Segir fólk eiga rétt til mótmæla en ekki til óreiðu Samúel Karl Ólason skrifar 2. maí 2024 16:44 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, þegar hann ávarpaði þjóðina í dag. AP/Evan Vucci) Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, fordæmdi í dag ofbeldi sem hefði átt sér stað á mótmælum í háskólum víðsvegar um Bandaríkin. Hann sagði alla eiga rétt á friðsömum mótmælum en fólk hefði ekki rétt á því að valda óreiðu eða skemmdum. Hann sagði að skemmdarverk, að fara inn í hús í óleyfi, brjóta rúður, koma í veg fyrir kennslustundir og útskriftir stúdenta félli ekki undir skilgreiningu friðsamra mótmæla. Biden sagði friðsöm mótmæli mikilvæg í Bandaríkjunum en röð og regla þyrfti að ríkja. Þá þvertók Biden fyrir að kalla út þjóðvarðlið til að binda enda á mótmælin. Þetta sagði Biden í sjónvarpsávarpi í dag þar sem hann gerði þó enga tilraun til að útskýra eða verja afstöðu sína varðandi hernað Ísraela á Gasaströndinni, sem er ástæða þess að þessi mótmæli hafa átt sér stað. Biden reyndi heldur ekki að gefa mótmælendum ástæðu til að hætta en sagði að ef þau færu yfir strikið við mótmælin, yrði þeim refsað. Ávarpið má sjá í spilaranum hér að neðan. Happening Now: President Biden delivers remarks. https://t.co/z89E8d12PM— The White House (@WhiteHouse) May 2, 2024 Lögregluþjónar í óeirðabúnaði hafa brotið upp mótmæli í háskólum vestanhafs og handtekið nemendur sem hafa lagt undir sig húsnæði skóla. Minnst 132 nemendur hafa verið handteknir við UCLA-skólann í Kaliforníu. Lögregluþjónar beittu meðal annars hvellsprengjum þegar þeir brutu upp mótmælin við UCLA og tóku niður tjaldbúðir sem höfðu myndast þar. Sjá einnig: Hundruð lögreglumanna í viðbragðsstöðu vegna mótmæla í UCLA Sambærileg atvik hafa átt sér stað í Columbia í New York, í Dartmouth í New Hampshire og Portland State háskólanum í Oregon. Bandaríkin Joe Biden Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Sjá meira
Hann sagði að skemmdarverk, að fara inn í hús í óleyfi, brjóta rúður, koma í veg fyrir kennslustundir og útskriftir stúdenta félli ekki undir skilgreiningu friðsamra mótmæla. Biden sagði friðsöm mótmæli mikilvæg í Bandaríkjunum en röð og regla þyrfti að ríkja. Þá þvertók Biden fyrir að kalla út þjóðvarðlið til að binda enda á mótmælin. Þetta sagði Biden í sjónvarpsávarpi í dag þar sem hann gerði þó enga tilraun til að útskýra eða verja afstöðu sína varðandi hernað Ísraela á Gasaströndinni, sem er ástæða þess að þessi mótmæli hafa átt sér stað. Biden reyndi heldur ekki að gefa mótmælendum ástæðu til að hætta en sagði að ef þau færu yfir strikið við mótmælin, yrði þeim refsað. Ávarpið má sjá í spilaranum hér að neðan. Happening Now: President Biden delivers remarks. https://t.co/z89E8d12PM— The White House (@WhiteHouse) May 2, 2024 Lögregluþjónar í óeirðabúnaði hafa brotið upp mótmæli í háskólum vestanhafs og handtekið nemendur sem hafa lagt undir sig húsnæði skóla. Minnst 132 nemendur hafa verið handteknir við UCLA-skólann í Kaliforníu. Lögregluþjónar beittu meðal annars hvellsprengjum þegar þeir brutu upp mótmælin við UCLA og tóku niður tjaldbúðir sem höfðu myndast þar. Sjá einnig: Hundruð lögreglumanna í viðbragðsstöðu vegna mótmæla í UCLA Sambærileg atvik hafa átt sér stað í Columbia í New York, í Dartmouth í New Hampshire og Portland State háskólanum í Oregon.
Bandaríkin Joe Biden Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Sjá meira