Bielsa ætlar að velja áhugamann í landsliðshóp Úrúgvæ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. maí 2024 07:01 Hinn 68 ára gamli Bielsa er engum líkur. ANP/Getty Images Knattspyrnuþjálfarinn Marcelo Bielsa er þekktur fyrir að fara sínar eigin leiðir. Hann er í dag landsliðsþjálfari Úrúgvæ og heldur áfram að gera hlutina eftir eigin höfði. Stefnir Bielsa á að velja áhugamann í næsta landsliðshóp Úrúgvæ. Lærisveinar Bielsa mæta Kosta Ríka í vináttuleik í lok mánaðar. Verður það 11. leikur Bielsa með liðið eftir að taka við því á síðasta ári. Undir hans stjórn hefur Úrúgvæ unnið sex af síðustu tíu leikjum sínum. Úrúgvæ tekur þátt í Suður-Ameríkukeppninni í sumar og er leikurinn gegn Kosta Ríka hluti af undirbúningi fyrir mótið. Það breytir því þó ekki að Bielsa virðist ætla að gefa leikmanni tækifæri sem fæst ef einhver höfðu heyrt um áður en orðrómur þess efnis að hann yrði í næsta landsliðshópi fór af stað. Fjölmiðillinn TNT í Argentínu opinberaði að Bielsa væri að íhuga að velja Walter Domínguez í hópinn. Téður Domínguez er 24 ára gamall framherji sem hefur skorað alls 57 mörk í 39 leikjum sínum með áhugamannaliðinu Juventud de Soriano. Þar af hefur hann skorað 38 mörk í síðustu 19 leikjum sínum. Liðið er svo lítt þekkt að það er ekki með eigin Wikipedia-síðu. Það hafa þó 2500 líkað við Facebook-síðu þess. "Another madness by Bielsa" TNT Argentina are reporting that Marcelo Bielsa will call up an amateur footballer to his Uruguay squad to face Costa Rica in a friendly. Walter Domínguez has scored 57 goals in 39 games for amateur side Juventud de Soriano. pic.twitter.com/KqPPCjp1wb— Newell's Old Boys - English News (@Newells_en) May 5, 2024 Leikmannahópur Úrúgvæ verður að mestu byggður á leikmönnum sem spila í efstu deild þar í landi en stórstjörnurnar Darwin Núñez [Liverpool] og Federico Valverde [Real Madríd] verða að öllum líkindum einnig í hópnum. Um er að ræða 21 manns leikmannahóp en Bielsa gat ekki kallað upp leikmenn frá Nacional, Atlético Peñarol, Racing Club de Montevideo og Danubio. Því ákvað þjálfarinn að leita í neðri deildirnar þar sem Domínguez spilar. Í stuttu viðtali nýverið staðfesti framherjinn að Knattspyrnusamband Úrúgvæ hefði haft samband við hann og tilkynnt honum að hann væri í hópnum fyrir komandi landsleik. „Ég var ekki að búast við þessu, þetta kom mér verulega á óvart. Í sannleika sagt er ég mjög hamingjusamur.“ Walter Dominguez jugó hoy por Copa OFI y confirmó la convocatoria para @UruguaySu equipo cayó derrotado 2 a 1. pic.twitter.com/CCNLvYqWy4— Alex Martin Rostan (@MartinRostan9) May 4, 2024 Þar sem Domínguez er ekki atvinnumaður má reikna með að hann sé í vinnu með fótboltanum og hann þarf því að fá frí í vinnunni til að geta tekið þátt í undirbúningnum fyrir leik Úrúgvæ og Kosta Ríka. Fótbolti Copa América Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Fleiri fréttir Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Sjá meira
Lærisveinar Bielsa mæta Kosta Ríka í vináttuleik í lok mánaðar. Verður það 11. leikur Bielsa með liðið eftir að taka við því á síðasta ári. Undir hans stjórn hefur Úrúgvæ unnið sex af síðustu tíu leikjum sínum. Úrúgvæ tekur þátt í Suður-Ameríkukeppninni í sumar og er leikurinn gegn Kosta Ríka hluti af undirbúningi fyrir mótið. Það breytir því þó ekki að Bielsa virðist ætla að gefa leikmanni tækifæri sem fæst ef einhver höfðu heyrt um áður en orðrómur þess efnis að hann yrði í næsta landsliðshópi fór af stað. Fjölmiðillinn TNT í Argentínu opinberaði að Bielsa væri að íhuga að velja Walter Domínguez í hópinn. Téður Domínguez er 24 ára gamall framherji sem hefur skorað alls 57 mörk í 39 leikjum sínum með áhugamannaliðinu Juventud de Soriano. Þar af hefur hann skorað 38 mörk í síðustu 19 leikjum sínum. Liðið er svo lítt þekkt að það er ekki með eigin Wikipedia-síðu. Það hafa þó 2500 líkað við Facebook-síðu þess. "Another madness by Bielsa" TNT Argentina are reporting that Marcelo Bielsa will call up an amateur footballer to his Uruguay squad to face Costa Rica in a friendly. Walter Domínguez has scored 57 goals in 39 games for amateur side Juventud de Soriano. pic.twitter.com/KqPPCjp1wb— Newell's Old Boys - English News (@Newells_en) May 5, 2024 Leikmannahópur Úrúgvæ verður að mestu byggður á leikmönnum sem spila í efstu deild þar í landi en stórstjörnurnar Darwin Núñez [Liverpool] og Federico Valverde [Real Madríd] verða að öllum líkindum einnig í hópnum. Um er að ræða 21 manns leikmannahóp en Bielsa gat ekki kallað upp leikmenn frá Nacional, Atlético Peñarol, Racing Club de Montevideo og Danubio. Því ákvað þjálfarinn að leita í neðri deildirnar þar sem Domínguez spilar. Í stuttu viðtali nýverið staðfesti framherjinn að Knattspyrnusamband Úrúgvæ hefði haft samband við hann og tilkynnt honum að hann væri í hópnum fyrir komandi landsleik. „Ég var ekki að búast við þessu, þetta kom mér verulega á óvart. Í sannleika sagt er ég mjög hamingjusamur.“ Walter Dominguez jugó hoy por Copa OFI y confirmó la convocatoria para @UruguaySu equipo cayó derrotado 2 a 1. pic.twitter.com/CCNLvYqWy4— Alex Martin Rostan (@MartinRostan9) May 4, 2024 Þar sem Domínguez er ekki atvinnumaður má reikna með að hann sé í vinnu með fótboltanum og hann þarf því að fá frí í vinnunni til að geta tekið þátt í undirbúningnum fyrir leik Úrúgvæ og Kosta Ríka.
Fótbolti Copa América Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Fleiri fréttir Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti