutum sem þarf að huga að. Það er skarpleiki, leikform og allt þetta. Þetta tekur sinn tíma. Ég hélt ég myndi gerast hraðar. Ég er bara búinn að koma inn á í leikjum og þetta tekur tíma. Það eru margir leikmenn sem eru fljótari í form en ég. Það er það eina sem ég einbeiti mér að núna.“ Viðar viðurkennir að hann eigi eitthvað í land með að komast í sitt besta form en hann sér til lands. Búinn að leggja mikið á sig „Það er margt sem maður þarf að hugsa um. Þegar maður spilar ekki fótbolta í svona langan tíma fer takturinn og það tekur tíma að komast í alhliða form. Svo þarftu sjálfstraust og það er fullt af hlutum sem þarf að huga að og það kemur með tímanum. Ég get alveg sagt að ég er búinn að leggja ansi mikið á mig á æfingasvæðinu til að komast í mitt besta form og vonandi fer að styttast í það.“ Viðar segist kunna vel við sig á Akureyri og vera vanur að vera umtalsefni fólks. „Þetta er búið að vera mjög fínt. Þetta sem maður hefur séð í fjölmiðlum síðustu tvo daga er leiðinlegt en maður hefur verið milli tannanna á fólki síðan maður var ungur þannig að það er eitthvað sem ég reiknaði með,“ sagði Viðar. Viðar Örn fagnar einu fjögurra marka sinna fyrir íslenska landsliðið.EPA/Liselotte Sabroe „Mér líkar vel á Akureyri og fyrir utan úrslitin hef ég verið mjög ánægður hér. En við þurfum að fara að vinna leiki. Þá fær liðið meira sjálfstraust og hlutirnir verða auðveldari. Það er frekar erfitt þegar enginn leikur hefur unnist. En ég hef fulla trú á liðinu og að við förum að ná í úrslit. Mér finnst við vera spila aðeins betur og ég get ekki beðið eftir því að hjálpa liðinu við það verkefni.“ KA er í ellefta og næstneðsta sæti Bestu deildarinnar með einungis tvö stig eftir fimm leiki. Fjórir þeirra hafa verið á heimavelli. Besta deild karla KA Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira
Viðar var ekki í leikmannahópi KA í leiknum gegn KR í Bestu deildinni á sunnudaginn. Hallgrímur Jónasson, þjálfari liðsins, sagði að hann hefði ekki verið valinn í hóp. „Hann er bara ekki í hóp, var ekki valinn í hóp, hann er að vinna í sínum málum með form og fleira og svo bara gerir hann sitt besta í næstu viku og reynir að komast í hópinn í næsta leik,“ sagði Hallgrímur við Vísi. Sjálfur vill Viðar ekki gefa upp skýringuna sem hann fékk frá þjálfara KA, af hverju hann hefði ekki verið valinn í hópinn gegn KR. „Það er bara milli mín og félagsins og þjálfarans. Ég lít á það sem búið mál í dag. Ég einbeiti mér bara að leiknum um næstu helgi. Þetta hefur verið nógu mikið í fjölmiðlum og blásið upp. Það sem maður heyrir í fjölmiðlum á ekki alltaf við mikil rök að styðjast. Eins og ég segi er þetta innanbúðar mál og við erum búnir að leysa þetta. Ég er kominn með hausinn á næsta leik,“ sagði Viðar í samtali við Vísi í dag. Næsti leikur KA er gegn Val á Hlíðarenda á laugardaginn. Skil ekki hvernig það stenst Í Stúkunni í gær sagði Guðmundur Benediktsson að Viðar hafi verið fjarverandi á æfingu KA á leikdegi. „Hingað til höfum við ekki verið með æfingu á leikdegi þannig ég veit ekki hvernig það stenst? En jájá, það er ástæða fyrir því að ég var ekki í hóp en það er ekkert sem við erum ekki búnir að leysa,“ sagði Viðar. „Það sem maður sér og heyrir í fjölmiðlum er ekkert sem maður er að pæla í. Það á kannski ekki við rök að styðjast. En eins og ég sagði er þetta búið og ég get ekki beðið eftir að gera mig kláran í næsta leik.“ Viðar hafði ekki spilað fótbolta í næstum því hálft ár þegar hann kom til KA og eðlilega vantaði því talsvert upp á leikform hjá honum. Hann segist vera að vinna í því en viðurkennir að það hafi tekið lengri tíma en hann bjóst við. Margir fljótari í form en ég „Þegar ég kom hafði ég ekki spilað fótbolta í fimm mánuði, meira jafnvel, og var að glíma við smá meiðsli í hné. Ég var bara 70-80 prósent á vellinum og ekki kominn í stand heldur,“ sagði Viðar. Viðar lék meðal annars með Malmö í atvinnumennskunni.Getty/Lars Dareberg „Maður er orðinn eldri og það tekur lengri tíma að komast í form og það fullt af hlutum sem þarf að huga að. Það er skarpleiki, leikform og allt þetta. Þetta tekur sinn tíma. Ég hélt ég myndi gerast hraðar. Ég er bara búinn að koma inn á í leikjum og þetta tekur tíma. Það eru margir leikmenn sem eru fljótari í form en ég. Það er það eina sem ég einbeiti mér að núna.“ Viðar viðurkennir að hann eigi eitthvað í land með að komast í sitt besta form en hann sér til lands. Búinn að leggja mikið á sig „Það er margt sem maður þarf að hugsa um. Þegar maður spilar ekki fótbolta í svona langan tíma fer takturinn og það tekur tíma að komast í alhliða form. Svo þarftu sjálfstraust og það er fullt af hlutum sem þarf að huga að og það kemur með tímanum. Ég get alveg sagt að ég er búinn að leggja ansi mikið á mig á æfingasvæðinu til að komast í mitt besta form og vonandi fer að styttast í það.“ Viðar segist kunna vel við sig á Akureyri og vera vanur að vera umtalsefni fólks. „Þetta er búið að vera mjög fínt. Þetta sem maður hefur séð í fjölmiðlum síðustu tvo daga er leiðinlegt en maður hefur verið milli tannanna á fólki síðan maður var ungur þannig að það er eitthvað sem ég reiknaði með,“ sagði Viðar. Viðar Örn fagnar einu fjögurra marka sinna fyrir íslenska landsliðið.EPA/Liselotte Sabroe „Mér líkar vel á Akureyri og fyrir utan úrslitin hef ég verið mjög ánægður hér. En við þurfum að fara að vinna leiki. Þá fær liðið meira sjálfstraust og hlutirnir verða auðveldari. Það er frekar erfitt þegar enginn leikur hefur unnist. En ég hef fulla trú á liðinu og að við förum að ná í úrslit. Mér finnst við vera spila aðeins betur og ég get ekki beðið eftir því að hjálpa liðinu við það verkefni.“ KA er í ellefta og næstneðsta sæti Bestu deildarinnar með einungis tvö stig eftir fimm leiki. Fjórir þeirra hafa verið á heimavelli.
Besta deild karla KA Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira