Heimildin sem hvarf úr frumvarpi matvælaráðherra Vala Árnadóttir skrifar 2. maí 2024 14:30 Markmið laga eiga að vera augljós, enda felur markmið í sér áætlun sem menn hafa sett sér að ná. Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, lagði nýverið fram frumvarp um lagareldi sem hún segir fela í sér stórfelldar úrbætur í umhverfisvernd með því að gera reglur skýrari og eftirlitið meira með þessum iðnaði. Að sögn ráðherrans á frumvarpið að styrkja og skýra lagaheimildir um afturköllun rekstrarleyfa ef fyrirtæki gerast brotleg við lög. Þetta er rangt. Frumvarpið veikir heimildir ríkisins til þess að afturkalla leyfi sjókvíaeldisfyrirtækja. Með öðrum orðum það gengur þvert á yfirlýst markmið. Veit ráðherra þetta ekki? Ráðherra vísar títt í sérfræðinga og lögfræðinga sem hún segir að haldi því fram að leyfin verði að vera ótímabundin, annars þurfi að slá af íþyngjandi aðgerðum eins og leyfissviptingum. Ráðherra virðist ekki vera kunnugt um að í 16. grein núgildandi laga um fiskeldi er skýr heimild til afturköllunar rekstrarleyfa, einmitt vegna þess hluta starfseminnar sem veldur mestum skaða. Þessi heimild hefur hins vegar verið fjarlægð úr lagafrumvarpinu sem hún lagði fyrir Alþingi í síðustu viku. Í 16. grein laganna sem nú gilda eru þessi orð: „Þá er og heimilt að afturkalla rekstrarleyfi […] þegar eldisfiskur sleppur ítrekað frá fiskeldisstöð.“ Þessi heimild er ekki í frumvarpi Bjarkeyjar. Ráðherra þarf að skýra af hverju svo er og hvernig hún fái út að hér sé um rýmri heimildir til afturköllunar þar sem frumvarpið bersýnilega þrengir heimildir. Ekki starfað samkvæmt lögum Lög eiga að kveða skýrt um við hvaða aðstæður skal afturkalla leyfi. Það eykur fyrirsjáanleika sjókvíaeldisfyrirtækja. Þessar aðstæður eiga svo að sjálfsögðu að tryggja lágmarks vernd lífríkis og náttúru Íslands sem þó verður aldrei örugg á meðan laxeldi í opnum sjókvíum er heimilað. Þá er ágætt að árétta að nú þegar er þessi heimild til afturköllunar í lögum sem ekki er notuð, þrátt fyrir að sjókvíaeldisfyrirtækin hafi ekki staðist nánast eina einustu eftirlitsskoðun og hafa ítrekað misst frá sér fisk. Auknir starfskraftar í eftirliti gera lítið ef lögheimiluð viðurlög eru ekki virkjuð. Það væri nær að ráðherra sem er svo annt um umhverfið leiðbeini þeirri eftirlitsstofnun sem heyrir undir ráðherra um að starfa samkvæmt lögum. Lög þurfa að vera skýr og ráðherra þarf að skilja lögfræðina í eigin frumvarpi. Það er ekki spurning um hvort lögfræðin og réttsýni almennings fari saman, enda er fræðigrein eðli máls samkvæmt ófær um að fara gegn réttsýni almennings. Hvernig hún er notuð til þess er annað mál. Höfundur er lögfræðingur og er í stjórn Íslenska náttúruverndarsjóðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjókvíaeldi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fiskeldi Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Markmið laga eiga að vera augljós, enda felur markmið í sér áætlun sem menn hafa sett sér að ná. Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, lagði nýverið fram frumvarp um lagareldi sem hún segir fela í sér stórfelldar úrbætur í umhverfisvernd með því að gera reglur skýrari og eftirlitið meira með þessum iðnaði. Að sögn ráðherrans á frumvarpið að styrkja og skýra lagaheimildir um afturköllun rekstrarleyfa ef fyrirtæki gerast brotleg við lög. Þetta er rangt. Frumvarpið veikir heimildir ríkisins til þess að afturkalla leyfi sjókvíaeldisfyrirtækja. Með öðrum orðum það gengur þvert á yfirlýst markmið. Veit ráðherra þetta ekki? Ráðherra vísar títt í sérfræðinga og lögfræðinga sem hún segir að haldi því fram að leyfin verði að vera ótímabundin, annars þurfi að slá af íþyngjandi aðgerðum eins og leyfissviptingum. Ráðherra virðist ekki vera kunnugt um að í 16. grein núgildandi laga um fiskeldi er skýr heimild til afturköllunar rekstrarleyfa, einmitt vegna þess hluta starfseminnar sem veldur mestum skaða. Þessi heimild hefur hins vegar verið fjarlægð úr lagafrumvarpinu sem hún lagði fyrir Alþingi í síðustu viku. Í 16. grein laganna sem nú gilda eru þessi orð: „Þá er og heimilt að afturkalla rekstrarleyfi […] þegar eldisfiskur sleppur ítrekað frá fiskeldisstöð.“ Þessi heimild er ekki í frumvarpi Bjarkeyjar. Ráðherra þarf að skýra af hverju svo er og hvernig hún fái út að hér sé um rýmri heimildir til afturköllunar þar sem frumvarpið bersýnilega þrengir heimildir. Ekki starfað samkvæmt lögum Lög eiga að kveða skýrt um við hvaða aðstæður skal afturkalla leyfi. Það eykur fyrirsjáanleika sjókvíaeldisfyrirtækja. Þessar aðstæður eiga svo að sjálfsögðu að tryggja lágmarks vernd lífríkis og náttúru Íslands sem þó verður aldrei örugg á meðan laxeldi í opnum sjókvíum er heimilað. Þá er ágætt að árétta að nú þegar er þessi heimild til afturköllunar í lögum sem ekki er notuð, þrátt fyrir að sjókvíaeldisfyrirtækin hafi ekki staðist nánast eina einustu eftirlitsskoðun og hafa ítrekað misst frá sér fisk. Auknir starfskraftar í eftirliti gera lítið ef lögheimiluð viðurlög eru ekki virkjuð. Það væri nær að ráðherra sem er svo annt um umhverfið leiðbeini þeirri eftirlitsstofnun sem heyrir undir ráðherra um að starfa samkvæmt lögum. Lög þurfa að vera skýr og ráðherra þarf að skilja lögfræðina í eigin frumvarpi. Það er ekki spurning um hvort lögfræðin og réttsýni almennings fari saman, enda er fræðigrein eðli máls samkvæmt ófær um að fara gegn réttsýni almennings. Hvernig hún er notuð til þess er annað mál. Höfundur er lögfræðingur og er í stjórn Íslenska náttúruverndarsjóðsins.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun