Stórfurðuleg atburðarás þegar markvörður KR sá rautt Sindri Sverrisson skrifar 6. maí 2024 08:01 Guy Smit fórnaði höndum eftir að hafa fengið seinna gula spjaldið sitt fyrir að tefja, að mati dómarans, og þar með rautt. Stöð 2 Sport Guy Smit hefur átt erfitt uppdráttar að undanförnu sem markvörður KR og hann fékk að líta rauða spjaldið á Greifavellinum í gær, eftir furðulega atburðarás í 1-1 jafntefli við KA í Bestu deildinni í fótbolta. Smit fékk tvö gul spjöld á aðeins um mínútu kafla, og þar með rautt spjald, þegar enn voru tæpar tuttugu mínútur til leiksloka og KR 1-0 yfir. Helstu atvik úr leiknum má sjá hér að neðan. Klippa: Mörkin, vítið og rauða spjaldið á Akureyri Fyrra spjaldið fékk Smit fyrir misheppnaða ferð út úr vítateignum, þegar hann braut á Ásgeiri Sigurgeirssyni. KA-menn voru furðu lostnir yfir því að Smit skyldi ekki strax þá fá rauða spjaldið, því Ásgeir hefði getað komist að markmannslausu marki KR, en dómarinn Twana Khalid Ahmed lét gula spjaldið nægja. Það dugði þó Smit og KR-ingum skammt því mínútu síðar fékk Smit seinna gula spjaldið sitt, fyrir að tefja. Það vakti ekki síður furðu því Smit virtist ekki taka neitt óvenjulega langan tíma í að taka markspyrnu sína. Hann varð engu að síður að sætta sig við brottrekstur eins og sjá má hér að ofan. Ásgeir tryggði KA stig og Steinþór varði víti KA-menn náðu að nýta sér liðsmuninn þegar Ásgeir Sigurgeirsson jafnaði metin á 77. mínútu. Það var Atli Sigurjónsson sem hafði komið KR yfir strax á 3. mínútu leiksins, og hann fékk skömmu síðar vítaspyrnu en Steinþór Már Auðunsson náði að verja spyrnu Benonýs Breka Andréssonar. Eftir fimm umferðir er KA enn án sigurs, með tvö stig í næstneðsta sæti, en KR er með sjö stig í 6. sæti og gæti misst Val upp fyrir sig í kvöld þegar Breiðablik og Valur mætast í lokaleik 5. umferðarinnar. Besta deild karla KR KA Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Sjá meira
Smit fékk tvö gul spjöld á aðeins um mínútu kafla, og þar með rautt spjald, þegar enn voru tæpar tuttugu mínútur til leiksloka og KR 1-0 yfir. Helstu atvik úr leiknum má sjá hér að neðan. Klippa: Mörkin, vítið og rauða spjaldið á Akureyri Fyrra spjaldið fékk Smit fyrir misheppnaða ferð út úr vítateignum, þegar hann braut á Ásgeiri Sigurgeirssyni. KA-menn voru furðu lostnir yfir því að Smit skyldi ekki strax þá fá rauða spjaldið, því Ásgeir hefði getað komist að markmannslausu marki KR, en dómarinn Twana Khalid Ahmed lét gula spjaldið nægja. Það dugði þó Smit og KR-ingum skammt því mínútu síðar fékk Smit seinna gula spjaldið sitt, fyrir að tefja. Það vakti ekki síður furðu því Smit virtist ekki taka neitt óvenjulega langan tíma í að taka markspyrnu sína. Hann varð engu að síður að sætta sig við brottrekstur eins og sjá má hér að ofan. Ásgeir tryggði KA stig og Steinþór varði víti KA-menn náðu að nýta sér liðsmuninn þegar Ásgeir Sigurgeirsson jafnaði metin á 77. mínútu. Það var Atli Sigurjónsson sem hafði komið KR yfir strax á 3. mínútu leiksins, og hann fékk skömmu síðar vítaspyrnu en Steinþór Már Auðunsson náði að verja spyrnu Benonýs Breka Andréssonar. Eftir fimm umferðir er KA enn án sigurs, með tvö stig í næstneðsta sæti, en KR er með sjö stig í 6. sæti og gæti misst Val upp fyrir sig í kvöld þegar Breiðablik og Valur mætast í lokaleik 5. umferðarinnar.
Besta deild karla KR KA Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Sjá meira