Hreinleikaþráin Bjarni Karlsson skrifar 2. maí 2024 10:01 Nú ganga forsetakosningar yfir land og lýð. Líkt og jólahátíðin mætir okkur árvisst og lætur okkur horfast í augu við einkalífið í sælu sinni og þraut þannig þvinga forsetakosningar þjóðarsálina að speglinum svo hún berji sjálfa sig augum. Það gleður og meiðir. Hressir og skelfir. Ég tók mér fyrir hendur að heimsækja Bjart bónda og hans fólk í Sumarhúsum fyrir nokkru og setti svo fram í bók greiningu á samskiptaháttum heimilisfólksins. Þar lýsi ég því hvernig það er þegar fjölskyldutengsl einkennast af ásökun, sektarkennd, samanburði og skömm í bland við ógeð og leyfi mér að kalla það Sumarhúsaheilkennið. Að Sumarhúsum fer allt halloka sem er viðkvæmt. Börn og konur deyja, fénaður fellur og hundstíkin er alltaf horuð og lúsug. Einungis Hallbera gamla, fulltrúi forneskjunnar, virðist einhvern veginn þrífast endalaust í sínu vanheilaga bandalagi við Bjart bónda. Ég held því fram að samskiptamunstur Sumarhúsa, þar sem tengsl eru tærandi fremur en nærandi, varði ekki bara einkalíf okkar heldur yfirfærist það gjarnan á stærri heildir eins og stofnanir, þjóðfélög, alþjóðatengsl og jafnvel samskipti manna við vistkerfið. Hallbera veit að Bjartur gengur að öllu dauðu og hún tekur því sem sjálfgefnu. Hallbera er forneskjan í sál þjóðarinnar. Gamli kjarninn. Langtímaminnið. Hún veit um vanræksluna og allt ógeðið en kýs að bregðast ekki við. Ekki svo að henni standi á sama. Hallbera þjáist á sinn hátt, samsek í skaðanum sem við blasir á heimilinu. Ég veit það og þú veist það, og ég veit að þú veist að ég veit að þú veist það, samt látum við eins og við vitum það ekki. Þannig lýsir Jón úr Vör þessari hlið mannlegra kjara sem gerir okkur svo óhrein og fyllir okkur skömm því við kunnum svo illa að taka ábyrgð. Líkt og Hallbera tók ekki ábyrgð en horfði á allt visna og deyja undir valdi Bjarts þannig horfum við á svo margt fara halloka í samfélagi okkar og hinni stóru veröld - en veljum að líta undan. Bera hallann. Aldrei hefur almenningur mátt hafa jafn mikið fyrir því að líta undan og einmitt þessi síðustu misseri. Það er svo mikið drepið af börnum fyrir framan augun á okkur, svo mörgu saklausu fólki stökkt á flótta og virðingarleysið fyrir almannahag svo víðtækt og blygðunarlaust. Í sögunni af Sjálfstæðu fólki var Hallbera fyrirsjáanleg og sinnulaus. Nú er hún orðin hrædd og reið. Hvað ætti hún að vera annað? Þegar Hallbera hugsar til forsetakosninganna sem eru framundan vaknar þráin eftir hreinleika og fegurð. Hún er svo foxill og full af skammarreiði yfir öllu sem Bjartur leyfir sér að gera og finnur hvað það væri gott á hann ef Lýðveldið fengi nú bara hreinan og vammlausan forseta. Það væri svo róandi. Góði Guð, (þótt þú sért örugglega ekki til, og ef þú ert til þá ertu vondur!) viltu gefa mér hreinan og vammlausan forseta af því að ég kann ekki sjálf að sýna virðingu og vera sanngjörn en er að hugsa hvort ekki sé skást að hokra áfram hér á heiðinni með honum Bjarti mínum? Höfundur er prestur og siðfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Nú ganga forsetakosningar yfir land og lýð. Líkt og jólahátíðin mætir okkur árvisst og lætur okkur horfast í augu við einkalífið í sælu sinni og þraut þannig þvinga forsetakosningar þjóðarsálina að speglinum svo hún berji sjálfa sig augum. Það gleður og meiðir. Hressir og skelfir. Ég tók mér fyrir hendur að heimsækja Bjart bónda og hans fólk í Sumarhúsum fyrir nokkru og setti svo fram í bók greiningu á samskiptaháttum heimilisfólksins. Þar lýsi ég því hvernig það er þegar fjölskyldutengsl einkennast af ásökun, sektarkennd, samanburði og skömm í bland við ógeð og leyfi mér að kalla það Sumarhúsaheilkennið. Að Sumarhúsum fer allt halloka sem er viðkvæmt. Börn og konur deyja, fénaður fellur og hundstíkin er alltaf horuð og lúsug. Einungis Hallbera gamla, fulltrúi forneskjunnar, virðist einhvern veginn þrífast endalaust í sínu vanheilaga bandalagi við Bjart bónda. Ég held því fram að samskiptamunstur Sumarhúsa, þar sem tengsl eru tærandi fremur en nærandi, varði ekki bara einkalíf okkar heldur yfirfærist það gjarnan á stærri heildir eins og stofnanir, þjóðfélög, alþjóðatengsl og jafnvel samskipti manna við vistkerfið. Hallbera veit að Bjartur gengur að öllu dauðu og hún tekur því sem sjálfgefnu. Hallbera er forneskjan í sál þjóðarinnar. Gamli kjarninn. Langtímaminnið. Hún veit um vanræksluna og allt ógeðið en kýs að bregðast ekki við. Ekki svo að henni standi á sama. Hallbera þjáist á sinn hátt, samsek í skaðanum sem við blasir á heimilinu. Ég veit það og þú veist það, og ég veit að þú veist að ég veit að þú veist það, samt látum við eins og við vitum það ekki. Þannig lýsir Jón úr Vör þessari hlið mannlegra kjara sem gerir okkur svo óhrein og fyllir okkur skömm því við kunnum svo illa að taka ábyrgð. Líkt og Hallbera tók ekki ábyrgð en horfði á allt visna og deyja undir valdi Bjarts þannig horfum við á svo margt fara halloka í samfélagi okkar og hinni stóru veröld - en veljum að líta undan. Bera hallann. Aldrei hefur almenningur mátt hafa jafn mikið fyrir því að líta undan og einmitt þessi síðustu misseri. Það er svo mikið drepið af börnum fyrir framan augun á okkur, svo mörgu saklausu fólki stökkt á flótta og virðingarleysið fyrir almannahag svo víðtækt og blygðunarlaust. Í sögunni af Sjálfstæðu fólki var Hallbera fyrirsjáanleg og sinnulaus. Nú er hún orðin hrædd og reið. Hvað ætti hún að vera annað? Þegar Hallbera hugsar til forsetakosninganna sem eru framundan vaknar þráin eftir hreinleika og fegurð. Hún er svo foxill og full af skammarreiði yfir öllu sem Bjartur leyfir sér að gera og finnur hvað það væri gott á hann ef Lýðveldið fengi nú bara hreinan og vammlausan forseta. Það væri svo róandi. Góði Guð, (þótt þú sért örugglega ekki til, og ef þú ert til þá ertu vondur!) viltu gefa mér hreinan og vammlausan forseta af því að ég kann ekki sjálf að sýna virðingu og vera sanngjörn en er að hugsa hvort ekki sé skást að hokra áfram hér á heiðinni með honum Bjarti mínum? Höfundur er prestur og siðfræðingur.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun