Fannst látinn í klefa sínum á Litla Hrauni Atli Ísleifsson skrifar 6. maí 2024 08:02 Ekki er talið að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. Fangi á Litla Hrauni fannst látinn í klefa sínum í gærmorgun. Greint er frá andlátinu á Facebook-síðu Afstöðu, félags fanga, í morgun, en Páll Winkel fangelsismálastjóri staðfestir andlátið í samtali við fréttastofu. Í færslu Afstöðu segir að umræddur fangi hafi verið á þrítugsaldri. Páll segist ekki geta tjáð sig nánar um málið nema að vistmaður hafi fundist látinn í klefa sínum við opnun í gærmorgun og að lögregla rannsaki málið líkt og ávallt þegar vistmaður deyr innan veggja fangelsa. Það sé lögregla á Suðurlandi sem fari með rannsókn málsins, en Páll segir að ekkert bendi til að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. Telja rétt að greina frá aðstæðum mannsins Í færslu Afstöðu segir að aðstæður mannsins hafi verið með þeim hætti að Afstaða telji rétt að greina í aðalatriðum frá þeim „til þess að stjórnvöld vakni af værum blundi og geri eitthvað í fangelsismálum, ekki síst með tilliti til geðheilbrigðis þess fólks sem sætir frelsissviptingu.“ Segir að maðurinn hafi lokið afplánun fangelsisdóms að því marki að hann hafi verið laus á reynslulausn. Meginregla um skilyrði til reynslulausnar sé að viðkomandi brjóti ekki af sér á tímabilinu. „Þar vandast málið því svo virðist sem oftar en ekki þurfi eingöngu ásökun til þess að reynslulausn sé rofin og viðkomandi er færður aftur til afplánunar. Það að vera sviptur frelsi með þeim hætti, án dóms eða yfirleitt sönnunarfærslu, er gríðarlega þungbært og ætti fólk í þeirri stöðu að vera undir eftirliti sérfræðinga í geðheilbrigði og sálgæslu. Afstaða hvetur til þess að fyrirkomulagið í kringum tilvik sem þessi verði skoðað í grunninn og úrbætur kynntar sem fyrst. Ekki gengur að fólk á reynslulausn njóti takmarkaðri réttinda en aðrir sem um frjálst höfuð strjúka,“ segir í færslunni. Taka málið upp við dómsmálaráðherra Ennfremur segir að Afstaða muni taka málið beint upp við dómsmálaráðherra en hvetji jafnframt félagsmálaráðherra og heilbrigðisráðherra að skoða hvað hægt sé að gera til að ekki tapist fleiri líf með þessum hætti. „Þá verða önnur sveitarfélög en Reykjavík að koma að borðinu því það er óásættanlegt að borgin þurfi ein að styðja við jaðarsetta hópa. Þau vita sem skömmina eiga og ættu sjá sóma sinn í því að eiga frumkvæði að samtali um þessi málefni. Hugur stjórnarmanna Afstöðu er hjá aðstandendum hins látna sem og hjá samföngum og fangavörðum,“ segir í færslu Afstöðu,“ segir í færslu afstöðu. Fangelsismál Lögreglumál Árborg Geðheilbrigði Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Innlent Fleiri fréttir Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Sjá meira
Í færslu Afstöðu segir að umræddur fangi hafi verið á þrítugsaldri. Páll segist ekki geta tjáð sig nánar um málið nema að vistmaður hafi fundist látinn í klefa sínum við opnun í gærmorgun og að lögregla rannsaki málið líkt og ávallt þegar vistmaður deyr innan veggja fangelsa. Það sé lögregla á Suðurlandi sem fari með rannsókn málsins, en Páll segir að ekkert bendi til að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. Telja rétt að greina frá aðstæðum mannsins Í færslu Afstöðu segir að aðstæður mannsins hafi verið með þeim hætti að Afstaða telji rétt að greina í aðalatriðum frá þeim „til þess að stjórnvöld vakni af værum blundi og geri eitthvað í fangelsismálum, ekki síst með tilliti til geðheilbrigðis þess fólks sem sætir frelsissviptingu.“ Segir að maðurinn hafi lokið afplánun fangelsisdóms að því marki að hann hafi verið laus á reynslulausn. Meginregla um skilyrði til reynslulausnar sé að viðkomandi brjóti ekki af sér á tímabilinu. „Þar vandast málið því svo virðist sem oftar en ekki þurfi eingöngu ásökun til þess að reynslulausn sé rofin og viðkomandi er færður aftur til afplánunar. Það að vera sviptur frelsi með þeim hætti, án dóms eða yfirleitt sönnunarfærslu, er gríðarlega þungbært og ætti fólk í þeirri stöðu að vera undir eftirliti sérfræðinga í geðheilbrigði og sálgæslu. Afstaða hvetur til þess að fyrirkomulagið í kringum tilvik sem þessi verði skoðað í grunninn og úrbætur kynntar sem fyrst. Ekki gengur að fólk á reynslulausn njóti takmarkaðri réttinda en aðrir sem um frjálst höfuð strjúka,“ segir í færslunni. Taka málið upp við dómsmálaráðherra Ennfremur segir að Afstaða muni taka málið beint upp við dómsmálaráðherra en hvetji jafnframt félagsmálaráðherra og heilbrigðisráðherra að skoða hvað hægt sé að gera til að ekki tapist fleiri líf með þessum hætti. „Þá verða önnur sveitarfélög en Reykjavík að koma að borðinu því það er óásættanlegt að borgin þurfi ein að styðja við jaðarsetta hópa. Þau vita sem skömmina eiga og ættu sjá sóma sinn í því að eiga frumkvæði að samtali um þessi málefni. Hugur stjórnarmanna Afstöðu er hjá aðstandendum hins látna sem og hjá samföngum og fangavörðum,“ segir í færslu Afstöðu,“ segir í færslu afstöðu.
Fangelsismál Lögreglumál Árborg Geðheilbrigði Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Innlent Fleiri fréttir Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Sjá meira