Nú vandast valið Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar 5. maí 2024 18:31 Við Íslendingar göngum til forsetakosninga eftir tæpan mánuð, þegar sjöundi forseti lýðveldisins verður kjörinn. Aldrei hafa valkostirnir verið fleiri en í þessum kosningum. Reyndar ansi furðulegt hversu margir töldu sig eiga erindi á Bessastaði og höfðu sjálfstraust til að safna meðmælendum. Það eru forréttindi að fá að taka þátt í lýðræðislegum kosningum og því fylgir mikil ábyrgð að nýta atkvæði sitt. Því ber okkur að vanda okkar val. Við þurfum fyrst að átta okkur á hvert er hlutverk forseta Ísland. Hann gegnir mikilvægu hlutverki í stjórnskipan landsins og þarf að þekkja það regluverk vel. Hann þarf að vera leiðtogi þjóðarinnar sem við virðum og lítum upp til. Hann er mikilvægur fulltrúi Íslands á erlendri grundu og þarf að geta komið fram fyrir okkar hönd þannig að við séum stolt af hans framgöngu og sé okkar þjóðarsómi. Hann þarf á erfiðum stundum hvort sem það er nàttúruvà, faraldur eða annað óvænt sem ber að dyrum að vera okkar forystusauður sem leiðir okkur skástu leiðina yfir skaflana og kemur okkur í hús. Forseti landsins hefur svör á reiðum höndum því hann er vitur, vel menntaður, sigldur og kann að ràða þjóð sinni heilt. Hann er stolt okkar landsmanna og fyrirmynd. Hann þarf að geta tekið ákvarðanir sem falla ekki öllum í geð og rökstutt þær. Hvaða eiginleika þarf forseti að hafa til bera ef hann á að vera farsæll í starfi sínu ? Fyrst og fremst auðmýkt, yfirvegun, greind og góður að hlusta á þjóð sína. Skilur hlutverk sitt og er fremstur meðal jafningja en um leið mannlegur. Setur sig ekki á stall ofar landsmönnum eða sýnir hroka og snobb í framkomu sinni. Kann að setja sig í spor annara og gefur góð ráð. Vill koma landi og þjóð áfram til betri verka. Metur tungu okkar og menningu en um leið margbreytileika samfélagsins. Elskar íslensku sumarnóttina, norðurljósin og allt sem íslensk náttúra gefur að sumri sem vetri. Metur íslenskar auðlindir að verðleikum og mun leitast við að nýta þær þjóðinni til heilla. Hvernig eigum við eiginlega að velja þann besta af þeim 12 sem nú eru í framboði? Viljum við einstakling sem hefur reynslu af stjórnmálum og þekkir gangverk lýðveldisins vel? Viljum við einstakling sem kann að fá okkur til að hlæja og kemur okkur á óvart með hegðun sinni? Viljum við að einkamál eins og fjölskylda, kynhneigð eða fyrri bernskubrek viðkomandi skipti máli? Viljum við að glansmynd af hljóðfæraleik, sauðburði og tilvísun í fyrrum búskaparhætti ráði vali okkar ? Viljum við þrálátan friðarleitandi forseta? Viljum við kjósa einn bara til að koma í veg fyrir að einhver annar komist ekki að? Viljum við að reiði okkar ráði för um atkvæðagreiðslu okkar? Viljum við henda atkvæði okkar með því að velja þá sem skoðanakannanir telja að sé mjög ólíklegt að vinni? Þetta er ekki fegurðarsamkeppni, heldur grafalvarlegar og spennandi kosningar sem framundan eru. Þess vegna verðum við að vanda okkar val og kynna okkur þá valkosti sem eru í boði. Guð gefi að okkur sem þjóð auðnist að velja besta kandidatinn sem er í framboði Íslandi til heilla. Höfundur er læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Við Íslendingar göngum til forsetakosninga eftir tæpan mánuð, þegar sjöundi forseti lýðveldisins verður kjörinn. Aldrei hafa valkostirnir verið fleiri en í þessum kosningum. Reyndar ansi furðulegt hversu margir töldu sig eiga erindi á Bessastaði og höfðu sjálfstraust til að safna meðmælendum. Það eru forréttindi að fá að taka þátt í lýðræðislegum kosningum og því fylgir mikil ábyrgð að nýta atkvæði sitt. Því ber okkur að vanda okkar val. Við þurfum fyrst að átta okkur á hvert er hlutverk forseta Ísland. Hann gegnir mikilvægu hlutverki í stjórnskipan landsins og þarf að þekkja það regluverk vel. Hann þarf að vera leiðtogi þjóðarinnar sem við virðum og lítum upp til. Hann er mikilvægur fulltrúi Íslands á erlendri grundu og þarf að geta komið fram fyrir okkar hönd þannig að við séum stolt af hans framgöngu og sé okkar þjóðarsómi. Hann þarf á erfiðum stundum hvort sem það er nàttúruvà, faraldur eða annað óvænt sem ber að dyrum að vera okkar forystusauður sem leiðir okkur skástu leiðina yfir skaflana og kemur okkur í hús. Forseti landsins hefur svör á reiðum höndum því hann er vitur, vel menntaður, sigldur og kann að ràða þjóð sinni heilt. Hann er stolt okkar landsmanna og fyrirmynd. Hann þarf að geta tekið ákvarðanir sem falla ekki öllum í geð og rökstutt þær. Hvaða eiginleika þarf forseti að hafa til bera ef hann á að vera farsæll í starfi sínu ? Fyrst og fremst auðmýkt, yfirvegun, greind og góður að hlusta á þjóð sína. Skilur hlutverk sitt og er fremstur meðal jafningja en um leið mannlegur. Setur sig ekki á stall ofar landsmönnum eða sýnir hroka og snobb í framkomu sinni. Kann að setja sig í spor annara og gefur góð ráð. Vill koma landi og þjóð áfram til betri verka. Metur tungu okkar og menningu en um leið margbreytileika samfélagsins. Elskar íslensku sumarnóttina, norðurljósin og allt sem íslensk náttúra gefur að sumri sem vetri. Metur íslenskar auðlindir að verðleikum og mun leitast við að nýta þær þjóðinni til heilla. Hvernig eigum við eiginlega að velja þann besta af þeim 12 sem nú eru í framboði? Viljum við einstakling sem hefur reynslu af stjórnmálum og þekkir gangverk lýðveldisins vel? Viljum við einstakling sem kann að fá okkur til að hlæja og kemur okkur á óvart með hegðun sinni? Viljum við að einkamál eins og fjölskylda, kynhneigð eða fyrri bernskubrek viðkomandi skipti máli? Viljum við að glansmynd af hljóðfæraleik, sauðburði og tilvísun í fyrrum búskaparhætti ráði vali okkar ? Viljum við þrálátan friðarleitandi forseta? Viljum við kjósa einn bara til að koma í veg fyrir að einhver annar komist ekki að? Viljum við að reiði okkar ráði för um atkvæðagreiðslu okkar? Viljum við henda atkvæði okkar með því að velja þá sem skoðanakannanir telja að sé mjög ólíklegt að vinni? Þetta er ekki fegurðarsamkeppni, heldur grafalvarlegar og spennandi kosningar sem framundan eru. Þess vegna verðum við að vanda okkar val og kynna okkur þá valkosti sem eru í boði. Guð gefi að okkur sem þjóð auðnist að velja besta kandidatinn sem er í framboði Íslandi til heilla. Höfundur er læknir.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun