Þekking á naloxone nefúða getur bjargað lífi Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar 6. maí 2024 14:30 Undanfarin ár hefur verið vaxandi ópíóíðavandi hér á landi og jafnvel talað um faraldur í því sambandi. Afleiðing tengd misnotkun ópíóíða er m.a. aukning ótímabærra dauðsfalla, oft vegna ofskömmtunar þeirra. En það er til lyf sem getur auðveldlega bjargað lífi þeirra sem hafa ofskammtað og það er einfalt í notkun. Allir geta bjargað lífi með naloxone Flest tilfelli ofskömmtunar eru fyrir slysni. Einstaklingar af öllum kynjum, á öllum aldri, öllum þjóðernum og af öllum stigum samfélagsins geta ofskammtað. Þeir einstaklingar sem eru í hvað mestri áhættu á ofskömmtun eru einstaklingar sem nota ópíóíðalyf sem langtíma verkjameðferð og einstaklingar sem nota ópíóíðalyf og/eða aðra ópíóíða sem vímugjafa. Flest tilfelli ofskömmtunar verða í heimahúsi og í flestum tilvikum verður einhver vitni að því. Vinir, makar eða fjölskyldumeðlimir eru líklegustu einstaklingarnir til að verða vitni að ofskömmtun vegna ópíóíða. Naloxone er mótefnið við ofskömmtun á ópíóíðum. Algengasta gjafaleiðin er með nefúða og getur virknin komið strax fram og varað frá nokkrum mínútum upp í allt að 90 mínútur. Naloxone er öruggt lyf og það virkar eingöngu sem mótefni ef einstaklingur er með ópíóíða í líkamanum. Þau sem eru líkleg til að verða vitni að ofskömmtun vegna ópíóíða eru í einstakri stöðu til að geta brugðist við, gefið naloxone og bjargað lífi. Ókeypis vefnámskeið um naloxone og notkun þess Rauði krossinn hefur í samstarfi við heilbrigðisráðuneytið búið til vefnámskeiðið Skyndihjálp og naloxone sem er endurgjaldslaust og opið öllum. Þar getur fólk kynnt sér lykilhugtökin í skaðaminnkun og skyndihjálp og hægt er að öðlast færnina, viljann og sjálfsöryggið til að bregðast við ef grunur er um ofskömmtun ópíóíða. Í lok vefnámskeiðsins munt þú vita hvenær og hvernig á að nota naloxone nefúða til að bjarga lífi. Hægt er að nálgast vefnámskeiðið á heimasíðu Rauða krossins. Höfundur er sérfræðingur í skyndihjálp hjá Rauða krossinum á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Lyf Mest lesið Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur verið vaxandi ópíóíðavandi hér á landi og jafnvel talað um faraldur í því sambandi. Afleiðing tengd misnotkun ópíóíða er m.a. aukning ótímabærra dauðsfalla, oft vegna ofskömmtunar þeirra. En það er til lyf sem getur auðveldlega bjargað lífi þeirra sem hafa ofskammtað og það er einfalt í notkun. Allir geta bjargað lífi með naloxone Flest tilfelli ofskömmtunar eru fyrir slysni. Einstaklingar af öllum kynjum, á öllum aldri, öllum þjóðernum og af öllum stigum samfélagsins geta ofskammtað. Þeir einstaklingar sem eru í hvað mestri áhættu á ofskömmtun eru einstaklingar sem nota ópíóíðalyf sem langtíma verkjameðferð og einstaklingar sem nota ópíóíðalyf og/eða aðra ópíóíða sem vímugjafa. Flest tilfelli ofskömmtunar verða í heimahúsi og í flestum tilvikum verður einhver vitni að því. Vinir, makar eða fjölskyldumeðlimir eru líklegustu einstaklingarnir til að verða vitni að ofskömmtun vegna ópíóíða. Naloxone er mótefnið við ofskömmtun á ópíóíðum. Algengasta gjafaleiðin er með nefúða og getur virknin komið strax fram og varað frá nokkrum mínútum upp í allt að 90 mínútur. Naloxone er öruggt lyf og það virkar eingöngu sem mótefni ef einstaklingur er með ópíóíða í líkamanum. Þau sem eru líkleg til að verða vitni að ofskömmtun vegna ópíóíða eru í einstakri stöðu til að geta brugðist við, gefið naloxone og bjargað lífi. Ókeypis vefnámskeið um naloxone og notkun þess Rauði krossinn hefur í samstarfi við heilbrigðisráðuneytið búið til vefnámskeiðið Skyndihjálp og naloxone sem er endurgjaldslaust og opið öllum. Þar getur fólk kynnt sér lykilhugtökin í skaðaminnkun og skyndihjálp og hægt er að öðlast færnina, viljann og sjálfsöryggið til að bregðast við ef grunur er um ofskömmtun ópíóíða. Í lok vefnámskeiðsins munt þú vita hvenær og hvernig á að nota naloxone nefúða til að bjarga lífi. Hægt er að nálgast vefnámskeiðið á heimasíðu Rauða krossins. Höfundur er sérfræðingur í skyndihjálp hjá Rauða krossinum á Íslandi.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman Skoðun