Heillandi Halla Hrund Stefán Hilmarsson skrifar 7. maí 2024 10:00 Forsetaframbjóðandinn Halla Hrund Logadóttir hefur á skömmum tíma látið mjög að sér kveða og fangað athygli fólks víða. Henni fylgir ferskur andblær sem sífellt fleiri kunna að meta, eins og kannanir undanfarið sýna. Ég hef þekkt Höllu Hrund um árabil og fáa, ef nokkurn, veit ég klárari og atorkusamari þegar kemur að verkefnum stórum og smáum, hvort sem það er að stýra fræðasviðum við háskóla beggja vegna Atlantsála eða harmonikuspili og hópsöng á kvöldvöku. Það kom mér í fyrstu nokkuð á óvart að hún hefði í hyggju að bjóða sig fram, því það er stór ákvörðun, með tilheyrandi álagi og áreiti. Hins vegar var ég eldfljótur að átta mig á því að fáir eru betur til þess fallnir að gegna þessu einstaka embætti. Ofan á dugnað og drift er hún viðkunnanleg og alþýðleg, auk þess sem ég þekki hana af því að vera innileg og hjálpfús. Þetta kann að virðast oflof, en satt er það engu að síður. Undanfarin ár hefur Halla Hrund látið mjög til sín taka á sviði auðlinda- og orkumála, sem leiddi m.a. til þess að hún var skipuð orkumálastjóri, nokkuð sem fæstum kom á óvart sem til hennar þekkja. Hún er enda vel menntuð og vel að sér um þau mál, eins og svo margt annað. Ferilskráin talar að öðru leyti sínu máli. Hefur alla burði, en burðast ekki með pólitíska fortíð Halla Hrund þekkir ágætlega pólitískt gangverk lýðveldisins og hefur einatt fylgst vel með stjórnmálum hér og erlendis. Hún kemur þó til leiks án þess að burðast með pólitískan klafa eða tilheyra svokallaðri „valdastétt“, sem er í mínum huga ótvíræður kostur þegar kemur að þessu embætti. Hún hefur í stuttu máli alla burði til þess að geta orðið „kona fólksins“ og sameiningartákn, sem er raunar það sem ég hygg að flestum finnist að forseti eigi að vera öðru fremur. Auðvitað veit Halla Hrund mætavel, eins og flestir, að forseti gæti við mjög sérstakar aðstæður þurft að vera n.k. öryggisventill, ef löggjafinn virtist í veigamiklu máli í andstöðu við hugi verulegs fjölda landsmanna. Ef til kæmi þá treysti ég henni fullkomlega til þess að meta stöðuna af yfirvegun og vera varnagli, ef svo ber undir, því hún hefur gott innsæi og sterkt bein í nefinu. Halla Hrund er uppfull af metnaði fyrir hönd þjóðarinnar og iðulega með augun á nútíðar- og framfaramálum. En jafnframt er hún sumpart gömul sál, sem ann íslenskri náttúru, menningu okkar og gildum af heilum hug og heitu hjarta. Víst er að ekki yrði Halla Hrund í vandræðum með að tengjast erlendum ræðismönnum eða erindrekum, ef til kæmi, því hún býr yfir góðri reynslu af samskiptum og návist við fólk af ýmsu þjóðerni. Það má segja að Halla Hrund sé í senn heimsmaður og heimasæta. Hrífandi og drífandi. Sjarmatröll og töffari. Hún getur sameinað bændur og bjúrókrata, sjómenn og showmenn, þernur og þjóðhöfðingja. Það er bjart yfir henni og ávallt jákvæð orka í kringum hana. Mest er þó um vert, að hún er góð og ærleg manneskja, sem þjóðin á skilið að fá sem næsta forseta. Höfundur er tónlistarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Forsetaframbjóðandinn Halla Hrund Logadóttir hefur á skömmum tíma látið mjög að sér kveða og fangað athygli fólks víða. Henni fylgir ferskur andblær sem sífellt fleiri kunna að meta, eins og kannanir undanfarið sýna. Ég hef þekkt Höllu Hrund um árabil og fáa, ef nokkurn, veit ég klárari og atorkusamari þegar kemur að verkefnum stórum og smáum, hvort sem það er að stýra fræðasviðum við háskóla beggja vegna Atlantsála eða harmonikuspili og hópsöng á kvöldvöku. Það kom mér í fyrstu nokkuð á óvart að hún hefði í hyggju að bjóða sig fram, því það er stór ákvörðun, með tilheyrandi álagi og áreiti. Hins vegar var ég eldfljótur að átta mig á því að fáir eru betur til þess fallnir að gegna þessu einstaka embætti. Ofan á dugnað og drift er hún viðkunnanleg og alþýðleg, auk þess sem ég þekki hana af því að vera innileg og hjálpfús. Þetta kann að virðast oflof, en satt er það engu að síður. Undanfarin ár hefur Halla Hrund látið mjög til sín taka á sviði auðlinda- og orkumála, sem leiddi m.a. til þess að hún var skipuð orkumálastjóri, nokkuð sem fæstum kom á óvart sem til hennar þekkja. Hún er enda vel menntuð og vel að sér um þau mál, eins og svo margt annað. Ferilskráin talar að öðru leyti sínu máli. Hefur alla burði, en burðast ekki með pólitíska fortíð Halla Hrund þekkir ágætlega pólitískt gangverk lýðveldisins og hefur einatt fylgst vel með stjórnmálum hér og erlendis. Hún kemur þó til leiks án þess að burðast með pólitískan klafa eða tilheyra svokallaðri „valdastétt“, sem er í mínum huga ótvíræður kostur þegar kemur að þessu embætti. Hún hefur í stuttu máli alla burði til þess að geta orðið „kona fólksins“ og sameiningartákn, sem er raunar það sem ég hygg að flestum finnist að forseti eigi að vera öðru fremur. Auðvitað veit Halla Hrund mætavel, eins og flestir, að forseti gæti við mjög sérstakar aðstæður þurft að vera n.k. öryggisventill, ef löggjafinn virtist í veigamiklu máli í andstöðu við hugi verulegs fjölda landsmanna. Ef til kæmi þá treysti ég henni fullkomlega til þess að meta stöðuna af yfirvegun og vera varnagli, ef svo ber undir, því hún hefur gott innsæi og sterkt bein í nefinu. Halla Hrund er uppfull af metnaði fyrir hönd þjóðarinnar og iðulega með augun á nútíðar- og framfaramálum. En jafnframt er hún sumpart gömul sál, sem ann íslenskri náttúru, menningu okkar og gildum af heilum hug og heitu hjarta. Víst er að ekki yrði Halla Hrund í vandræðum með að tengjast erlendum ræðismönnum eða erindrekum, ef til kæmi, því hún býr yfir góðri reynslu af samskiptum og návist við fólk af ýmsu þjóðerni. Það má segja að Halla Hrund sé í senn heimsmaður og heimasæta. Hrífandi og drífandi. Sjarmatröll og töffari. Hún getur sameinað bændur og bjúrókrata, sjómenn og showmenn, þernur og þjóðhöfðingja. Það er bjart yfir henni og ávallt jákvæð orka í kringum hana. Mest er þó um vert, að hún er góð og ærleg manneskja, sem þjóðin á skilið að fá sem næsta forseta. Höfundur er tónlistarmaður.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun