Fannst látinn í klefa sínum á Litla Hrauni Atli Ísleifsson skrifar 6. maí 2024 08:02 Ekki er talið að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. Fangi á Litla Hrauni fannst látinn í klefa sínum í gærmorgun. Greint er frá andlátinu á Facebook-síðu Afstöðu, félags fanga, í morgun, en Páll Winkel fangelsismálastjóri staðfestir andlátið í samtali við fréttastofu. Í færslu Afstöðu segir að umræddur fangi hafi verið á þrítugsaldri. Páll segist ekki geta tjáð sig nánar um málið nema að vistmaður hafi fundist látinn í klefa sínum við opnun í gærmorgun og að lögregla rannsaki málið líkt og ávallt þegar vistmaður deyr innan veggja fangelsa. Það sé lögregla á Suðurlandi sem fari með rannsókn málsins, en Páll segir að ekkert bendi til að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. Telja rétt að greina frá aðstæðum mannsins Í færslu Afstöðu segir að aðstæður mannsins hafi verið með þeim hætti að Afstaða telji rétt að greina í aðalatriðum frá þeim „til þess að stjórnvöld vakni af værum blundi og geri eitthvað í fangelsismálum, ekki síst með tilliti til geðheilbrigðis þess fólks sem sætir frelsissviptingu.“ Segir að maðurinn hafi lokið afplánun fangelsisdóms að því marki að hann hafi verið laus á reynslulausn. Meginregla um skilyrði til reynslulausnar sé að viðkomandi brjóti ekki af sér á tímabilinu. „Þar vandast málið því svo virðist sem oftar en ekki þurfi eingöngu ásökun til þess að reynslulausn sé rofin og viðkomandi er færður aftur til afplánunar. Það að vera sviptur frelsi með þeim hætti, án dóms eða yfirleitt sönnunarfærslu, er gríðarlega þungbært og ætti fólk í þeirri stöðu að vera undir eftirliti sérfræðinga í geðheilbrigði og sálgæslu. Afstaða hvetur til þess að fyrirkomulagið í kringum tilvik sem þessi verði skoðað í grunninn og úrbætur kynntar sem fyrst. Ekki gengur að fólk á reynslulausn njóti takmarkaðri réttinda en aðrir sem um frjálst höfuð strjúka,“ segir í færslunni. Taka málið upp við dómsmálaráðherra Ennfremur segir að Afstaða muni taka málið beint upp við dómsmálaráðherra en hvetji jafnframt félagsmálaráðherra og heilbrigðisráðherra að skoða hvað hægt sé að gera til að ekki tapist fleiri líf með þessum hætti. „Þá verða önnur sveitarfélög en Reykjavík að koma að borðinu því það er óásættanlegt að borgin þurfi ein að styðja við jaðarsetta hópa. Þau vita sem skömmina eiga og ættu sjá sóma sinn í því að eiga frumkvæði að samtali um þessi málefni. Hugur stjórnarmanna Afstöðu er hjá aðstandendum hins látna sem og hjá samföngum og fangavörðum,“ segir í færslu Afstöðu,“ segir í færslu afstöðu. Fangelsismál Lögreglumál Árborg Geðheilbrigði Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira
Í færslu Afstöðu segir að umræddur fangi hafi verið á þrítugsaldri. Páll segist ekki geta tjáð sig nánar um málið nema að vistmaður hafi fundist látinn í klefa sínum við opnun í gærmorgun og að lögregla rannsaki málið líkt og ávallt þegar vistmaður deyr innan veggja fangelsa. Það sé lögregla á Suðurlandi sem fari með rannsókn málsins, en Páll segir að ekkert bendi til að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. Telja rétt að greina frá aðstæðum mannsins Í færslu Afstöðu segir að aðstæður mannsins hafi verið með þeim hætti að Afstaða telji rétt að greina í aðalatriðum frá þeim „til þess að stjórnvöld vakni af værum blundi og geri eitthvað í fangelsismálum, ekki síst með tilliti til geðheilbrigðis þess fólks sem sætir frelsissviptingu.“ Segir að maðurinn hafi lokið afplánun fangelsisdóms að því marki að hann hafi verið laus á reynslulausn. Meginregla um skilyrði til reynslulausnar sé að viðkomandi brjóti ekki af sér á tímabilinu. „Þar vandast málið því svo virðist sem oftar en ekki þurfi eingöngu ásökun til þess að reynslulausn sé rofin og viðkomandi er færður aftur til afplánunar. Það að vera sviptur frelsi með þeim hætti, án dóms eða yfirleitt sönnunarfærslu, er gríðarlega þungbært og ætti fólk í þeirri stöðu að vera undir eftirliti sérfræðinga í geðheilbrigði og sálgæslu. Afstaða hvetur til þess að fyrirkomulagið í kringum tilvik sem þessi verði skoðað í grunninn og úrbætur kynntar sem fyrst. Ekki gengur að fólk á reynslulausn njóti takmarkaðri réttinda en aðrir sem um frjálst höfuð strjúka,“ segir í færslunni. Taka málið upp við dómsmálaráðherra Ennfremur segir að Afstaða muni taka málið beint upp við dómsmálaráðherra en hvetji jafnframt félagsmálaráðherra og heilbrigðisráðherra að skoða hvað hægt sé að gera til að ekki tapist fleiri líf með þessum hætti. „Þá verða önnur sveitarfélög en Reykjavík að koma að borðinu því það er óásættanlegt að borgin þurfi ein að styðja við jaðarsetta hópa. Þau vita sem skömmina eiga og ættu sjá sóma sinn í því að eiga frumkvæði að samtali um þessi málefni. Hugur stjórnarmanna Afstöðu er hjá aðstandendum hins látna sem og hjá samföngum og fangavörðum,“ segir í færslu Afstöðu,“ segir í færslu afstöðu.
Fangelsismál Lögreglumál Árborg Geðheilbrigði Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira