Hárgreiðslustóll ekki hættulegt tæki og konan fær engar bætur Árni Sæberg skrifar 2. maí 2024 16:13 Það getur verið hættulegt að setjast í hárgreiðslustól að mati Hæstaréttar, en ekkert sérstaklega. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur sýknað Sjóvá af öllum kröfum konu á sjötugsaldri, sem hlaut varanlega örorku eftir fall úr biluðum hárgreiðslustól. Hæstiréttur taldi slysið óhappatilvik og ekki hafa verið valdið af saknæmri háttsemi hárgreiðslustofunnar. Þetta var niðurstaða Hæstaréttar, sem kvað upp dóm í málinu í dag. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður viðurkennt bótaskyldu Sjóvár en Landsréttur var á sama máli og Hæstiréttur, slysið hafi einfaldlega verið óhapp. Málsatvik voru þau að konunni var boðið sæti í hárgreiðslustól á stofu í Kópavogi. Þegar hún settist í stólinn brotnaði annar stólarmurinn og við það datt hún í gólfið. Konan leitaði til læknis vegna meiðslanna, sem voru meðal annars verkir, eymsli víðsvegar auk bakmeiðsla, og var að lokum metin með átta prósent varanlega læknisfræðilega örorku. Hárgreiðslustóll ekki með nokkru móti búnaður sem sérstök hætta stafi af Í dómi Hæstaréttar var lagt til grundvallar að orsök þess að konan féll í gólfið hefði verið sú að málmfesting sem hélt uppi armi stólsins hefði brotnað. Hæstiréttur tók fram að í dómaframkvæmd hefðu almennt verið lagðar ríkar skyldu á eigendur eða umráðamenn fasteigna, þar sem rekin er verslunar- eða þjónustustarfsemi sem laðar að viðskiptavini, til að gera ráðstafanir sem sanngjarnar mættu teljast til að tryggja öryggi þeirra. Til þess yrði þó að líta að kröfur til viðhalds og eftirlits með búnaði yrðu að vera í eðlilegu samhengi við hættueiginleika hans, aldur og endingartíma, svo og eftirlits- og viðhaldsþörf. Hárgreiðslustóll gæti með engu móti talist tæki eða búnaður sem sérstök hætta stafi af þótt óhöpp geti vissulega orðið við notkun slíkra stóla. Ekki fallist á snúa þyrfti sönnunarbyrðinni við Ekki var talið að konan hefði fært sönnur á að tjón hennar yrði rakið til saknæmrar vanrækslu hárgreiðslustofunnar á viðhaldi stólsins eða eftirliti með honum. Þá var ekki talið að sá dráttur sem varð á því að Sjóvá tilkynnti hárgreiðslustofunni um tjónstilkynningu konunnar eða tregða hárgreiðslustofunnar til að upplýsa um það hver gert hefði við stólinn ætti að leiða til þess að sönnunarbyrði um saknæma vanrækslu vátryggingartaka yrði snúið við. Tryggingar Dómsmál Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Fleiri fréttir „Það eru engir James Bond aukahlutir en þessir bílar eru mjög vel útbúnir“ Miðflokkurinn vill að foreldrar ráði alfarið skiptingu orlofs Leikskólakerfið en ekki fæðingarorlofið sem er gjörólíkt á hinum Norðurlöndunum Úlfar íhugar að sækja um embætti ríkislögreglustjóra Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Sjá meira
Þetta var niðurstaða Hæstaréttar, sem kvað upp dóm í málinu í dag. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður viðurkennt bótaskyldu Sjóvár en Landsréttur var á sama máli og Hæstiréttur, slysið hafi einfaldlega verið óhapp. Málsatvik voru þau að konunni var boðið sæti í hárgreiðslustól á stofu í Kópavogi. Þegar hún settist í stólinn brotnaði annar stólarmurinn og við það datt hún í gólfið. Konan leitaði til læknis vegna meiðslanna, sem voru meðal annars verkir, eymsli víðsvegar auk bakmeiðsla, og var að lokum metin með átta prósent varanlega læknisfræðilega örorku. Hárgreiðslustóll ekki með nokkru móti búnaður sem sérstök hætta stafi af Í dómi Hæstaréttar var lagt til grundvallar að orsök þess að konan féll í gólfið hefði verið sú að málmfesting sem hélt uppi armi stólsins hefði brotnað. Hæstiréttur tók fram að í dómaframkvæmd hefðu almennt verið lagðar ríkar skyldu á eigendur eða umráðamenn fasteigna, þar sem rekin er verslunar- eða þjónustustarfsemi sem laðar að viðskiptavini, til að gera ráðstafanir sem sanngjarnar mættu teljast til að tryggja öryggi þeirra. Til þess yrði þó að líta að kröfur til viðhalds og eftirlits með búnaði yrðu að vera í eðlilegu samhengi við hættueiginleika hans, aldur og endingartíma, svo og eftirlits- og viðhaldsþörf. Hárgreiðslustóll gæti með engu móti talist tæki eða búnaður sem sérstök hætta stafi af þótt óhöpp geti vissulega orðið við notkun slíkra stóla. Ekki fallist á snúa þyrfti sönnunarbyrðinni við Ekki var talið að konan hefði fært sönnur á að tjón hennar yrði rakið til saknæmrar vanrækslu hárgreiðslustofunnar á viðhaldi stólsins eða eftirliti með honum. Þá var ekki talið að sá dráttur sem varð á því að Sjóvá tilkynnti hárgreiðslustofunni um tjónstilkynningu konunnar eða tregða hárgreiðslustofunnar til að upplýsa um það hver gert hefði við stólinn ætti að leiða til þess að sönnunarbyrði um saknæma vanrækslu vátryggingartaka yrði snúið við.
Tryggingar Dómsmál Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Fleiri fréttir „Það eru engir James Bond aukahlutir en þessir bílar eru mjög vel útbúnir“ Miðflokkurinn vill að foreldrar ráði alfarið skiptingu orlofs Leikskólakerfið en ekki fæðingarorlofið sem er gjörólíkt á hinum Norðurlöndunum Úlfar íhugar að sækja um embætti ríkislögreglustjóra Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Sjá meira