Íslensk stjórnvöld haldin „sjúkri undirgefni“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. maí 2024 15:27 Sólveig Anna formaður Eflingar flutti ræðu í tilefni af verkalýðsdeginum. Vísir/Bjarni Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, var harðorð í garð íslenskra stjórnvalda í ræðu hennar á útifundi á Ingólfstorgi í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins í dag. Hún segir íslensk stjórnvöld haldin sjúkri undirgefni gagnvart Bandaríkjunum. Hún las upp úr ljóðinu Maístjörnunni og tileinkaði línurnar fólkinu á Gasa. „Ég hef ekkert að bjóða, ekki ögn sem ég gef, nema von mína og líf mitt hvort ég vaki eða sef, þetta eitt sem þú gafst mér það er allt sem ég hef,“ sagði hún og sakaði hina „sálsjúku og spillt“ valdastétt vesturveldanna um að vaka yfir og heimila þjóðarmorð. „Allir skólar, allir spítalar, allt samfélag fólksins á Gasa hefur verið eyðilagt. Næstum því fimmtán þúsund börn hafa verið myrt, næstum því tíu þúsund konur. Þetta er því sem næst óbærilegt. Þjáning fólksins á Gasa er okkur ávallt í huga,“ sagði Sólveig. Hún hvatti fólk til að fyllast ekki deyfð þegar það stendur frammi fyrir svo skelfilegum atburðum, heldur krefjast þess að íslensk stjórnvöld láti af „sjúkri undirgefni sinni gagnvart Bandaríkjunum og standi með fólkinu í Palestínu á alþjóðavettvangi.“ „Til að uppskera þarf að sá“ Hún lagði áherslu á það í ræðu sinni að án baráttu sé ekkert unnið. Einnig hrósaði hún Eflingarfólki fyrir elju síðastliðinn vetur. „Við vitum að ef við berjumst ekki getum við ekki unnið. Ef við trúum því að aðrir munu færa okkur það sem við þurfum verður það aldrei okkar. Það vissu þau sem á undan okkur gengu. Þau lögðu af stað fyrsta maí árið 1923 ekki vegna þess að það var auðvelt. Nei, þvert á móti, þau lögðu af stað vegna þess að þess að þau þekktu sannleikann um mannlega tilveru,“ sagði hún. „Til að uppskera þarf að sá. Til þess að fá valdastéttina til fallast á kröfur alþýðunnar þarf að sameina raddir okkar svo að þær verði eins og gnýr hins mikla hafs. Þau sem gengu af stað fyrir hundrað og einu ári síðan vissu ekki hvaða sigrar væru mögulegir. Þau vissu aðeins eitt ef þau legðu ekki af stað myndi ekkert breytast og við í Eflingu deilum þessari vitneskju með þeim,“ sagði hún jafnframt. Verkalýðsdagurinn Stéttarfélög Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Sjá meira
Hún las upp úr ljóðinu Maístjörnunni og tileinkaði línurnar fólkinu á Gasa. „Ég hef ekkert að bjóða, ekki ögn sem ég gef, nema von mína og líf mitt hvort ég vaki eða sef, þetta eitt sem þú gafst mér það er allt sem ég hef,“ sagði hún og sakaði hina „sálsjúku og spillt“ valdastétt vesturveldanna um að vaka yfir og heimila þjóðarmorð. „Allir skólar, allir spítalar, allt samfélag fólksins á Gasa hefur verið eyðilagt. Næstum því fimmtán þúsund börn hafa verið myrt, næstum því tíu þúsund konur. Þetta er því sem næst óbærilegt. Þjáning fólksins á Gasa er okkur ávallt í huga,“ sagði Sólveig. Hún hvatti fólk til að fyllast ekki deyfð þegar það stendur frammi fyrir svo skelfilegum atburðum, heldur krefjast þess að íslensk stjórnvöld láti af „sjúkri undirgefni sinni gagnvart Bandaríkjunum og standi með fólkinu í Palestínu á alþjóðavettvangi.“ „Til að uppskera þarf að sá“ Hún lagði áherslu á það í ræðu sinni að án baráttu sé ekkert unnið. Einnig hrósaði hún Eflingarfólki fyrir elju síðastliðinn vetur. „Við vitum að ef við berjumst ekki getum við ekki unnið. Ef við trúum því að aðrir munu færa okkur það sem við þurfum verður það aldrei okkar. Það vissu þau sem á undan okkur gengu. Þau lögðu af stað fyrsta maí árið 1923 ekki vegna þess að það var auðvelt. Nei, þvert á móti, þau lögðu af stað vegna þess að þess að þau þekktu sannleikann um mannlega tilveru,“ sagði hún. „Til að uppskera þarf að sá. Til þess að fá valdastéttina til fallast á kröfur alþýðunnar þarf að sameina raddir okkar svo að þær verði eins og gnýr hins mikla hafs. Þau sem gengu af stað fyrir hundrað og einu ári síðan vissu ekki hvaða sigrar væru mögulegir. Þau vissu aðeins eitt ef þau legðu ekki af stað myndi ekkert breytast og við í Eflingu deilum þessari vitneskju með þeim,“ sagði hún jafnframt.
Verkalýðsdagurinn Stéttarfélög Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Sjá meira