„Of mörg tilfelli sem hafa komið upp“ Valur Páll Eiríksson skrifar 3. maí 2024 08:00 Kjartan Freyr Ásmundsson, formaður ÍTK. Vísir/Bjarni Hagsmunasamtök körfuknattleiksfélaga hér á landi, ÍTK, krefjast þess að bann verði sett við prentuðum auglýsingum á gólf íþróttahúsa. Slæm meiðsli lykilmanns í karlaliði Keflavíkur vegna slíkrar auglýsingar sé kornið sem fylli mælinn. „Þetta eru bara of mörg tilfelli sem hafa komið upp á undanförnum árum og við töldum að þetta væri komið gott. Það eru mjög mörg dæmi, bæði karla- og kvennamegin á undanförnum árum. Eitt tilfelli er of mörg tilfelli, það er bara þannig,“ segir Kjartan Freyr Ásmundsson, formaður Íslensks Toppkörfubolta, hagsmunasamtaka körfuknattleiksfélaga landsins. Kjartan þekkir sjálfur dæmi af bandarískum leikmanni sem kom til hans félags, Hauka, sem rann á auglýsingamerkingu á Ásvöllum og var úr leik áður en Íslandsmótið hófst. Dæmi má einnig taka af Pavel Ermolinskij sem reif lærvöðva í bikarúrslitaleik KR við Stjörnuna árið 2015. Þá rann hann um auglýsingu í Laugardalshöll. Auglýsingar má sjá prentaðar á gólf flestra íþróttahúsa landsins og hafa verið í áraraðir. Þær geta hins vegar skapað hættu fyrir leikmenn vegna þess að þær safna upp ryki hraðar en hinn almenni gólfflötur. „Það er alveg hægt að halda þessu góðu með því að þrífa þetta reglulega. Það hefur því miður ekki gengið nógu vel. Ég veit að félögin hafa reynt það en það hefur ekki gengið því þau gleyma að þrífa þetta. Svo er æfing og einhver rennur á þessu. Vegna þess að þetta safnar upp meiri ryki heldur en parketið,“ segir Kjartan. Tekjur sem félög njóti af auglýsingum sem þessum séu óverulegar en þó misjafnar. Unnt sé að setja öryggi leikmanna ofar örfáum þúsundköllum. „Félögin gera þetta með mismunandi hætti. Sum hafa dregið mikið úr þessu og komin með LED [skilti] á vellina. Önnur eru enn með margar auglýsingar á völlunum. Fyrir okkur er mikilvægt að við náum að ramma þetta betur inn, að koma LED-skiltum sem víðast á móttsstað. Það er held ég framtíðin,“ segir Kjartan. Handboltalið spila víða á sömu völlum og körfuboltalið landsins og því ljóst að handboltahreyfingin þyrfti að vera með körfuboltanum í liði eigi að takast að útrýma auglýsingunum. Fyrst þurfi hins vegar að samþykkja reglubreytinguna hjá KKÍ. „En fyrst þarf þetta að fara fyrir KKÍ og þau að ákveða þetta. En við frá félögunum leggjum þetta til, að við hættum að vera með auglýsingar á völlunum,“ segir Kjartan. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. KKÍ Subway-deild karla Subway-deild kvenna Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti „Frábært að stela heimavellinum“ Körfubolti „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Körfubolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Körfubolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fleiri fréttir Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir Sjá meira
„Þetta eru bara of mörg tilfelli sem hafa komið upp á undanförnum árum og við töldum að þetta væri komið gott. Það eru mjög mörg dæmi, bæði karla- og kvennamegin á undanförnum árum. Eitt tilfelli er of mörg tilfelli, það er bara þannig,“ segir Kjartan Freyr Ásmundsson, formaður Íslensks Toppkörfubolta, hagsmunasamtaka körfuknattleiksfélaga landsins. Kjartan þekkir sjálfur dæmi af bandarískum leikmanni sem kom til hans félags, Hauka, sem rann á auglýsingamerkingu á Ásvöllum og var úr leik áður en Íslandsmótið hófst. Dæmi má einnig taka af Pavel Ermolinskij sem reif lærvöðva í bikarúrslitaleik KR við Stjörnuna árið 2015. Þá rann hann um auglýsingu í Laugardalshöll. Auglýsingar má sjá prentaðar á gólf flestra íþróttahúsa landsins og hafa verið í áraraðir. Þær geta hins vegar skapað hættu fyrir leikmenn vegna þess að þær safna upp ryki hraðar en hinn almenni gólfflötur. „Það er alveg hægt að halda þessu góðu með því að þrífa þetta reglulega. Það hefur því miður ekki gengið nógu vel. Ég veit að félögin hafa reynt það en það hefur ekki gengið því þau gleyma að þrífa þetta. Svo er æfing og einhver rennur á þessu. Vegna þess að þetta safnar upp meiri ryki heldur en parketið,“ segir Kjartan. Tekjur sem félög njóti af auglýsingum sem þessum séu óverulegar en þó misjafnar. Unnt sé að setja öryggi leikmanna ofar örfáum þúsundköllum. „Félögin gera þetta með mismunandi hætti. Sum hafa dregið mikið úr þessu og komin með LED [skilti] á vellina. Önnur eru enn með margar auglýsingar á völlunum. Fyrir okkur er mikilvægt að við náum að ramma þetta betur inn, að koma LED-skiltum sem víðast á móttsstað. Það er held ég framtíðin,“ segir Kjartan. Handboltalið spila víða á sömu völlum og körfuboltalið landsins og því ljóst að handboltahreyfingin þyrfti að vera með körfuboltanum í liði eigi að takast að útrýma auglýsingunum. Fyrst þurfi hins vegar að samþykkja reglubreytinguna hjá KKÍ. „En fyrst þarf þetta að fara fyrir KKÍ og þau að ákveða þetta. En við frá félögunum leggjum þetta til, að við hættum að vera með auglýsingar á völlunum,“ segir Kjartan. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
KKÍ Subway-deild karla Subway-deild kvenna Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti „Frábært að stela heimavellinum“ Körfubolti „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Körfubolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Körfubolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fleiri fréttir Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti