Látum hjartað ráða för Sigrún Traustadóttir skrifar 1. maí 2024 20:30 Óhætt er að segja að líf sé að færast í kosningabaráttuna vegna forsetakosninganna. Nú styttist líka í að almenningur fái að sjá og heyra frambjóðendur í sjónvarpi allra landsmanna. Halla Tómasdóttir er frambjóðandinn minn og ég hvet alla; líka þá sem segjast hafa gert upp hug sinn, að leggja sig fram um að hlusta á hvað frambjóðendur hafa að segja og velja svo. Þá segir það sögu hversu hratt fylgið færist nú til sem segir að mjög margir eru ekki enn alveg ákveðnir. Þegar jafn mjótt er á munum og nú virðist vera milli umdeildra frambjóðenda heyrist oft að ekki megi kasta atkvæði sinu “á glæ” heldur kjósa ákveðinn aðila svo hinn komist ekki að. Þetta eru ekki næg rök þegar kemur að því að kjósa eina fulltrúa þjóðarinnar sem við kjósum beinni kosningu. Að ætla að nýta mikilvægan kosningarétt til að koma í veg fyrir að einhver nái kjöri gæti endað með skelfingu. Við eigum að láta hjartað ráða för! Hvernig forseta viljum við fá? Hvað á hann að standa fyrir? Er hann heill í gegn eða þurfti hann að fara sérstaklega í sparifötin, setja upp sparibrosið og tína til bestu málefnin frá hinum frambjóðendum og gera að sínum? Halla Tómasdóttir er þroskuð, heil og hugrökk kona. Hún hefur einstakt lag á því að leiða saman aðila með ólík sjónarmið og finna málamiðlun sem allir geta sætt sig við. Hún hefur víðtæka reynslu af því m.a. að hlusta á íslenska þjóð. Ekki þarf að fara lengra aftur en að Þjóðfundinum í september 2009 sem hún ásamt fleirum, stóð fyrir. Niðurstaða þess fundar var meðal annars að þjóðin valdi sér gildið heiðarleiki sem er nákvæmlega það sem við þurfum að muna þegar kemur að forsetakosningunum. Þegar við þreyjum próf þurfum við að lesa og læra til að standast það. Þannig á það líka að vera áður en gengið er að kjörborðinu 1. júní næstkomandi. Við þurfum að gefa okkur tíma til að kynna okkur hvern og einn frambjóðanda og helst að hitta þá og heyra tala. Því fylgir ábyrgð að kjósa svo förum ekki með þann rétt af kæruleysi. Verum heiðarleg og hugrökk og veljum forseta með hjartanu. Ef allir gera það, fáum við þann forseta til Bessastaða sem þjóðin mun sætta sig við. Höfundur er stuðningsmaður Höllu Tómasdóttur forsetaframbjóðanda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Óhætt er að segja að líf sé að færast í kosningabaráttuna vegna forsetakosninganna. Nú styttist líka í að almenningur fái að sjá og heyra frambjóðendur í sjónvarpi allra landsmanna. Halla Tómasdóttir er frambjóðandinn minn og ég hvet alla; líka þá sem segjast hafa gert upp hug sinn, að leggja sig fram um að hlusta á hvað frambjóðendur hafa að segja og velja svo. Þá segir það sögu hversu hratt fylgið færist nú til sem segir að mjög margir eru ekki enn alveg ákveðnir. Þegar jafn mjótt er á munum og nú virðist vera milli umdeildra frambjóðenda heyrist oft að ekki megi kasta atkvæði sinu “á glæ” heldur kjósa ákveðinn aðila svo hinn komist ekki að. Þetta eru ekki næg rök þegar kemur að því að kjósa eina fulltrúa þjóðarinnar sem við kjósum beinni kosningu. Að ætla að nýta mikilvægan kosningarétt til að koma í veg fyrir að einhver nái kjöri gæti endað með skelfingu. Við eigum að láta hjartað ráða för! Hvernig forseta viljum við fá? Hvað á hann að standa fyrir? Er hann heill í gegn eða þurfti hann að fara sérstaklega í sparifötin, setja upp sparibrosið og tína til bestu málefnin frá hinum frambjóðendum og gera að sínum? Halla Tómasdóttir er þroskuð, heil og hugrökk kona. Hún hefur einstakt lag á því að leiða saman aðila með ólík sjónarmið og finna málamiðlun sem allir geta sætt sig við. Hún hefur víðtæka reynslu af því m.a. að hlusta á íslenska þjóð. Ekki þarf að fara lengra aftur en að Þjóðfundinum í september 2009 sem hún ásamt fleirum, stóð fyrir. Niðurstaða þess fundar var meðal annars að þjóðin valdi sér gildið heiðarleiki sem er nákvæmlega það sem við þurfum að muna þegar kemur að forsetakosningunum. Þegar við þreyjum próf þurfum við að lesa og læra til að standast það. Þannig á það líka að vera áður en gengið er að kjörborðinu 1. júní næstkomandi. Við þurfum að gefa okkur tíma til að kynna okkur hvern og einn frambjóðanda og helst að hitta þá og heyra tala. Því fylgir ábyrgð að kjósa svo förum ekki með þann rétt af kæruleysi. Verum heiðarleg og hugrökk og veljum forseta með hjartanu. Ef allir gera það, fáum við þann forseta til Bessastaða sem þjóðin mun sætta sig við. Höfundur er stuðningsmaður Höllu Tómasdóttur forsetaframbjóðanda.
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun