Var þetta 13. tap liðsins í deildinni en aldrei hefur Man United tapað jafn mörgum leikjum í ensku úrvalsdeildinni á einni leiktíð. Þá hefur liðið fengið á sig 81 mark á leiktíðinni í öllum keppnum, það er einnig met.
„Þetta er mark sem á ekki að eiga sér stað því við gefum skýr fyrirmæli um hvernig við eigum að verjast í þessum aðstæðum. Þeir tóku ekki það með sér út á völl og okkur var pakkað saman,“ sagði Erik Ten Hag, þjálfari Man United, um fyrsta mark Palace í kvöld.
„Það er deginum ljósara að við erum að spila langt undir getu. Við brugðumst ekki við eins og við vildum og það er ekki nægilega gott, við erum allir mjög vonsviknir. Stuðningsfólk okkar stóð með okkur allan tímann og við hefðum átt að halda áfram að berjast eins og það gerði.“
United fans travelled 200 miles on a bank holiday Monday to watch their team. The support was unwavering even four goals down. Every one of them will be at Wembley. A fair few will go to Brighton. They deserve to watch a team that show a fraction of their pride. pic.twitter.com/bOEEgEgiOO
— Nick (@NickH_MUFC) May 6, 2024
„Það eru alltaf ástæður, allir sjá varnarlínuna okkar – við eigum við stór vandamál að stríða,“ sagði Ten Hag en Casemiro og Jonny Evans stóðu vaktina í hjarta varnarinnar í fjarveru Harry Maguire, Victor Lindelöf, Lisandro Martínez, Raphaël Varane, Luke Shaw og Willy Kambwala.
„Þegar öllu er á botninni hvolft þá þurfum við að díla við þetta og við hefðum átt að gera það betur,“ sagði Hollendingurinn að lokum.