Kveðst ekki svindla á neinum með happdrætti sínu Bjarki Sigurðsson skrifar 6. maí 2024 16:58 Ástþór segir bílahappdrætti sitt fylgja öllum reglum. Vísir/Vilhelm Ástþór Magnússon segir happdrætti sitt þar sem rafbíll er í aðalvinning fara eftir öllum lögum og sé hann með leyfi frá sýslumanni til að reka það. Áttatíu þúsund miðar eru í boði og búið að útbýta tæplega fjögur hundruð þeirra. Á vefsíðu sinni Núna.is er forsetaframbjóðandinn Ástþór Magnússon með happdrætti þar sem í aðalvinning er Hupmobile K3-rafbifreið að virði fimm milljóna króna. 476 vinningar eru í boði til viðbótar; 228 myndir af náttúruverndarmynd Íslands árið 1991 og 248 myndir af náttúruverndarmynd Bretlands árið 1991. Hver mynd er andvirði tuttugu þúsund króna segir á vefsíðunni. Happdrættismiðinn sem Ástþór er að selja. Einn miði í happdrættinu kostar fimm hundruð krónur en áttatíu þúsund miðar eru í boði og heildarvirði miðanna því fjörutíu milljónir króna. Heildarverðmæti vinninganna nemur 14,5 milljónum króna, miðað við verðmat Ástþórs, og svo fá allir sem kaupa miða tvö þúsund króna gjafabréf hjá hlaðvarpsveitunni Brotkast í eigu Frosta Logasonar. Varð fyrir vonbrigðum Í gær birti Erlingur Sigvaldason, fyrrverandi formaður Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar, færslu á Twitter þar sem hann lýsti yfir vonbrigðum sínum á því hve margir miðarnir væru og að dregið væri úr öllum miðum, en ekki bara seldum miðum. „Jæja, ég lét svindla á mér,“ skrifaði Erlingur við færsluna en hann hafði keypt sér nokkra miða. Jæja, ég lét svindla á mér. pic.twitter.com/NzyJHHNBMU— Erlingur Sigvaldason (@ellivithit) May 5, 2024 Ástþór þvertekur fyrir að hafa svindlað á nokkrum manni. Happdrættið sé unnið samkvæmt reglum sýslumanns og hefur hann leyfi frá honum til að reka það. Dregið verður út hjá sýslumanni þann 3. júní næstkomandi. „Þetta er venjan í happdrættum. Þau eru víst öll svona. Öll happdrætti SÍBS og svona, það var dregið úr öllum miðum. Ég held að það sé viðtekin venja, ég veit ekki um happdrætti þar sem er bara dregið úr seldum miða, það eru ekki mörg svoleiðis. Það er yfirleitt svona,“ segir Ástþór. Er með leyfi hjá sýslumanni Hann stefnir á að bæta við aukavinningum en þrátt fyrir það sé vinningshlutfall mun hærra hjá honum en lágmarkið sé. „Ég er með leyfi frá sýslumanni og svo er ég búinn að vera í sambandi við þá varðandi úrdráttinn, hvernig hann fer fram. Ég þurfti að athuga hvernig hann fer fram og svona,“ segir Ástþór. Hann segist einnig vera að gefa fullt af miðum, til að mynda með spurningaleikjum úr bók sinni á vefsíðunni Núna.is. „Þetta var hugsað til að fá fólk til að skoða innihaldið á boðskapnum, frekar heldur en bara umbúðirnar eins og hefur oft verið. Þetta var sett upp aðallega til þess. Svo gefum við fólki tækifæri til að kaupa miða. Þá er fólk að styrkja framboðið og fær miða fyrir styrkinn sinn,“ segir Ástþór. Áður verið með bílahappdrætti Undir Twitter-færslu Erlings var birt skjáskot af frétt DV frá árinu 2005 þar sem fjallað var um happdrætti sem Ástþór stóð fyrir árinu áður og í aðalvinning var ný Porsche-bifreið. Í fréttinni sagði að eingöngu fimmtíu miðar hafi selst í happdrættinu og að bifreiðin hafi aldrei verið til. Ástþór segir það alls ekki satt. „Þetta var þannig að þeir spurðu Porsche-umboðið á Íslandi um þennan bíl og þeir sögðu að ég hafði ekki keypt þennan bíl af þeim. Það var alveg rétt en þegar ég var að kaupa þennan bíl kom í ljós að hann var miklu ódýrari með eigin innflutningi. Og þá fór ég mikið í þennan innflutning sem ég er búinn að vera í síðan,“ segir Ástþór. Það væri þá ekki fyrsta skiptið, úr frétt frá 2005. pic.twitter.com/0CVbvmUe3X— Brynjar Ellertsson (@BrynjarEllerts) May 5, 2024 Bíllinn var keyptur af erlendu Porsche-umboði og fluttur til landsins. Bíllinn var þó ekki dreginn út og seldi Ástþór því bílinn. Örfáir miðar seldust en miðinn kostaði um fimm þúsund krónur. „Ég var svo brenndur af því að það hafi selst svo lítið af miðum, að þess vegna þegar ég gerði happdrættið núna þá setti ég miðann bara á fimm hundruð kall svo allir gætu tekið þátt,“ segir Ástþór. Fjárhættuspil Forsetakosningar 2024 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Sjá meira
Á vefsíðu sinni Núna.is er forsetaframbjóðandinn Ástþór Magnússon með happdrætti þar sem í aðalvinning er Hupmobile K3-rafbifreið að virði fimm milljóna króna. 476 vinningar eru í boði til viðbótar; 228 myndir af náttúruverndarmynd Íslands árið 1991 og 248 myndir af náttúruverndarmynd Bretlands árið 1991. Hver mynd er andvirði tuttugu þúsund króna segir á vefsíðunni. Happdrættismiðinn sem Ástþór er að selja. Einn miði í happdrættinu kostar fimm hundruð krónur en áttatíu þúsund miðar eru í boði og heildarvirði miðanna því fjörutíu milljónir króna. Heildarverðmæti vinninganna nemur 14,5 milljónum króna, miðað við verðmat Ástþórs, og svo fá allir sem kaupa miða tvö þúsund króna gjafabréf hjá hlaðvarpsveitunni Brotkast í eigu Frosta Logasonar. Varð fyrir vonbrigðum Í gær birti Erlingur Sigvaldason, fyrrverandi formaður Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar, færslu á Twitter þar sem hann lýsti yfir vonbrigðum sínum á því hve margir miðarnir væru og að dregið væri úr öllum miðum, en ekki bara seldum miðum. „Jæja, ég lét svindla á mér,“ skrifaði Erlingur við færsluna en hann hafði keypt sér nokkra miða. Jæja, ég lét svindla á mér. pic.twitter.com/NzyJHHNBMU— Erlingur Sigvaldason (@ellivithit) May 5, 2024 Ástþór þvertekur fyrir að hafa svindlað á nokkrum manni. Happdrættið sé unnið samkvæmt reglum sýslumanns og hefur hann leyfi frá honum til að reka það. Dregið verður út hjá sýslumanni þann 3. júní næstkomandi. „Þetta er venjan í happdrættum. Þau eru víst öll svona. Öll happdrætti SÍBS og svona, það var dregið úr öllum miðum. Ég held að það sé viðtekin venja, ég veit ekki um happdrætti þar sem er bara dregið úr seldum miða, það eru ekki mörg svoleiðis. Það er yfirleitt svona,“ segir Ástþór. Er með leyfi hjá sýslumanni Hann stefnir á að bæta við aukavinningum en þrátt fyrir það sé vinningshlutfall mun hærra hjá honum en lágmarkið sé. „Ég er með leyfi frá sýslumanni og svo er ég búinn að vera í sambandi við þá varðandi úrdráttinn, hvernig hann fer fram. Ég þurfti að athuga hvernig hann fer fram og svona,“ segir Ástþór. Hann segist einnig vera að gefa fullt af miðum, til að mynda með spurningaleikjum úr bók sinni á vefsíðunni Núna.is. „Þetta var hugsað til að fá fólk til að skoða innihaldið á boðskapnum, frekar heldur en bara umbúðirnar eins og hefur oft verið. Þetta var sett upp aðallega til þess. Svo gefum við fólki tækifæri til að kaupa miða. Þá er fólk að styrkja framboðið og fær miða fyrir styrkinn sinn,“ segir Ástþór. Áður verið með bílahappdrætti Undir Twitter-færslu Erlings var birt skjáskot af frétt DV frá árinu 2005 þar sem fjallað var um happdrætti sem Ástþór stóð fyrir árinu áður og í aðalvinning var ný Porsche-bifreið. Í fréttinni sagði að eingöngu fimmtíu miðar hafi selst í happdrættinu og að bifreiðin hafi aldrei verið til. Ástþór segir það alls ekki satt. „Þetta var þannig að þeir spurðu Porsche-umboðið á Íslandi um þennan bíl og þeir sögðu að ég hafði ekki keypt þennan bíl af þeim. Það var alveg rétt en þegar ég var að kaupa þennan bíl kom í ljós að hann var miklu ódýrari með eigin innflutningi. Og þá fór ég mikið í þennan innflutning sem ég er búinn að vera í síðan,“ segir Ástþór. Það væri þá ekki fyrsta skiptið, úr frétt frá 2005. pic.twitter.com/0CVbvmUe3X— Brynjar Ellertsson (@BrynjarEllerts) May 5, 2024 Bíllinn var keyptur af erlendu Porsche-umboði og fluttur til landsins. Bíllinn var þó ekki dreginn út og seldi Ástþór því bílinn. Örfáir miðar seldust en miðinn kostaði um fimm þúsund krónur. „Ég var svo brenndur af því að það hafi selst svo lítið af miðum, að þess vegna þegar ég gerði happdrættið núna þá setti ég miðann bara á fimm hundruð kall svo allir gætu tekið þátt,“ segir Ástþór.
Fjárhættuspil Forsetakosningar 2024 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Sjá meira