„Við erum öll byrjendur á einhverjum tímapunkti“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 5. maí 2024 20:01 Rakel María er ein öflugsta hlaupakona landsins. Með hlýnandi veðri og hækkandi sól fá margir fiðringinn til að reima á sig hlaupaskóna og fara út að hlaupa í náttúrunni. Rakel María Hjaltadóttir, hlaupari, þjálfari og förðunarfræðingur, kynntist útihlaupum sumarið 2018. Hún segir íþróttina næra sig andlega og líkamlega. „Það er eitthvað sem gerist þegar maður fer út í náttúruna, fær hjartað til að slá hraðar og finnur frelsið að geta hreyft líkamann svona. Hlaupin gefa mér orku en geta líka gefið mér hugarró þegar ég þarf á því að halda. Ég get ekki mælt meira með því að gefa þessu séns og sjá hvort fólk finni ekki töfrana sem mér finnst fylgja útihlaupunum,“ segir Rakel María sem átti í byrjun erfitt með að hlaupa einn kílómeter án þess að stoppa: „Ég fékk mér hund og byrjaði að hlaupa með hann en leið ekki á löngu þar til hlaupin voru orðin meira fyrir mig heldur en hundinn.“ Rakel María Rakel María gefur hlaupaþyrstum lesendum Lífsins á Vísi nokkur einföld ráð hvernig best sé að koma sér í hlaupagírinn. Ekki ofhugsa og komdu þér af stað Stærsta skrefið er að reima á sig skóna og koma sér út úr húsi. Ekki ofhugsa hlutina og komdu þér bara af stað. Til að byrja með er algjör óþarfi að hugsa um einhvern kílómetrafjölda og er algjört lykilatriði að byrja hægar og setja sér raunhæf markmið. Settu þér markmið um að fara út að hlaupa, og punktur. Taktu eftir þolinu aukast Settu upp plan sem þú reynir að bæta með hverju skipti. Til dæmis að hlaupa á milli ljósastaura.Fyrst ferðu út og hleypur og labbar til skiptis, næst geturðu kannski hlaupið milli tveggja staura og labbað einn legg á móti. Þetta má líka setja upp í tíma, t.d. hlaupa eina mínútu og labba í eina. Lengja svo hlaupin hægt og rólega á móti labbinu. Þú finnur þolið aukast og það er ótrúlega mikil hvatning. Rakel María Passaðu að fara ekki of hratt Það er mjög mikilvægt að sprengja sig ekki og fara of hratt af stað. Mér finnst gott að miða við hraða þar sem ég get haldið uppi samræðum, þá veit ég að ég er á hraða sem líkaminn ræður við og mér líður vel. Ekki hafa áhyggjur þó sá hraði sé mjög rólegur. Þú þjálfar upp þolið hægt og rólega og þá eykst hraðinn með tímanum. Það gerist hins vegar ekki ef maður gefst upp sem gerist oft þegar fólk klikkar á þessu. Finndu þér félagsskap Hlaupasamfélagið í dag er sí stækkandi og hlaupahópar eru aðgengilegir út um allt. Það sem er svo dásamlegt við hlaupin er að maður kynnist frábæru fólki og getur notið þess að hreyfa sig saman úti í náttúrunni. Ég get lofað þér því að það verður tekið vel á móti þér sama hvar þú skráir þig. Finndu þér hlaupahóp sem þér líst vel á og prófaðu að mæta á æfingu. Við erum alltof oft hrædd við að taka þátt af sökum frammistöðukvíða. Ekki hugsa um að þú sért byrjandi og getir nú ekki mætt með þaulvönum hlaupurum á æfingu. Við erum öll byrjendur á einhverjum tímapunkti og það er alltaf tekið tillit til þeirra sem eru að stíga sín fyrstu skref. Burtu með efasemdir og frammistöðukvíðann, taktu sénsinn og prófaðu. Brostu og njóttu Við eigum bara einn líkama. Það eru forréttindi að lifa í heilbrigðum líkama sem getur hreyft sig og við eigum svo sannarlega að njóta þess. Finndu gleðina í því að fara út og hlaupa, settu upp brosið, finndu hjartsláttinn aukast og gleðihormónin brjótast fram. Þegar þú hleypur með bros á vör verða hlaupin auðveldari og skemmtilegri, ég lofa ! View this post on Instagram A post shared by Rakel María Hjaltadóttir (@rakelmariah) Hugmyndir að hlaupaleiðum fyrir byrjendur Vífilstaðavatn 2,5 km hringur sem liggur í kringum vatnið. Ótrúlega fallegt umhverfi og auðvelt að stjórna því hversu langt maður vill fara. Þegar maður er aðeins orðinn vanur þá er nóg af stígum sem liggja upp í Heiðmörkina út frá vatninu og risastór veröld sem opnast fyrir manni þar. Rauðavatn og Hólmsheiði Leggðu bílnum við Moggahúsið í Hadegismóum og þar liggja stígar bæði niður að Rauðavatni eða upp á Hólmsheiðina en þar er fjöldinn allur af gönguleiðum sem er gaman að skoða. Elliðaárdalur og Hólminn Elliðaárdalurinn er dasamleg perla sem við eigum á höfuðborgarsvæðinu. Þar er hægt að fara fullt af litlum hringjum eða einn stóran hring sem er um 10 km. Í Elliðarárdalnum við rafstöðvarhúsið er lítill skógur sem er kallaður Hólminn. Þar er fullt af stígum þar sem hægt er að fara góða hringi frá einum km upp í þrjá km. Rakel María Helgafell og Úlfarsfell Þessi tvö fell eru nokkuð byrjendavæn og bjóða upp á allskonar leiðir. Helgafell í Hafnafirði er uþb. sex kílómetra löng leið fram og til baka sem er nokkuð auðvelt upp að. Það er einnig stígur sem liggur hringinn í kringum fjallið sem ég mæli með að prófa. Úlfarsfell býr yfir endalausum möguleikum og fjöldinn allur af leiðum upp og niður. Ég mæli með að prófa þær sem flestar og festa sig ekki á einni leið. Hvaleyrarvatn í Hafnafirði Svæðið í kringum Hvaleyrarvatn er falin perla sem ég mæli með að þið skoðið. Þar er alltaf logn og dásamlegt að hlaupa um svæðið, jafnvel taka með sér teppi og nesti og eiga góða stund við vatnið á góðum sumardegi. Fyrir áhugasama má fylgjast með Rakel Maríu á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Rakel María Hjaltadóttir (@rakelmariah) Heilsa Hlaup Ástin og lífið Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira
„Það er eitthvað sem gerist þegar maður fer út í náttúruna, fær hjartað til að slá hraðar og finnur frelsið að geta hreyft líkamann svona. Hlaupin gefa mér orku en geta líka gefið mér hugarró þegar ég þarf á því að halda. Ég get ekki mælt meira með því að gefa þessu séns og sjá hvort fólk finni ekki töfrana sem mér finnst fylgja útihlaupunum,“ segir Rakel María sem átti í byrjun erfitt með að hlaupa einn kílómeter án þess að stoppa: „Ég fékk mér hund og byrjaði að hlaupa með hann en leið ekki á löngu þar til hlaupin voru orðin meira fyrir mig heldur en hundinn.“ Rakel María Rakel María gefur hlaupaþyrstum lesendum Lífsins á Vísi nokkur einföld ráð hvernig best sé að koma sér í hlaupagírinn. Ekki ofhugsa og komdu þér af stað Stærsta skrefið er að reima á sig skóna og koma sér út úr húsi. Ekki ofhugsa hlutina og komdu þér bara af stað. Til að byrja með er algjör óþarfi að hugsa um einhvern kílómetrafjölda og er algjört lykilatriði að byrja hægar og setja sér raunhæf markmið. Settu þér markmið um að fara út að hlaupa, og punktur. Taktu eftir þolinu aukast Settu upp plan sem þú reynir að bæta með hverju skipti. Til dæmis að hlaupa á milli ljósastaura.Fyrst ferðu út og hleypur og labbar til skiptis, næst geturðu kannski hlaupið milli tveggja staura og labbað einn legg á móti. Þetta má líka setja upp í tíma, t.d. hlaupa eina mínútu og labba í eina. Lengja svo hlaupin hægt og rólega á móti labbinu. Þú finnur þolið aukast og það er ótrúlega mikil hvatning. Rakel María Passaðu að fara ekki of hratt Það er mjög mikilvægt að sprengja sig ekki og fara of hratt af stað. Mér finnst gott að miða við hraða þar sem ég get haldið uppi samræðum, þá veit ég að ég er á hraða sem líkaminn ræður við og mér líður vel. Ekki hafa áhyggjur þó sá hraði sé mjög rólegur. Þú þjálfar upp þolið hægt og rólega og þá eykst hraðinn með tímanum. Það gerist hins vegar ekki ef maður gefst upp sem gerist oft þegar fólk klikkar á þessu. Finndu þér félagsskap Hlaupasamfélagið í dag er sí stækkandi og hlaupahópar eru aðgengilegir út um allt. Það sem er svo dásamlegt við hlaupin er að maður kynnist frábæru fólki og getur notið þess að hreyfa sig saman úti í náttúrunni. Ég get lofað þér því að það verður tekið vel á móti þér sama hvar þú skráir þig. Finndu þér hlaupahóp sem þér líst vel á og prófaðu að mæta á æfingu. Við erum alltof oft hrædd við að taka þátt af sökum frammistöðukvíða. Ekki hugsa um að þú sért byrjandi og getir nú ekki mætt með þaulvönum hlaupurum á æfingu. Við erum öll byrjendur á einhverjum tímapunkti og það er alltaf tekið tillit til þeirra sem eru að stíga sín fyrstu skref. Burtu með efasemdir og frammistöðukvíðann, taktu sénsinn og prófaðu. Brostu og njóttu Við eigum bara einn líkama. Það eru forréttindi að lifa í heilbrigðum líkama sem getur hreyft sig og við eigum svo sannarlega að njóta þess. Finndu gleðina í því að fara út og hlaupa, settu upp brosið, finndu hjartsláttinn aukast og gleðihormónin brjótast fram. Þegar þú hleypur með bros á vör verða hlaupin auðveldari og skemmtilegri, ég lofa ! View this post on Instagram A post shared by Rakel María Hjaltadóttir (@rakelmariah) Hugmyndir að hlaupaleiðum fyrir byrjendur Vífilstaðavatn 2,5 km hringur sem liggur í kringum vatnið. Ótrúlega fallegt umhverfi og auðvelt að stjórna því hversu langt maður vill fara. Þegar maður er aðeins orðinn vanur þá er nóg af stígum sem liggja upp í Heiðmörkina út frá vatninu og risastór veröld sem opnast fyrir manni þar. Rauðavatn og Hólmsheiði Leggðu bílnum við Moggahúsið í Hadegismóum og þar liggja stígar bæði niður að Rauðavatni eða upp á Hólmsheiðina en þar er fjöldinn allur af gönguleiðum sem er gaman að skoða. Elliðaárdalur og Hólminn Elliðaárdalurinn er dasamleg perla sem við eigum á höfuðborgarsvæðinu. Þar er hægt að fara fullt af litlum hringjum eða einn stóran hring sem er um 10 km. Í Elliðarárdalnum við rafstöðvarhúsið er lítill skógur sem er kallaður Hólminn. Þar er fullt af stígum þar sem hægt er að fara góða hringi frá einum km upp í þrjá km. Rakel María Helgafell og Úlfarsfell Þessi tvö fell eru nokkuð byrjendavæn og bjóða upp á allskonar leiðir. Helgafell í Hafnafirði er uþb. sex kílómetra löng leið fram og til baka sem er nokkuð auðvelt upp að. Það er einnig stígur sem liggur hringinn í kringum fjallið sem ég mæli með að prófa. Úlfarsfell býr yfir endalausum möguleikum og fjöldinn allur af leiðum upp og niður. Ég mæli með að prófa þær sem flestar og festa sig ekki á einni leið. Hvaleyrarvatn í Hafnafirði Svæðið í kringum Hvaleyrarvatn er falin perla sem ég mæli með að þið skoðið. Þar er alltaf logn og dásamlegt að hlaupa um svæðið, jafnvel taka með sér teppi og nesti og eiga góða stund við vatnið á góðum sumardegi. Fyrir áhugasama má fylgjast með Rakel Maríu á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Rakel María Hjaltadóttir (@rakelmariah)
Heilsa Hlaup Ástin og lífið Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira