Reyna að sækja fyrsta sýnið frá fjærhlið tunglsins Samúel Karl Ólason skrifar 3. maí 2024 13:50 Long March-5 eldflaug var skotið á loft með Chang'e-6 geimfarið í morgun. AP/Guo Cheng Kínverskir geimvísindamenn skutu í morgun geimfari af stað til tunglsins. Geimfar þetta ber lendingarfar sem til stendur að lenda á fjærhlið tunglsins. Þar á farið að taka sýni frá tunglinu og flytja það aftur til jarðar. Eldflaug af gerðinni Long March 5 flutti geimfarið á braut um jörðu í morgun. Lendingarfarið heitir Chang‘e-6 og á það að lenda aftur á jörðinni með tvö kíló af tunglryki eftir 53 daga, gangi allt eftir. Takist það, verður þetta í fyrsta sinn sem sýnir verður tekið á fjærhlið tunglsins. Fjarhlið tunglsins snýr aldrei að jörðinni. Hún er því eðli málsins samkvæmt mun verr þekkt en hin hliðin, sem snýr að jörðinni. Á fjarhliðinni er talið að finna megi eldri jarðveg en finnst á nærhliðinni og vonast vísindamenn til þess að sýnið geti varpað frekara ljósi á það hvernig tunglið varð til. Chang‘e-6 er í raun fjögur mismunandi geimför. Það er geimfar, sem flytja á alla stæðuna á braut um tunglið. Síðan mun lendingarfar lenda á tunglinu bora tvo metra undir yfirborð tunglsins og taka þaðan tvö kíló af tunglryki. Sýnið verður svo fært um borð í þriðja geimfarið sem á að flytja það aftur á braut um tunglið og um borð í fyrsta geimfarið. Þar verður sýnið svo fært um borð í fjórða farið, lendingarfar sem á að bera sýnið til lendingar í innri Mongólíu. Í frétt SpaceNews segir að Chang‘e 6 byggi á Chang‘e 5 sem sótt sýni til nærhliðar tunglsins árið 2020. Kínverjar hafa lagt mikið púður í rannsóknarstarf í geimnum á undanförnum árum. Þeir hafa meðal annars byggt eigin geimstöð, þar sem þrír geimfarar eru nú. Þá stefna Kínverjar á að lenda mönnum á tunglinu fyrir árið 2030. Til stendur að senda tvö önnur ómönnuð geimför til tunglsins á þessum áratug. Chang‘e-7 á að leita að vatni á Suðurpól tunglsins og Chang‘e-8 er ætlað að kanna möguleika á því að koma upp mannaðri bækistöð á tunglinu. Ákveðið kapphlaup hefur myndast um suðurpól tunglsins, þar sem talið er að finna megi mikið magn íss í gígum á tunglinu. Það vatn væri hægt að drekka og nota til eldsneytisframleiðslu, svo eitthvað sé nefnt. Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra vinna einnig hörðum höndum að því að senda menn til tunglsins. Geimurinn Tunglið Kína Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Fleiri fréttir Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Sjá meira
Eldflaug af gerðinni Long March 5 flutti geimfarið á braut um jörðu í morgun. Lendingarfarið heitir Chang‘e-6 og á það að lenda aftur á jörðinni með tvö kíló af tunglryki eftir 53 daga, gangi allt eftir. Takist það, verður þetta í fyrsta sinn sem sýnir verður tekið á fjærhlið tunglsins. Fjarhlið tunglsins snýr aldrei að jörðinni. Hún er því eðli málsins samkvæmt mun verr þekkt en hin hliðin, sem snýr að jörðinni. Á fjarhliðinni er talið að finna megi eldri jarðveg en finnst á nærhliðinni og vonast vísindamenn til þess að sýnið geti varpað frekara ljósi á það hvernig tunglið varð til. Chang‘e-6 er í raun fjögur mismunandi geimför. Það er geimfar, sem flytja á alla stæðuna á braut um tunglið. Síðan mun lendingarfar lenda á tunglinu bora tvo metra undir yfirborð tunglsins og taka þaðan tvö kíló af tunglryki. Sýnið verður svo fært um borð í þriðja geimfarið sem á að flytja það aftur á braut um tunglið og um borð í fyrsta geimfarið. Þar verður sýnið svo fært um borð í fjórða farið, lendingarfar sem á að bera sýnið til lendingar í innri Mongólíu. Í frétt SpaceNews segir að Chang‘e 6 byggi á Chang‘e 5 sem sótt sýni til nærhliðar tunglsins árið 2020. Kínverjar hafa lagt mikið púður í rannsóknarstarf í geimnum á undanförnum árum. Þeir hafa meðal annars byggt eigin geimstöð, þar sem þrír geimfarar eru nú. Þá stefna Kínverjar á að lenda mönnum á tunglinu fyrir árið 2030. Til stendur að senda tvö önnur ómönnuð geimför til tunglsins á þessum áratug. Chang‘e-7 á að leita að vatni á Suðurpól tunglsins og Chang‘e-8 er ætlað að kanna möguleika á því að koma upp mannaðri bækistöð á tunglinu. Ákveðið kapphlaup hefur myndast um suðurpól tunglsins, þar sem talið er að finna megi mikið magn íss í gígum á tunglinu. Það vatn væri hægt að drekka og nota til eldsneytisframleiðslu, svo eitthvað sé nefnt. Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra vinna einnig hörðum höndum að því að senda menn til tunglsins.
Geimurinn Tunglið Kína Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Fleiri fréttir Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Sjá meira