Lýkur Gylfi markaþurrð Vals á Kópavogsvelli? Sindri Sverrisson skrifar 6. maí 2024 15:45 Valsmenn hafa gert öll þrjú mörk sín til þessa á heimavelli en tókst ekki að skora í Garðabæ og Árbæ. vísir/Diego Valsmönnum hefur gengið illa að skora á Kópavogsvelli síðustu ár og þurfa að bæta úr því í kvöld þegar þeir mæta Blikum, eftir slæma byrjun á leiktíðinni í Bestu deild karla í fótbolta. Valsmenn eru aðeins með fimm stig eftir fjóra leiki, og hafa skorað fæst mörk allra liða í deildinni eða þrjú. Það eru því ekki góðar fréttir að liðið þurfi að bæta úr markaleysinu á Kópavogsvelli, því þar hefur Valur ekki skorað mark í síðustu þremur heimsóknum í Bestu deildinni. Þessu ætla gestirnir að breyta í kvöld en leiksins er beðið með mikilli eftirvæntingu og ljóst að færri komast að en vilja. Uppselt er í nýju stúkuna fyrir leikinn á móti Val í kvöld en eingöngu eru laus sæti í gesta hólfið. Verið er að opna fyrir sölu í gömlu stúkuna og stefnir í að það verði hratt uppselt þar líka💚Miðar eru hér: https://t.co/rhWO6cYhHz pic.twitter.com/BegsaU6Jcp— Breiðablik FC (@BreidablikFC) May 6, 2024 Breiðablik hélt marki sínu hreinu í aðeins tveimur heimaleikjum í Bestu deildinni í fyrra en annar þeirra var 1-0 sigurinn gegn Val fyrir ári síðan, þar sem Stefán Ingi Sigurðarson gerði sigurmarkið snemma í seinni hálfleik. Árið 2022 var það Ísak Snær Þorvaldsson sem skoraði eina markið í sigri Blika, og árið 2021 vann Breiðablik 3-0 sigur þar sem Árni Vilhjálmsson skoraði tvö mörk og Kristinn Steindórsson eitt. Blikar haldið hreinu heima í sumar Í þessum leikjum var Valur vissulega ekki með Gylfa Þór Sigurðsson í sínum röðum, eða Jónatan Inga Jónsson. Þeir hafa þó ekki verið heitir uppi við mark andstæðinganna en Gylfi skorað eitt mark. Hin tvö deildarmörk Vals hafa komið frá Patrick Pedersen. Það eru heldur ekki góðar fréttir fyrir Val að Breiðablik hefur haldið markinu hreinu í báðum heimaleikjum sínum í sumar, og þannig nú þegar jafnað þann árangur sinn frá því í fyrra, en liðið vann FH 2-0 í fyrsta heimaleik og svo Vestra 4-0. Leikur Breiðabliks og Vals hefst klukkan 19:15 og bein útsending á Stöð 2 Sport hefst korteri fyrr. Leikurinn verður svo gerður upp ásamt öðrum leikjum 5. umferðar í Stúkunni fljótlega eftir leik. Besta deild karla Breiðablik Valur Tölfræði Bestu deilda Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Sport Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
Valsmenn eru aðeins með fimm stig eftir fjóra leiki, og hafa skorað fæst mörk allra liða í deildinni eða þrjú. Það eru því ekki góðar fréttir að liðið þurfi að bæta úr markaleysinu á Kópavogsvelli, því þar hefur Valur ekki skorað mark í síðustu þremur heimsóknum í Bestu deildinni. Þessu ætla gestirnir að breyta í kvöld en leiksins er beðið með mikilli eftirvæntingu og ljóst að færri komast að en vilja. Uppselt er í nýju stúkuna fyrir leikinn á móti Val í kvöld en eingöngu eru laus sæti í gesta hólfið. Verið er að opna fyrir sölu í gömlu stúkuna og stefnir í að það verði hratt uppselt þar líka💚Miðar eru hér: https://t.co/rhWO6cYhHz pic.twitter.com/BegsaU6Jcp— Breiðablik FC (@BreidablikFC) May 6, 2024 Breiðablik hélt marki sínu hreinu í aðeins tveimur heimaleikjum í Bestu deildinni í fyrra en annar þeirra var 1-0 sigurinn gegn Val fyrir ári síðan, þar sem Stefán Ingi Sigurðarson gerði sigurmarkið snemma í seinni hálfleik. Árið 2022 var það Ísak Snær Þorvaldsson sem skoraði eina markið í sigri Blika, og árið 2021 vann Breiðablik 3-0 sigur þar sem Árni Vilhjálmsson skoraði tvö mörk og Kristinn Steindórsson eitt. Blikar haldið hreinu heima í sumar Í þessum leikjum var Valur vissulega ekki með Gylfa Þór Sigurðsson í sínum röðum, eða Jónatan Inga Jónsson. Þeir hafa þó ekki verið heitir uppi við mark andstæðinganna en Gylfi skorað eitt mark. Hin tvö deildarmörk Vals hafa komið frá Patrick Pedersen. Það eru heldur ekki góðar fréttir fyrir Val að Breiðablik hefur haldið markinu hreinu í báðum heimaleikjum sínum í sumar, og þannig nú þegar jafnað þann árangur sinn frá því í fyrra, en liðið vann FH 2-0 í fyrsta heimaleik og svo Vestra 4-0. Leikur Breiðabliks og Vals hefst klukkan 19:15 og bein útsending á Stöð 2 Sport hefst korteri fyrr. Leikurinn verður svo gerður upp ásamt öðrum leikjum 5. umferðar í Stúkunni fljótlega eftir leik.
Besta deild karla Breiðablik Valur Tölfræði Bestu deilda Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Sport Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira