Þrjú hundruð handtekin í Columbia-háskóla Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. maí 2024 14:42 Lögregluaðgerðin átti sér stað snemma í morgun á íslenskum tíma. AP/Marco Postigo Storel Um þrjú hundruð manns voru handtekin í Columbia-háskóla í New York-borg. Eric Adams borgarstjóri segir utanaðkomandi æsingamenn hafa náð ítökum meðal mótmælenda og að gyðingahatur og andóf gegn Ísrael væru útbreidd. Hann segir lögregluna hafa staðið fyrir stærðarinnar aðgerðum á tjaldbúðum sem komið hafði verið upp við Columbia-háskóla til að mótmæla stríðsrekstri Ísraelsríkis á Gasa. Í nótt kom einnig til átaka á slíkum búðum í Kaliforníu þar sem slagsmál brutust út milli hópa mótmælenda svo að lögregla klædd óeirðabúningum slóst í leikinn. Adams segir stúdenta eiga rétt á því að mótmæla og að tjáningafrelsið sé hornsteinn bandarísks samfélags en að óprúttnir aðilar í mótmælahreyfingunni hafi ekki hafi heldur haft óspektir í huga en friðsamleg mótmæli. „Það er ekkert friðsamlegt við að byrgja sig inni í byggingu, að stunda eignarspjöll eða rífa í sundur öryggismyndavélar,“ segir hann á blaðamannafundi sem fór fram í New York fyrir stuttu og vísar meðal annars til þess að mótmælendur hefðu tekið Hamilton Hall yfir og byrgt sig þar inni. Byggingin hýsir fornfræði, germanskra mála- og slavneskra máladeild háskólans en hefur ítrekað spilað hlutverk í mótmælum stúdenta, meðal annars gegn stríðsrekstri Bandaríkjanna í Víetnam á sjöunda og áttunda áratugnum. Borgarstjórinn segir þá sem brutust inn í Hamilton Hall og byrgðu sig þar inni ekki hafa verið nemendur háskólans þó sumir þeirra hafi verið það. Lögreglan hefur nú fjarlægt tjaldbúðirnar af skólalóðinni og náð byggingunni aftur á sitt vald. Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Hann segir lögregluna hafa staðið fyrir stærðarinnar aðgerðum á tjaldbúðum sem komið hafði verið upp við Columbia-háskóla til að mótmæla stríðsrekstri Ísraelsríkis á Gasa. Í nótt kom einnig til átaka á slíkum búðum í Kaliforníu þar sem slagsmál brutust út milli hópa mótmælenda svo að lögregla klædd óeirðabúningum slóst í leikinn. Adams segir stúdenta eiga rétt á því að mótmæla og að tjáningafrelsið sé hornsteinn bandarísks samfélags en að óprúttnir aðilar í mótmælahreyfingunni hafi ekki hafi heldur haft óspektir í huga en friðsamleg mótmæli. „Það er ekkert friðsamlegt við að byrgja sig inni í byggingu, að stunda eignarspjöll eða rífa í sundur öryggismyndavélar,“ segir hann á blaðamannafundi sem fór fram í New York fyrir stuttu og vísar meðal annars til þess að mótmælendur hefðu tekið Hamilton Hall yfir og byrgt sig þar inni. Byggingin hýsir fornfræði, germanskra mála- og slavneskra máladeild háskólans en hefur ítrekað spilað hlutverk í mótmælum stúdenta, meðal annars gegn stríðsrekstri Bandaríkjanna í Víetnam á sjöunda og áttunda áratugnum. Borgarstjórinn segir þá sem brutust inn í Hamilton Hall og byrgðu sig þar inni ekki hafa verið nemendur háskólans þó sumir þeirra hafi verið það. Lögreglan hefur nú fjarlægt tjaldbúðirnar af skólalóðinni og náð byggingunni aftur á sitt vald.
Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira